Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1980, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1980, Qupperneq 9
Bryggjuhúsin á austur- bakka Niöelfunnar. Nú ayndir þar hvorki norakur konungur eða íalenzkur kappi. Hins vegar gæti vel veriö aö endur sem ala þar aldur sóu af íslenzku bergi, nánar tiltekið úr Þing- eyjarsýslu, því fyrir nokkrum áratugum fannst bóksala í bænum fuglalíf oröið fátæklegt við ána og fékk með töluveröri fyrirhöfn send íslenzk andaregg til aö koma upp nýjum andastofni og tókst. Bæjarbrúin eða „By- brua“ eins og Þránd- heimsbúar segja, er gömul vindubrú yfir ána Nið og var byggð árið 1861. Hún er þó ekki vindubrú lengur en yfir- bragöið er varðveitt og þykir hún mikil stað- arprýði. Tíl vinstri: Erkibiskupssetrið f Þrándheimi — talið eitt merkasta hús á Norður- löndum — stendur vestan við dómkirkjuna sem sést í baksýn. Elsti hluti hússins var byggð- ur á dögum Eysteins erkibiskups eða á árun- um 1160—70. Þarna var erkibiskupssetur fram að siðaskiptum 1537. Til hægri: Um tíma setti vellauöug kaupmannastétt mjög svip á bæjarbraginn í Þrándheimi. Nú er hún fyrir bí en eftir standa nokkur vegleg timbur- hús sem það fólk byggði yfir sig og fjöl- skyldur sínar. „Stiftsgárden“ við Munkagötu er eitt þeirra. Það var ekkjufrú sem að þeirri byggingu stóö á árunum upp úr 1770. Nú eru opinberar skrifstofur þar til húsa og kóngurinn gistir þar þegar hann er á ferð. Við ósa árinnar Nið standa þessi verzlunar- og kaupmannshús á vesturbakkanum. Þau eru flest frá 17. öld. Þarna hefur allt frá mið- öldum veriö miöstöö verzlunar og viöskipta enda skipulagið gott. Handan árinnar and- spænis þessum húsum heitir Skipakrókur og fram undan bakkanum þar segir sagan aö þeir hafi aft saman kapp sitt í sundi Ólafur konungur Tryggvason og Kjartan Ólafsson. Eins og sjá má er Niö breið og lygn elfa og hefur veriö ákjósanleg til iókunar sundíþrótta á þeim tíma. Ólafur konungur Tryggvason, sá sem lagði grundvöll að bænum við Niöarós, trónar hátt á staili sínum á torginu í hjarta bæjarins þar sem Munkagata og Kon- ungsgata skerast. Þessar tvær götur eru steinlagðar og svo breiðar að sexföld bílaröð gæti hæglega þeyst þar um. Sú var þó ekki meiningin. Þessar götur voru ákveðnar í bæjarskipulagi fyrir aldamótin 1700 til þess að hefta útbreiðslu eldsvoða sem oft hafði herjað í bænum. órækasti vottur um þá menningu sem dafnaöi í skjóli kirkjunnar á fyrri öldum. í Þrándheimi eru nú mörg lær- dóms- og menningarsetur. Skömmu eftir aldamót var tækniháskóla Nor- egs valinn þar staöur. Hann var vígður áriö 1910 og eru Þrándheims- búar stoltir af þeirri stofnun. Stúd- entar þar eru nú um 5000 talsins og fer fjölgandi. Þeir setja aö sjálfsögöu mjög sinn svip á bæjarlífið og eru börn síns tíma — börn vísinda og tæknialdar — alveg eins og munkar og klerkastétt hafa vafalaust sett sinn svip á bæjarbraginn á sínum tíma þegar kirkjan bar ægishjálm yfir allt mannlíf á staönum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.