Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1979, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1979, Qupperneq 12
ist. Ég veit bara ekki hversvegna og þýðingarlaust að fara að ráöast á hana núna“. „Hún hefur ekkert misheppnast. Þetta er þó langskásta myndin, sem þú ert meö hér“. Svavar vissi ekki almennilega hvernig hann átti að taka þessu. Hann leit snöggt við, svo kom glampi í augun og hann hló. „Finnst þér tæknin skipta miklu máli“, segi ég. „Iss, nei“. „En stundum skefur þú litinn til aö ná fram ákveöinni áferö og auövitaö er þaö ekki annaö en tæknilegt bragö“. „Ég kalla það geð“. „Mér er alveg sama hvaö þú kallar þaö; þetta er tækni“. „Kannski. Ég skil ekki þennan áhuga á tækni hjá ungum mönnum. Eins og það skipti einhverju máli, hvaða pappír maður notar. Eða hverskonar krít. Ég hélt einu sinni og trúi því enn, að það sé innihaldið, sem skiptir máli, andlegt inntak myndarinnar. Það var þetta, sem við vorum aö berjast fyrir í dentíö. inntaki í myndum, og hugmynda- flugi. Menn áttu ekki lengur aö vera bundnir við staur eins og natúralist- ar“. „Þetta var ykkar evangelíum í Cobra-hreyfingunni. Hvenær hófst þaö ævintýri?" „Það er nú löng saga. Cobra var sprottin upp úr Haustsýningunni í Kaupmannahöfn, sem ég var búinn að taka þátt í á nokkuð löngu tímaþiii. Þarna var þessi stefna oröin ofaná og ég beitti mér fyrir því 1949, að meðal boðsgesta á sýningunni yrðu nokkrir íslendingar, sem ég vissi þá að voru aö mála afstrakt. Það voru þeir Þorvaldur Skúlason, Jóhannes Jóhannesson, Kristján Davíðsson, Kjartan Guðjónsson og Valtýr Pétursson. Þeir sendu allir myndir og komust inn fyrir mín orð. Auk þeirra var boðið Hollendingum, sem komust inn á Danina og þó þeir væru bara gestir, vildu þeir ýta íslendingunum út af sýningunni; þótti framlag þeirra ómerkilegt, ekki neitt sem dygði. Því var ekki ansað, en þaö stóð í sambandi viö þessa sýningu 1949, að Cobra varð til, samsett úr fyrstu stöfunum í Copenhague — Brússel- es — Amsterdam. En ekki stóö það lengi; menn fóru hver sína leiðina og Cobra tvístraðist svona einhvern veginn, enda aldrei einangrað fyrir- bæri eins og kúbisminn til dæmis. Þetta var frekar samsafn eða „fór- um“ og sumir urðu heimsfrægir eins og gengur; menn eins og Carl Henning Petersen, Asger Jorn og Framhald á bls. 15 RABB um RABB Framhald af hls.5 „Hver sém vill vera hér er betri íslendingur en hinn, sem telur sig of góðan til aö lifa í þessu landi". —Þetta er vel mælt og réttilega. Ég held að hver góður íslendingur hljóti aö taka undir þessi orð. Nú um sinn hefur mikiö verið talaö um svokallaöan „atgervisflótta" úr landi. Hann á aö stafa af því, að „atgervismönnum" standi til boöa hærri laun meðal margmilljóna þjóöa Elfsabet Jökulsdöttir DRANGAVÍK ■■ ■ ■ ASTRONDUM MóniSvansson Þorri Jöhannsson í Drangavík þar sem andi löngu liðinna tíma býr og útselskópur grætur um nætur. SUNNU DAGUR KÖLLUN Myrkvunin mín góöa í framandi borg þegar þú kallaöir til mín og grátbaöst mig um aö dvelja lengur í heimi vitrana ykkar yfirnáttúrulegu vatnshöföa er hrindiö fast frá ykkur stórbrotin, viljasterk og ákveöin og lítið niöur á þá sem sátu þreyttir drukknir, útkeyrðir, yfirpældir hver í sínu horni og rifu einn kjaft á dag. Þiö báöuö mig um aö dvelja ég ætla aö dvelja því viljinn hefur lokist upp fyrir mér. Ég ætla aö eiga fleiri myrkur. Burt frá þeim í hornunum úr augsýn hinna er horfa niöur og þrýsta. Fleiri góðar nætur fyrir mig og viljann. Ég steig upp í appelsínugulu flugvélina tíminn hvarf úr augsýn úr augsýn. KLUKKAMEÐAL SKÝJANNA Innanum hrikaleg Drangaskörðin og himinblátt hafiö innanum fölnað grasið hundaþúfur og hulduborgir og áin líður hjá þar stendur gamalt einmana hús. Einhverju sinni bjó þar fólk er nytjaöi sína jörö átti belju og bú og sótti bein úr sjó. Nú eru mennirnir horfnir á braut farnir suður mýsnar fóru sömuleiöis eitthvert annaö. Og nú er þaö minkurinn einn sem læöist inn til aö vitja þrastahreiöurs. Þú kemur í Drangavík einn góöan veðurdag er vindurinn feykir loönu löngu föllnu grasinu skuggaleg ský á lofti og brimhljóö viö ströndina. Þú undrast aö nokkurntímann Messu er lokið hann byrjar aö rigna helgislepjan skolast af rúðunum fram aö næstu messu. Alltaf einhver ný andlit alltaf eitthvaö aö ske hugsar prestur með sér er hann gengur út í tilbreytingaleysið. ÉG ERGUÐ Halló ekkert endurvarp heyrist frá neinum öðrum talfærum göturnar eru auöar ég teyga logniö niörí lungu og blæs því síðan frá mér eins og guö. Þaö brakar í einhverju er ég stíg fætinum niöur annars er allt hljótt ég er einsog Farðu, faröu frá mér leiðigjarni förunautur. Sál mín er ennþá ófundin þótt sumir nefni sig fræöinga eftir henni líta á mig nokkrir marklausir hausar sem reka sig í en læra ekki af reynslu og líta blindaöir í eigin barm Heldur gapa á stóra klukku ímyndaða klukku sem reist var meöal skýjanna eftir daga manneskjunnar á dögum fjöldans. hafi leikið hér líf. guö. Umhverfið er á mínu valdi ég er guð þessa andartaks. Ljóéin eru öll eftir ungt fólk, sem er aö byrja aó þreifa fyrir sér á skáldskaparsvióinu. Til gamans má geta þess, aö Elísabet Jökulsdóttir er dóttir Jökuls Jakobs- sonar, Þorri Jóhannson er sonur Jóhanns Hjálmarsson- ar og Máni Svansson er sonarsonur Jóhannesar úr Kötlum. en viö íslendingar, fáir og smáir, treystum okkur til að greiöa. Ég verö aö viðurkenna, aö mér er alls fjarri aö bera minnsta vott af virðingu fyrir þeim „atgervismönnum" sem þiggja milljónir af íslenzku fé sjálfum sér til uppeldis og menntunar en hafa svo geö í sér til aö selja sjálfa sig erlendum auöþjóöum fyrir skitna silfurpeninga. Ég dreg mjög í efa, aö mikils sé misst fyrir islenzka þjóð, þótt hún fari á mis viö þess konar „atgervi". í 35. tbl. Lesbókar, 13. þ.m., skrifar Björn Stefánsson ágæta grein, er hefur aö yfirskrift: „Hvers vegna allur þessi hávaöi?" Þar get ég skrifaö undir hvert orö heilum huga. Vil aðeins bæta því viö, aö óþarfi er fyrir sjónvarpiö aö eyöa peningum til þess aö halda sýningu á svokölluðum hljómsveitum, þar sem öskuraparnir leggja megináherzlu á að afskræma ásjónu sína og allan líkama. Ætli sálin, ef einhver er, sleppi meö öllu ósýkt eða ósnortin af þeim djöful- gangi? Aö hlýöa á klassiska tónlist, á alla góöa tónlist, horfir til mannbóta, hitt til mannskemmda, aö leggja eyru við argi og gargi og ærandi hávaða. Ég hélt í einfeldni minni aö sjónvarp og útvarp ætti framar öllu aö leggja stund á aö bæta og göfga smekk þjóöarinnar, sveigja hann í fegurðar- átt en ekki noröur og niöur. Agætur tónlistarþáttur Guömundar Jónsson- ar píanóleikara horfir til annarrar áttar — upp og fram. En þátturinn er hróplega afskiptur um tíma miöaö viö alla gervitónlistina, allt rusliö, sem útvarpiö flytur. Má ég svo að endingu biöja Lesbók fyrir kveðjur og kærar þakkir til Ingibjargar Stephensen fyrir af- buröagóöan Ijóöalestur í útvarpi. Þar komast fáir til jafns og enginn framar. 21. október Gísli Magnússon

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.