Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1980, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1980, Síða 13
til þess aö reisa spítala. En þá sýndi Carl Siemsen þann höfðingskap aö hann gaf bæöi klúbbhúsin sem spítalahús. Og haustið 1866 tók þessi nýi spítali á móti fyrstu sjúkl- ingunum. Voru sjúkrastofur á efri hæö, þar sem áöur voru gestaher- bergi, en rekstur húsanna var að öðru leyti með svipuðu sniði og áður hafði verið, til þess að hafa tekjur af þeim. Þetta hefir líkiega verið einkenni- legasti spítali í heimi. Á neðri hæð- inni voru sem áður dansleikar, veizl- ur og leiksýningar, og þar þrumaði Skugga-Sveinn kvöld eftir kvöld: „Látum hnífa hvassa stýfa haus frá bol!“ Hitt þótti erlendum ferðamönn- um þó enn einkennilegra, þá er þeir komu til Reykjavíkur og spurðu hvar þeir gætu fengið keypt fæöi, aö þá var þeim vísaö í spítalann, því að þar fór fram greiöasala jafnt og áöur. Fyrsta ár spítalans voru þar 34 sjúklingar, en legudagar urðu 407. Og í þessum húsakynnum fór fram læknakennslan og svo var lækna- skólinn þar fyrstu ár sín. íbúatala Reykjavíkur hafði nú tvö- faldast síðan Hjaltalín varð land- læknir, og kröfur til sjúkrahússins jukust ár frá ári. Hilmar Finsen Klúbburinn atóö nokkurnveginn ffyrir suöurenda Aöalstrætia og sést vel é þessari mynd Sigfúsar Eymundssonar, sem tekin er um 1882. Klúbburinn gnæfir uppúr þyrpingu húsa viö Suöurgötu, Kirkjustræti og Aðalstræti og þekkist á því, aö hann er eina húsið meö valmaþaki, sem þótti skrýtiö og því var húsiö stundum nefnt „Okakeriö11 eftir skaftfellsku fláti. landshöföingi fór fram á það viö stjórnina 1881, að á næstu fjárlögum væri ætluð nægileg upphæð til þess að koma á fót landspítala. Geröi hann ráö fyrir að þar þyrfti aö vera rúm fyrir 24 sjúklinga, auk þess herbergi fyrir fjóra geðveika menn, læknastofur, baðhús, skurðlækn- ingastofa, líkhús og herbergi fyrir læknaefni. Gerði hann ráð fyrir að þetta mundi kosta 30—40 þús. krónur. En stjórnin svaraði á þann hátt, aö Reykjavík væri ekki of góð til þess aö koma á fót spítala í félagi viö nágrannahéruö. Afleiðing þessa varð sú, að spít- alafélagið seldi bæði klúbbhúsin skozkum fatakaupmanni, sem Thierny hét. Árið 1897 keypti Hjálpræðisherinn húsin. Þau voru svo bæði rifin 1916 og þá reisti Herinn þar stórhýsi, er enn stendur. En þaö er af spítalamálinu aö segja, að spítalafélagiö lét reisa nýtt sjúkrahús suöur í Þingholtum árið 1884. Var Helgi Helgason tónsáld yfirsmiður hússins og telzt það nú til Þingholtsstrætis 25. Þarna skyldi læknaskólinn líka vera. En þaö kom brátt í Ijós að húsakynni voru þarna allt of þröng og óhentug. Samt var þetta eina sjúkrahúsið í bænum þar til Landakotsspítali var reistur 1902. Landakotsspítali var ekki reistur fyrir íslenzkt fé, heldur' var það kaþólska trúboðið, sem lét reisa hann. En um mörg ár mátti hann kallast landsspítali, og var því mikið þjóðþrifa fyrirtæki. Mikil breyting hefir orðið á heil- brigðismálum hér á landi síðan um aldamót, og sem snöggvast skal nú litiö á hvernig hér er umhorfs í borginni í þeim efnum. Landakotsspítali hefir veriö endur- reistur og nú rúmlega helmingi stærri en hann áður var. Svo hafa komið hér Landspítali og Borgarspít- ali, hvor um sig með mestu stór- byggingum í bænum. Þá má nefna Fæðingadeild, Heilsuverndarstöð, Kleppsstítala og ýmsar deildir í sambandi við hann, Grensásdeild Borgarspítalans, Sjúkrahótel Rauða- krossins. Þar næst má telja tvö stór elliheimili, Grund og Hrafnistu og þar eru mörg hundruð öryrkja, sem ekki geta fengið sjúkrahúsvist, og þriðja elliheimilið má telja Hafnarbúðir. Ennfremur má geta um blindraheim- ilið, heimili öryrkja og fatlaðra o.fl. Fyrsti spítalinn, sem reistur var í Reykjavík og var um 18 ára skeið eini spítali borgarinnar, er enn uppi standandi í Þingholtsstræti 25. Ef menn líta á það hús og bera þaö í huganum saman viö öll þau sjúkra- hús, sem hér eru nú, mun þeim ósjálfrátt finnast, að á engu sviði Reykjavíkurlífsins hafi orðið jafn stórfengleg breyting. Þó hefir aldrei veriö örðugra en nú að fá inni fyrir langlegu-sjúklinga og útslitiö fólk.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.