Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1979, Síða 5
í Skálholti
„I heyönnum miðjum verður
guð harla léttvægur og
gagnslaus í lífsbaráttunni. Það
voru því fáir, sem hlýddu
messu þennan dag í Skál-
holti. Presturinn talaði um
farísea og tollheimtumenn og
hélt með báðum. Svona hefur
guðfræðinni líka fleygt fram á
öld byltinga og tæknileikni“.
Sigurður Þór
Guðjónsson
rithöfundur
Ég haföi aldrei komið í Skálholt.
Mór hefur veriö sagt aö þar hafi gerst
mikil saga. En ég kann ekki þá sögu
og veit ekki hvort hún er meiri en
aörar sögur. Ég kom meö fólki sem
iökar söng. Og söngur leysir menn frá
sögum.
Skálholt haföi einkennileg áhrif á
mig. Dalurinn er hringlaga og þröngt
til allra átta en opin sýn í suövestur
þar sem Ingólfsfjall býr langt í burtu.
Skálholt er því dálítiö eins og kuö-
ungur í laginu en eins og allir vita er
sagt aö ef maður beri kuöung í
flæöarmafi aö eyra heyrist niöur
hafsins. En hér vantar hafiö. Og það
breytir öllu. Kyrröin á morgnana er
öðruvísi en úti við sjóinn. Þaö er líkt
og hún hafi engan andardrátt og
heyri allt. Áin er sem stöðutjörn og
svo föl álitum aö hvíslar geig. í henni
stendur Vöröufell á höföi langt fram á
dag, ekki fíngáraö léttu geislaspili
eins og mynd er glitrar á haf, heldur
stirt og þétt líkt og skuggi er fellur á
gler. Hjá brúnni yfir fljótið dreymir
hlýlegur trjálundur en í holtinu vakn-
ar iækjaseyra og læöist í ána um
melafláka og græna haga. i mér
lifnuðu daufar vonir frá friösælum
einverustundum í innlöndum Evrópu.
En í austri þrumar Hekla upp úr
fjarskanum eins og reiöur spámaður
er hótar dómsdegi yfir spilltum lýö og
hefur sér til sálufélags annan berg-
risa, fáisa og kaldan í sjón og trúlega
ýfinn í reynd. Sólin kemur upp í landi
þessa jötuns hreykist hátt yfir Heklu
eins og milli þeirra ríki gagnkvæmur
ótti og virðing, lækkar flugiö alþýö-
lega yfir Vöröufelli til aö spjalla viö
þennan hógværa einbúa, sest loks í
náöum eftir langan dag við rætur
Ingólfsfells. Viö sólsetur lýsir kvosin
furöulegri birtu. Þaö er sem hún komi
upp úr jörðinni, frá hólum og grjóti,
en ekki af himnum.
Þó hafiö sé langt undan lætur þaö
sig Skálholt nokkru varöa. Milli há-
degis og nóns spillist logniö allt í einu
og stinningsgola þyrlar dalinn. Þessi
gustur er eftirlitsferö hafsins til
sveitarinnar. Og það fer hratt yfir og
lýkur könnun og erindi á miöjum
aftni. Engum tíma er til ónýtis varið á
svona sumardegi. Þessi sólarleikur
hafsins viö landiö minnti mig ávallt á
háværa krakkaþvögu er ólmaöist og
þreyttist í ærslandi síöastaleik uns
allir hættu aö leika, rjóöir um vanga
sælir þegjandi þreytu.
Um svipaö leyti hættu söngleikarn-
ir í kirkjunni. Hér höföu menn reist
hana 6 þeim eina staö þar sem hún
heföi getað gert tilkall til lands. Hún
kemur frá noröaustri og fer í suðvest-
ur eins og allt umhverfiö. Eg var
mikiö í kirkjunni og fylgdist meö fólki
og söng. Þaö virtist áreynslulaus
athöfn eins og flest verk vel unnin. En
ég stóö líka oft á stéttinni fyrir
kirkjudyrum, leit til átta og heyröi
sönginn óma upp í himinblámann yfir
höföi mér. Mér fannst leitt aö vera
eini áheyrandi þvílíks söngs. En í
heiöloftunum búa vindar er ferðast
um alla jörö.
Síöasti dagurinn minn í Skálholti
var sunnudagur. Fólk klæddist spari-
fötum og var fallegt. Veörið var
þannig síösumarsblíöa er skáld þjóö-
arinnar hafa reynt aö lýsa í tvær aldir.
Um miöjan dag hringja klukkur Skál-
holtskirkju til tíöa. En í heyönnum
miöjum verður guö harla léttvægur
og gagnslaus í lífsbaráttunni. Þaö
voru því fáir sem hlýddu messu
þennan dag í Skálholti. En sjaidan
hefur hljómað þar stærri kór.
Presturinn talaði um farísea og
tollheimtumann og hélt með báöum.
Svona hefur guöfræöinni líka fleygt
fram á öld byltinga og tæknileikni.
Þaö var barn skírt. Það vissi ekki sitt
vit og grét sáran viö kalda og vota
snertingu hins vígða manns. En
kórinn kæföi þann veika og spyrjandi
grát með sigursælum óöi til skapar-
ans. Á eftir var boöiö til málsveröar
viö altari og mátti hver af eta og
drekka. Ef til vill leyndist heil eilífð af
guölegri dulhyggju aö baki þessa
einfalda matseðils er bauð brauö og
vín. En ég var ekki svangur og
langaði ekki í vín. Ég vildi vera
allsgáöur.
Aö messu lokinni tók fólk aö týnast
burtu og hljóðnaði Skálholt af
mannakliö. Ég gekk undir kirkjuvegg
og hugöi mig einan fara. En við erum
sjaldan ein. Mér birtist út úr logninu
ung kona er gaf mér rós og koss —
og var horfin. Hvaö átti ég aö halda
viö atburö svo skjótan og allt í einu?
Var hún huldumey úr kletti? Eöa
loftdís er sté til jarðar? Kannski andi
fortíöar að heilsa mér heilum eöa
ósksýn augnabliksins til framtíöar?
Rósin var rauð sem blóö og blekk-
ingar mannshugans. Ég horfði á hana
lengi. Hve margt eitt líf fær ekki aö
lifa sumariö.
Skálholt var oröiö autt. Vöröufell
þagöi. Svona gömul fell, hafa ekki
hátt. Hvítá var lygn að sjá en straum-
urinn flýtti för aö ósum í úthafiö
kalda. í haganum græna við lækinn
voru nokkur hross á beit. Hekla var
skýjum hulin eins og hiö ókomna. Til
Reykjavíkur lá mín leiö til siðmenn-
ingar og erils enn á ný. Þú siðmenn-
ing, fölsk og köld, hve langt þú hefur
villt okkur frá upphafinu. Þú sið-
menning, föst og djörf; lausn til lífs,
von um friö. Ég gekk grasbalann frá
kirkjunni niður á malarveginn, einn
maöur undrandi í hjarta meö rós í
hendi. Var hún mér ef til vill gefin af
mennskri veru, einni konu með heitar
hendur og ást í hjarta?
Gísli Magnússon
RABB um
„Rabb“ - þættir Lesbókar eru
næsta misjafnir aö efni og gæöum
enda margir, sem þar halda á penna.
Jafnbezt er Rabbiö hjá nafna mínum,
ritstjóranum. Ég er honum aö vísu
eigi alltaf sammála. En hann er jafnan
hress í máli, orðhvatur og ósmeykur
viö aö stinga á kýlum. Annars eru
„Krækiberin" hennar Önnu Maríu
Þórisdóttur betri á bragöið en annaö
RABB
flest, sem Lesbók færir mani í
hendur. Þau eru mörg, Krækiberin
hennar, hreinasta sælgæti. í öllum
sínum hversdagslega einfaldleika eru
þau Ijúfur lestur, geöþekkur og nota-
legur, og bera ósvikinni skáldgáfu
órækt vitni, — hugljúfu, rómantisku
raunsæi.
Erlendur Jónsson skrifar „Rabb“
— þátt í Lesbók 29. sept. s.l. (33.
tbl.). Þar segir hann m.a. „Áratuginn,
sem brátt er á enda, hafa hér oröiö
nánast engar framfarir". Þaö er álfur
út úr hól, er svo mælir.
Viö upphaf áratugar: Landhelgin
50 mílur. Undir lok sama áratugar:
Landhelgin 200 mílur. íslenzk þjóö
hefur á tæpum áratug (rösklega eitt
ár eftir) unniö sinn stærsta sigur frá
upphafi vega, þegar alls er gætt, —
unnið sigur í sínu „lífsstríöi", eins og
fv. forsætisráöherra komst aö oröi í
útvarpsræðu.
Eru þetta engar framfarir, álfur
minn?
í upphafi áratugar: Vonleysi, eymd
og flótti úr kauptúnum og sjávarþorp-
um hringinn í kringum land, húsin
stóöu eftir auö og yfirgefin. Undir lok
sama áratugar: Allar hendur hafa
æriö aö starfa — og skortur auk
heldur á vinnuafli. Menn keppast
hvarvetna viö aö reisa íbúöarhús og
önnur, þar sem áöur var flótti brost-
inn í liöiö, og alls fjarri því, aö unnt sé
aö anna eftirspurn. Fleiri dæmi eru
tiltæk.
En þetta eru ekki „framfarir“ aö
dómi Erlends. Undarlegt hvað áttundi
áratugurinn bögglast fyrir brjósti
honum. Hvaö skyidi valda?
En álfurinn áttar sig nokkuð er
vanizt hefur dagsbirtunni eftir allt
myrkriö í hólnum. „Rabbi“ sínu lýkur
hann meö þessum oröum:
framhald á bls. 12
©