Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1980, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1980, Side 4
slátur, kjötsúpa, saltkjöt og baunir, skyr og hrísgrjónagrautur, er þetta ekki í rauninni bezti hversdagsmat- urinn? En því miöur fyrir fjölskyldu mína hef ég víst aldrei komizt af hryggjar-, læra- og grænbaunastig- inu á sunnudögum. En fyrir því fór ég nú aö skrifa þessar matarhugleiöingar, aö þegar ég er aö þvo upp eftir lærasneiöarn- ar mínar á sunnudögum, liggur stundum viö að mér veröi óglatt, þegar á mér dynja útvarpsauglýs- ingar um grísakótelettur meö rauðkáli og sykurbrúnuöum kartöfl- um, glóöarsteiktan lambahrygg rjómasveppasósu og ís meö þeytt- um rjóma og sultutaui — eöa eitthvaö svoleiöis. Afskaplega er skiljanlegt aö fólk fari út og fái sér góöan mat sér til hvíldar og hressingar á sunnudög- um, þaö gerum viö líka stundum og er ég þá manna fegnust aö sleppa viö allt umstangið viö matartilbún- inginn hér heima. En ég verö að viöurkenna, að ég er undrandi, þegar ég heyri hvaö borðaö er í hinum og þessum mötuneytum út um allan bæ inni í miöri viku, því aö Glöggt man ég eitt sinn er viö krakkarnir á Beinabakkanum á Húsavík vorum í miöju kafi í „hóu- leik“, aö einn leiksveinninn sagöi upp úr eins manns hljóöi meö mikilli tilfinningu í röddinni: „Ég held ég verði aö hætta, ég hlakka svo óskaplega til aö fara aö borða, það eru nefnilega kjötbollur.“ Öll vorum viö auövitað aö mestu alin upp á þeirri landsfrægu Húsa- víkurýsu, ýmist soðinni, steiktri, siginni, saltaöri eöa hertri, náttúr- lega líka á þorski, lúöu, kola og hrognkelsi. Ég held að undantekn- ingarlaust hafi fiskur veriö á borð- um 4—5 daga vikunnar, kjötbollur eöa kjötsúpa á sunnudögum og stórsteik og hangikjöt á jólum og öörum stórhátíöum. Þetta var fyrir stríö. Með auknum efnahag og bættum samgöngum viö útlönd gjörbreytist mataræöið hér á landi — eins og raunar flest annaö — í stríöinu og eftir það. Allskyns krydd og dósa- matur fer að verða algengur á borðum íslendinga, ýmislegt, sem allur almenningur vissi ekki einu sinni að var til nokkrum árum áöur. Nú veröa kótelettur og heilsteiktur hryggur eða læri aöalsunnudags- maturinn. Smátt og smátt eykst fjölbreytnin í matartilbúningi. Á sjöunda ára- tugnum skall grill-aldan yfir. Ég minnist fjálglegra orða Agnars Bogasonar í Mánudagsblaöinu — allt skyldi grillaö — og hann geröi lítiö úr þessum venjulega sunnu- dagshrygg — eða læri. Enn heldur flóðiö áfram. Matar- uppskriftirnar dynja á manni. Maður opnar ekki svo dagblaö, aö ekki blasi þar viö manni ein eöa fleiri uppskriftir eöa heilu blaðsíðurnar af matarhugleiöingum. Furöar nokk- urn á, aö Erró málaði sitt fræga málverk „Matarlandslag“ (Food- scape)? Nú er kannski ekki að marka mig, ég hef mjög takmarkaöan áhuga á mat og matartilbúningi. Minn Akkil- esarhæll er matartilbúningur. Ég vel alltaf uppþvottinn eigi ég þess kost aö velja á milli hans og matartilbún- ings og ég er bara ansans ári góö í uppþvottí, þó aö ég segi sjálf frá. En nú hefur það verið hlutskipti mitt í yfir tuttugu ár að búa til mat (og þvo upp) og þaö hefur ekki hjá því fariö aö stöku sinnum hafi skammlaust til tekizt. En eigi ég von á gestum og ætli bara aö gefa þeim venju- legan hversdagsmat eða köku, sem óg hef bakaö mörg hundruð sinnum Hvað borðar blessað fólkið á jólunum? og heppnast vel, þá fyrst keyrir nú klaufaskapurinn um þverbak, ég get næstum því treyst því, aö allt fer í handaskolum. Þetta eru eins og álög. Er þá nokkur furöa, þó aö ég só lítiö spennt fyrir að reyna íburö- armiklar uppskriftir, sem ég á þó fullar skúffur af? Einfaldleiki í hversdagsfæði finnst mér alveg sjálfsagður hlutur: soöin ýsa, steiktur fiskur, saltfiskur, heimatilbúnar fisk- og kjötbollur, þaö eru kjúklingar, hryggur, læri o.fl. o.fl. — bara hvunndags! Og þegar veitingasjoppur í iönaðar- og verzlunarhverfum eru farnar aö auglýsa „róstbíf börnes“ á miöviku- dögum og rauðvínssoðinn ham- borgarhrygg í hádeginu á föstudög- um, er þá nokkur furöa þó að ég spyrji eins og kerlingin foröum: „Hvað boröar blessað fólkið á jólun- um?“ mmm Anna María Þórisdóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.