Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1980, Page 11
Ástin
lengir
lífið
Þaö sem meðal ungs fólks er taliö
bera vott um lífsgleði, er tíðum litiö á
sem ellimerki eöa kölkun hjá þeim,
sem farnir eru aö eldast, löngun
þeirra og leit eftir ást og blíöu
skoöuö sem einhvers konar óeöli.
Samdráttur milli roskins fólks,
ástaratlot, sem geta leitt til kynlífs,
þykir á þessum tímum æskudýrkun-
ar og eftirlátsemi við ungt fólk vera
„ósiösamlegt" og „ósæmilegt" at-
hæfi eöa fyrirbæri. Og fólki, sem
hætt er aö vinna fyrir aldurs sakir og
skilar því ekki lengur neinum afköst-
um í samfélaginu, er gjarnt aö halda,
aö þaö geti heldur ekki gert kröfu til
þess aö njóta ástalífs eins og fólk í
fullu fjöri.
Um þaö eru kvenlæknar og elli-
fræðingar um allan heim sammála,
aö „sá lifi lengur, sem lengi elskar"
eða aö ástin lengi lífið. Dr. Josef
Böger segir í leiöbeiningariti sínu,
„Aö eldast með gát“: „Þó aö kynlíf
dvíni eöa hætti á efri árum, helzt þó
þörfin á ástarsambandi. Aö auðsýna
ástarhót og njóta er vörn gegn
einsemd og ótímabærri líkamshrörn-
un.“
Eöa meö öörum orðum: Ástin
þekkir engan eftirlaunaaidur.
Amélie von ta Hausse, sem í 44 ár
hefur veitt forstööu einni af virtustu
hjónabandsmiölunum í Bæjaralandi,
þekkir vel vandamál einstæöra og
einmana kvenna í efri aldursflokkum.
(í Vestur-Þýzkalandi eru nú yfir 4
milljónir ekkna.) Hin menntaöa og
fágaöa kona snýst öndverö gegn því,
aö 55—60 ára gamlar konur séu
dæmdar gamlar í orðsins eiginlegu
merkingu. „Sumar konur hjá okkur
eru 70 til 75 ára,“ segir hún hreykin
og hróðug, „og flestar þeirra leggja á
þaö ríka áherzlu, aö hinn væntanlegi
maki þeirra hafi áhuga á kynlífi."
Frú Amélie veit, hvað hún syngur
og getur sagt af eigin reynslu, aö
margir karlmenn girníst sér eldri
konur. „Sjálf hef ég kynnzt manni,
sem er 18 árum yngri en ég. Hann
kom fyrir tveimur árum á skrifstofu
mína, og tveim dögum síðar birtist
hann aftur meö stóran rósavönd. Þá
kviknaöi eldur,“ segir hún Ijómandi,
„og hann brennur enn. Er þaö ekki
dásamlegt? Er það ekki eins og
kvæöi? Hann segir, aö ég sé fyrsta
konan, sem hafi haft svo kynæsandi
áhrif á sig. Ég er svo hamingjusöm
— aö öllu leyti."
Aö kynlíf skyldi um aldir aöeins
vera umboriö frá sjónarmiði æxlun-
ar, stuölar vissulega aö hinni fjand-
samlegu afstööu gagnvart kynlífi,
sem giröir fyrir þaö, aö margar
rosknar konur fái notiö ævikvöldsins
í sátt viö lífið. Og fyrir konu, sem af
börnum og barnabörnum er aðeins
kölluö „amrna" meö tilheyrandi tón,
er þaö harla erfitt aö finna fullnægj-
andi samband tveggja manneskja,
þar sem hún er frú eða kona, en ekki
lengur amma.
Astfangin amma er fyrir umheim-
inum í bezta falli broslegt fyrirbæri,
þó aö allir þrái ástúö og öryggi í
ellinni, þegar hættan á einsemd er
svo mikil.
Og meira aö segja Henry Miller,
hinn mikli gamli maður amerískra
kynlífsbókmennta, sem fjallaö hefur
um þetta vandamál bæöi fræðilega
og af eigin raun í áratugi, saknar
orösins „ástar“ nú á dögum. Hinn 87
ára gamli rithöfundur lætur þessi orö
falla í hinu íburöarmikla húsi sínu viö
Kyrrahafsströnd: „Menn rannsaka
kynlífiö, en gleyma um leið ástinni."
Og um leiö strýkur hann blítt vanga
hinnar 31 árs gömlu konu sinnar,
Brendu Venus.
Roskni maöurinn og unga konan
er hið sígilda tilbrigði ástarsam-
banda, sem samfélagið hefur um-
boriö. Sjáum Curd Jiirgens og Mar-
gie Schmitz, Stavros Niarchos og
Ferial prinsessu, Charlie Chaplin og
Oona O’Neill. Annars vegar lífs-
reynsla karlmannsins, hins vegar
æska og fegurö.
En þaö sem hinum venjulega
manni er lagt til lasts, eru frægir
menn oft virtir fyrir. Einn er sagöur
vera orðinn hálfvitlaus fyrir hiö sama
og öörum er hælt fyrir. í samfélagi
okkar er litiö á mjög misjafnan hátt á
slík sambönd sem þessi — hin
Framhald á hls. 15