Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1980, Page 12
Árni Óla
fyrrum ritstjóri Lesbókar, lózt á
síöasta ári eins og lesendum
blaðsins er kunnugt. Árni var sístarf-
andi og sískrifandi til hinstu stund-
ar og lét eftir sig þrjár greinar,
sem ætlaöar voru Lesbókinni. Þær
fjalla allar um eftirlætisviöfangsefni
Arna: Gömlu Reykjavík, einstök
hús og umhverfi bæjarins. Sú
fyrsta birtist hér, en hinar fjalla um
Örfirisey og Glasgow, stórverzlun
sem eitt sinn stóö og brá stórum
svip yfir dálítiö hverfi í útjaöri
Grjótaþorpsins. Verða þær birtar á
næstunni.
ÁRNI ÓLA
SKEMMTISTAÐUR,
GISTISTAÐUR
OG SJÚKRAHÚS
Árið 1785 ákvað konungur aö
flytja skyldi biskupssetur og skóla
frá Skálholti til Reykjavíkur, og sama
árið sem Reykjavík fékk kaupstaðar-
réttindi og hana átti að efla til
höfuðbæar, eins og Espólín kemst
að oröi, tók hinn nýi skóli í Reykjavík
til starfa. Hann var þó ekki kenndur
við Reykjavík, heldur nefndur Hóla-
vallarskóli, vegna þess að skólahús-
iö var reist á Hólavelli.
Þetta var fyrsti skólinn í Reykjavík
og um skeið eini skóli landsins, eftir
að Hólaskóli var lagður niður 1801.
En fimm árum síðar var hinn samein-
aði skóli biskupssetranna fluttur til
Bessastaða, og eftir það var enginn
menntastofnun í Reykjavík um langt
skeið.
En árið eftir aö skólinn fluttist
héðan, reis hér upp annarskonar
„menningarstofnun", hinn svonefndi
klúbbur. Stóöu að stofnun hans
dönsku lögregluþjónarnir hér í bæn-
um, og þó í trássi við yfirboðara sinn
Frydensberg fógeta. í þennan klúbb
gengu flestir kaupmenn bæjarins og
var því spáð að lítil siðbót mundi að
honum verða enda þótt það á
sannast er lengra leið. Klúbburinn
hafði lengstum athvarf í svonefndu
Scheelshúsi nyrzt í Tjarnargötu, en
nafn hússins breyttist þá meöal
alþýðu og var það kallað klúbbhúsið.
Seinast fór svo 1843 að umráðandi
hússins vísaði klúbbnum á dyr. Gat
hann þá hvergi fengið inni og leystist
Uþþ.
Fimm árum seinna réðust nokkrir
kaupmenn í aö stofna hlutafélag er
nefndist „Bræðrafélagið", til þess að
endurreisa klúþbinn. Keypti félagið
fyrst gamla klúbbhúsiö og reistu svo
annað nýtt norðan við þaö og
nefndu „Klúbbhús Reykjavíkur", en í
munnum bæjarbúa hét það nýi
klúbburinn. Þetta þótti veglegt hús á
þeim tíma, tvílyft og ferhyrnt og
drógst þakið upp í topp frá öllum
hliðum. Þess vegna kallaði Þjóðólfur
það í skopi „Okakerið", af því að það
minnti á ílát er Skaftfellingar kölluðu
svo.
Um „Klúbbinn“, sem
var þar sem Herkast-
alinn er núna, en stóð
í 91 ár frá 1806—1897
og gegndi marghátt-
uðu hlutverki.
Þetta þlessaðist ekki betur en svo,
að eftir fimm ár varö Bræðrafélagið
gjaldþrota. Keyptu þá kaupmennirnir
Moritz Biering, Edward Siemsen og
Þorsteinn Kúld húsin, dubbuðu þau
upþ og gerðu þar samkomustað og
gistihús, sem þeir nefndu „Hotel
Skandinavia". Hófust þá þarna leik-
sýningar og gengu vel um nokkur ár
og jafnframt var þetta eina gistihúsið
fyrir erlenda ferðamenn.
Biering kaupmaöur drukknaði
1857 og Þorsteinn Kúld dó 1859. Þá
keypti Carl H. Siemsen stórkaup-
maður bæöi klúbbhúsin.
Nú víkur sögunni um stund að
öðru. Árið 1855 tók Jón Hjaltalín við
landlæknisembætti og var jafnframt
skipaöur héraðslæknir í Borgarfjarð-
arsýslu, Kjósarsýslu, Gullbringusýslu
og Reykjavík. Var hann eini læknir-
inn hér í bæ fram til 1867. Hann fékk
fljótt leyfi til þess að kenna lækna-
efnum og fyrir tilstilli hans var svo
læknaskóli stofnaður með löaum
1876.
Hjaltalín var þaö einnig mikiö
áhugamál að koma hér upp sjúkra-
húsi og vann að því öllum árum.
Broddþorgarar Reykjavíkur voru
vanir því að hafa mikinn mannfagnað
á afmælisdegi konungs, og í slíku
hófi 6. október 1863, stofnuöu þeir
félag til þess aö koma upp sjúkra-
húsi. Síðan var leitað samskota og
brást almenningur vel viö, því aö
eftir eitt ár var sjúkrahússsjóðurinn
orðinn 1316 rdl. og samsvarar það
því, aö hver bæarmaöur hafi gefiö til
jafnaöar 2 kr. í sjóðinn. Erfiðari varð
róðurinn þar sem stjórnarvöldin áttu
í hlut, því að þau voru treg á styrk.
Liðu svo 3 ár að menn sáu engin ráð