Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1980, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1980, Page 10
Höfundur myndarinnar á forsíöu: CIMBARI Nicola Cimbari er ítalskur aö uppruna og liölega fertugur aö aldri. Hann telst til þeirra málara, sem vinna undir merki expressjón- ismans, en hefur búiö í París og víöar og telst fremur alþjóölegur en ítalskur. Myndir hans eru á boöstólum í Ameríku jafnt sem Evrópu og munu fáir á hans aldri hafa náö aö halda uppi ööru eins verölagi. Um leið má segja, aö Cimbari er einn þeirra, sem fræg gallerí hafa tekiö uppá sína arma og auglýst með góöum árangri. Hitt fer þó ekki milli mála, aö Cimbari er afburða teiknari og hressilegur málari, sem vinnur jöfnum höndum meö hníf og pensli og tekst að hemja sterkustu liti svo vel fer. Bæöi myndin á forsíðunni, litmyndin hér aö ofan svo og teikningin, eru úr myndröö eftir Cimbari, sem fjallar um sirkus og hefur komið út sérstök bók um þennan myndaflokk. r.:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.