Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1980, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1980, Blaðsíða 6
„Yfirleítt get ég notað tón- list til þess að losna undan þrúgandi áhrifum þunglyndis. Ég þarf ekki ann- aö en setjast niöur með gítarinn og spila tvö kiassísk stef og þá er ég orðinn jafngóð- ur aftur.“ Gísli Þór Gunn- arsson ræðir við MAGNÚSÞÓR SIGMUNDSSON hljómlistarmann og lagasmið Álfurinn er það góða í manninum Nú fyrir skömmu kom út ný hljóm- plata með hinum afkastamikla lagasmið Magnúsi Þór Sigmundssyni. Hljómplat- an ber nafnið „Álfar“ og fjallar hún á frumlegan hátt um baráttuna milli góðs og ills í mannheimum. í norrænni goðafræði eru álfar skilgreindir sem verur sem gæddar eru meiri andlegum hæfileikum en mennskir menn. Þeir geta haft margvísleg áhrif á tilveruna og jafnvel á tíðarfar og gróöur jarðar. Efni plötunnar vakti áhuga minn á manninum svo ég ákvaö að sækja hann heim og rekja úr honum garnirnar. Magnús tók Ijúfmannlega á móti mér eins og hans var von og vísa og bauð mér strax upp á kaffi. — Ég vona að þú skrifir ekkert niður af því sem ég segi. Sá Magnús sem ég er í dag er allt annar en sá sem ég verð á morgun. — Hvernig Magnús ertu í dag? — Ég er nokkuð ánægður með lífð og tilveruna þessa stundina. Þú heföir alveg eins getað hitt mig á stundu þunglyndis og þá hefðu málin snúið allt öðru vísi við. Annars get ég yfirleitt notaö tónlist til aö losna undan þrúgandi áhrifum þunglynd- is. Ég þarf ekki annað en aö setjast niður með gítarinn og spila tvö klassísk stef og þá er ég orðinn jafngóður aftur. — Telur þú að tónlistin hafi lækn- ingarmátt? — Já, tvímælalaust. Þegar ég var út í Englandi, kynntist ég ungum andalækni. Hann beislaði hugarorkuna til að lækna ýmiskonar sjúkleika. Og hann var mér sammála um aö tónlist væri ein af hinum náttúrulegu leiöum til að lækna fólk. Þessi maður var einstæður öðlingur. Hann var grænmetisæta og lét aldrei kjötbita inn fyrir sínar varir. Þessi enski vinur minn lét yfirleitt ekkert raska jafnvægi sínu og hélt sínu jákvæða viðhorfi til lífsins hvað sem gekk á. Það er oft með svona viðkvæma og brothætta menn aö lífið leikur þá grátt. Hlutur einsog veraldleg ást getur ruglað þá meir í ríminu en góðu hófi gegnir. Eitt sinn kynntist hann ungri stúlku sem lék sér að tilfinningum hans. Hún var gift öðrum svo hún tók samband þeirra ekkert alvarlega. Hann hélt hinsvegar að þaö lægju einhverjar dýpri tilfinningar á bakvið þetta hjá þeim sem hann var mjög miöur sín þegar hún kvaddi og hélt sína leiö. Þegar ég hugsa til hans kemur ósjálf- rátt upp í hugann ein Ijóðlína eftir góðvin minn Jóhann Helgason. Hún er svona: „This world is too cold for good boys like me". Álfurinn er mjög sterkur bæði í Jóhanni og í þessum enska vini mínum. — Hvað þýðir það, að álfurinn sé mjög sterkur? — Álfurinn er í öllum. Mismunandi mikið og stundum felur hann sig. Álfurinn er þaö góða í manninum. Hann vill betrumbæta heiminn og stuðla að auk- inni samkennd milli manna. Eins og segir í laginu Alheimsþel: „Góðvild, gæsku og hamingju hafa vill á jörðu hér". Tónlistin er að mörgu leyti heppilegri tjáningarmáti til að túlka það sem ég á við. Orð eru svo takmörkuð. — Er tónlistin á hljómplötunni „Álf- ar“ vel til þess falinn að túlka þín sjónarmíð? — Já mér finnst hún komast næst þvi af öllu sem ég hef gert hingaö til. Ég fékk Þursaflokkinn til liðs við mig og þeir ná vel að túlka þann boðskap sem ég set fram á -plötunni. Þó þessi plata segi frá álfum þá fjallar hún engu síður um samskipti manna á meðal og við móður jörð. Hver annar en maðurinn vildi fá meira en móðir jörð gaf. Maðurinn er kominn vel á veg með að eyðileggja jörðina með tæknibrambolti sínu. Það er ekki aðeins mengunin frá bifreiðum og verksmiðjum sem er skaðræöisvaldurinn. Mengun hugarfarsins eitrar kannski mest út frá sér. Alltof fáir gefa sér tíma til aö leita orsakarinnar hjá sjálfum sér á því sem miður fer í þjóðfélaginu. íslendingar kvarta t.d. mikið yfir verð- bólgunni og stjórnleysinu í efnahagsmál- um. Ríkisstjórn er samt ekkert annað en spegilmynd af fólkinu sjálfu. Hún er stækkuð mynd af fjölskyldu þar sem eytt er meiru en aflað er. Fólk heimtar meira en þaö gefur. — í lagínu „Alheimsþel“ segir þú að forlög manns ráöist mest af gerðum hans. Hvað áttu við með þessum orðum? — Það sem maður gerir öörum kemur óhjákvæmilega niður á manni sjálfum í þessu lífi eða næstu lífum. Hin gömlu lög um orsök og afleiðingu eru enn í fullu gildi. Mér finnst mjög mikilvægt að geta horfst í augu við skuggabletti skapgerðar minnar, því fljótar læri ég aö þekkja sjálfan mig. Ég geri mér grein fyrir því aö ég verð að hlíta mínu innra eðli jafnvel þó að það geti haft tortímingu í för með sér. Annars trúi ég ekki að nokkurt líf geti tortímst heldur aðeins skipt um tilveru- stig. Mistökin eru til að læra af þeim og hætti einhver aö gera mistök þarf hann ekki að lifa lengur. Allavega ekki hér á þessari jörö. — Hvaöa hlutverki gegnir tónlist í lífi þínu? — Þú heföir kannski alveg eins getaö spurt hvaða hlutverki ég gegni í lífinu. Ég trúi að öllum mönnum sé ætlaður ákveð- inn tilgangur meö dvöl sinni hér á jörðinni. Forlögin hafa líklega markaö mér bás á vettvangi tónlistarinnar. Tón- list getur fengið mig til að gleyma stund og stað og tengt mig alheimsvitundinni. Ég las eitt sinn bók sem innihélt þessi sannleiksorð: „Hin upprunalega synd er aö takmarka það sem er“. Tónlistin fær mig til að skynja augnablikið. Stundum finnst mér fólk lifa allt of mikið í fortíðinni eða framtíðinni og gleyma þar af leiðandi unaði þess að vera til. — Hefurðu vísdóm þinn úr bókum? — Nei, ég les ekki svo mikið. Ein- hvernveginn berast mér samt alltaf rit Guömundur L. Friöfinnsson Á BÆJARHLAÐI GÓU Gegnum vegg húmsins grefur auga bílsins þrönga geil. Hrossiö viö veginn lítur seinlega upp frá sinutopp sínum. Telpan í aftursætinu tekur út úr sér tyggóiö og hrópar áköf: , „Hross, pabbi, hross, leyföu mér að skoöa. “ Og bíllinn nemur staöar á bæjarhlaöi góunnar. Fjölskyldan í heimsókn hjá sinutopp og hrossi. Hvaö á sína stund. „Ósköp er hrossið loöiö og maginn í því stór, “ segir telpan. Nýtt tyggó milli tannanna. „Það er líka svart neðanviö augun." Meöfram hálfreyktri rettunni berst svariö: „Þetta er bara meri, rogafylfull rneri." Rauöur neisti vindlingsins fölskvast íþögn og maöurinn kastar af sér vatni. Telpan blæs tyggóiö í blööru. „Jesús Pétur almáttugur, “ hrópar nú frúin, tekur að sér kápuna og tiplar aö bílnum. „Þaö er að koma él, kannski veröum viö of sein í kvöldboöiö hjá Rótary. “

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.