Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1980, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1980, Síða 5
HVERJIR VELJAST í STÓLANA? Vid upphaf níunda áratugarins er vert aö minnast þess, að á öldinni sem leið hafði sá tugur í för með sér kólnandi veðurfar, fimbulvetur og slík haröindi, að fólk flosnaöi upp víða um land og fluttist vestur um haf til byggða Nýja íslands, þar sem álitið var að grasið væri ögn grænna. Næsta fátt var þá til varnar; harðindum og grasbresti varð ekki mætt með neinskonar tæknilegum gagnáhlaupum, — og hvað er hægt að gera, þegar mjólkurkýrin hefur verið skorin til matar? Nú einni öld síðar þykir sumum, að við búum enn við helst til mikiö harðræði; sá hópur sem yfirgefur hólmann á ári hverju og leitar sér bólfestu í framandi löndum, er furðu stór. Enn halda margir aö grasið sé grænna annarsstaðar. En munurinn nú og fyrir 100 árum er sá, að okkar harðindi viröast heimatilbúin; móöuharöindi okkar eru af manna völdum. Þótt lífskjörin virðist í fljótu bragði góð, er þeim haldið uppi með þvílíkri fyrirhöfn, að margur er í þann veginn aö kikna undir byrðum daglegrar framfærslu, af- borgana og ekki sízt vaxta. Fyrir ung og eignalaus hjón er oftast slíkt þrekvirki að koma yfir sig fyrstu íbúðinni, að eftir nokkra áratugi verður trúlega talið yfir- skilvitlegt, hvernig brotizt var í gegnum þá mannraun. Og þá verður þess minnst, aö á því herrans ári 1979 kom landsfeðr- unum þaö ráð helzt í hug að þyngja vaxtabaggann enn til muna, enda tók verðbólgan þá eftirminnilegan kipp. Fyrir þá sem eru skuldum vafnir, eru slík leigukjör á pening- um hliðstæð við hafís og gras- brest fyrir einni öld. Svarið verður ennþá meiri vinna, ef hægt væri, — ennþá meiri þreyta, ennþá meiri taugaveiklun, ennþá fleiri hjónaskilnaðir, ennþá fleiri lykla- börn, ennþá meiri óhamingja. Þetta eru þau móðuharðindi af manna völdum, sem við búum við og enginn sér útúr. Sórhver þjóð fær þá stjórnend- ur, sem hún á skilið og framhjá því verður varla komizt, að verð- bólgan og fylgikvillar hennar stafa mestan part af stjórnmálalegum aðgerðum síöustu áratuga. Hvað eftir annað hefur óþægilegra að- gerða verið þörf, en ævinlega situr í fyrirrúmi að kaupa sér stundarfrið hjá atkvæðunum. Kjarkleysið hefur rekið okkur lengra og lengra útí þetta fen. Við eigum geysilega mikið undir því, að hæfir menn veljist til setu á Alþingi og í stjórnkerfið yfirleitt. Oft er því fleygt, að framúrskar- andi menn gefi ekki kost á sér i þingmennsku, meöal annars af ótta við yfirþyrmandi flokksræði og ýmislegt í hinni pólitísku bar- áttu, sem telst miður geðslegt. Sorglegt er það, ef satt er. Samt verður að telja, að fólk fylgist almennt með störfum Alþingis af áhuga og vissulega eru þar marg- ir ágætir menn. Ekki er frítt við að Alþingis- menn hafi á stundum orðið eins- konar poppstjörnur og eftirlæti fjölmiðla, — ekki sízt eftirmið- dagsblaða og sjónvarps. Og raun- ar er sjónvarpið orðið svo áhrifa- mikið að þessu leyti, að árangur á skerminum getur vissulega ráðið úrslitum í kosningum. Nú þegar hópur nýrra þingmanna hefur störf á löggjafarsamkomu þjóðar- innar, vaknar sú spurning, hvort okkur hafi auðnast að styrkja Alþingi; velja okkur hæfari og snjallari stjórnendur. Á Alþingi sem annarsstaðar er þörf á endurnýjun og má segja, aö sú endurnýjun ætti sér stað í ríkum mæli eftir kosningarnar 1978 og aftur nú í vetur. En við höfum séð, að ekki er það einhlítt til að ná markinu, sem hlýtur að vera: 60 afburðamenn á Alþingi. Einmitt í seinni tíð hefur ómerki- legasta lýðskrum orðið fyrirferð- armikið í störfum þingsins, þegar mikið lá við að leysa alvörumál, — og voru það ekki einmitt hinir nýbökuðu sem lengst gengu íþví? Mikill er sá matur, sem síðdegis- blöðin hafa getaö gert sér úr lýðskrumi Vilmundar. En íslands- meistari í þessari grein hlýtur að teljast Ólafur Ragnar Grímsson, sem vann það afrek að láta ágætt frumvarp um niðurfellingu bíl- kaupahlunninda til handa ráð- herrum daga uppi, vegna þess að lýðskrumið varð að sitja fyrir afgreiöslunni. Þess vegna geta ráöherrar enn sem fyrr keypt sér lúxusbíla með afsláttarkjörum á tollum, — og geta þá þakkað þingmanninum fyrir. A sjónvarpsöld hefur sú hætta vaxið til muna, að viö kjósum yfir okkur málglaða lýðskrumara, sem taka sig vel út á skerminum. Það er nefnilega eitt aö vera „slagfær- dig“ og ofsalega klár í kosninga- umræðu, — og annað að taka gifturíkar ákvarðnir, sem varöa hag þjóðarinnar á næstu áratug- um. Þaö fyrirbæri aö kjósa þann, sem reynist skemmtilega kjaftfor, er þó ekki nýtt. Björn á Löngumýri sagði nýlega frá því í blaðaviðtali, hvaða tökum hann tók Húnvetn- inga og aðra í Norðurlandskjör- dæmi vestra, þegar hann stóð í kosningabaráttu. „Sumir voru að þylja tölur,“ sagði Björn. En hann forðaðist allt slíkt, heldur reyndi hann að vera skemmtiatriöi og koma fundarmönnum til að hlæja á kostnað andstæðinganna. í útsendingu sjónvarpsins af kosningafundi á Vestfjörðum nú í vetur, fengum við smjörþefinn af því, að í þeim plássum er greini- lega litið á kosningabaráttu og pólitík sem hluta úr skemmtana- iðnaðinum, þar sem frambjóðand- inn þarf ævinlega að vera í hlutverki trúðsins, eigi tilætlaður árangur að nást. Eftir kosningarn- ar lýsti Steingrímur Hermannsson yfir því, að sigurinn byggðist á, að hann og flokksbræður hans hefðu ævinlega verið málefnalegir. Þetta kom í Ijós á fundinum, sem sjónvarpað var á kosninganóttina. Vandi þjóðarbúsins var ekki svo mjög til umræðu, en Steingrímur gat fengið einhverja til að hlæja með því að gera að umtalsefni, að Matthías Bjarnason öfundaði högna úr einhverju minkabúi, sem væru vel færir; aftur á móti væri hann orðinn náttúrulaus karlfugl- inn. Sem sagt; svona fer maður að því að vera málefnalegur á Vest- fjörðum. Sú hætta að farsæll en lítt áberandi stjórnmálamaður láti í minni pokann fyrir lýðskrumara, er fyrir hendi í öllum lýöræðis- löndum. í Bandaríkjunum hefur verið sagt, að í forsetakosningum ráði úrslitum, hve breitt þeir brosa í sjónvarpinu. Kannski næði Abraham Lincoln ekki kjöri núna; hann var alvörugefinn og hafði mjóa og frekar skræka rödd, sem hefði hljómað illa í sjónvarpinu. Kennedy var aftur á móti eins og kvikmyndastjarna, en margir vilja draga í efa, að hann hafi í raun verið hæfur sem leiðtogi stórveld- is. Persónulegur metnaður hans hefur aftur á móti ekki verið dreginn í efa, en mannkynssagan á nóg af dæmum um hrikalegar afleiðingar af ofurmetnaði. Stjörnur eru ágætar í kvik- myndum, en ekki nauðsynlegar í stjórnmálum. Svisslendingar þykjar stýra sínum málum bæri- lega, en hver þekkir nöfnin á snillingum efnahagslífsins þar í landi? Þesskonar snillinga virðist því miður vanta hér, að minnsta kosti eru þeir þá ekki í réttum stólum. Þeir mega mín vegna vera i útiiti eins og Gvendur smali eða Grasa-Gudda og ekki hirði ég hvort þeir kunna einn eða tvo fimmaurabrandara til að kæta lýðinn á fundum. Bara að þeir hefðu vit og þor í kollinum til að stýra farsællega þessu lítilræði, sem er búskapur liölega 50 þús- und fjölskyldna. í þeirri von, að einhverntíma rati slíkir menn í hina réttu stóla, skulu lesendum Lesbókar færðar þakkir og árnaðaróskir á nýbyrj- uðu ári. Gísli Sigurðsson. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.