Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1980, Qupperneq 15
sem ort var á svipstundum oft í
dagsins önn. Hann segir þarna enn
fremur. „Ég lýsi Tómasi í henni, en
meöan ég kvaö hana, sá ég í anda
íslenzka bændur frá ómunatíð og til
vorra daga, þar til þeir hurfu okkur
aftur í fortíöina — og við sjáum þá
aldrei framar. Þetta þiö ég menn aö
athuga, því aö ríman er ekki ein-
göngu kveöin um einn íslenzkan
bóndamann."
Myndin af Tómasi í Brattholti er
stílfærö og hafin í æöra veldi
skáldskapar. Tómasarrímu yrkir
enginn nema meira háttar skáld meö
traustar rætur í gamalli Ijóöhefö.Kún
á að vissu leyti sam^tööu meö
listaverki eins og Skíöarímu, enda
þótt yrkisefnin séu gerólík, svo og
tilgangur skáldanna og aldir liöu milli
sköpunar þeirra.
Tómasarríma var ort áriö 1907.
Hún birtist fyrst hér í Lesbók áriö
1928, en síöan í 2. bindi ritsins Inn til
fjaila sem Félag Biskupstungna-
manna í Reykjavík gaf út áriö 1953.
Næst kom hún á prent í Minninga-
þáttum, bls. 123—24. Enn fremur
hef ég séö hana í bókinni Rímna-
vöku. Rímur ortar á 20. öld. Safnað
hefur Sveinbjörn Beinteinsson á
Draghálsi. Sú bók kom út áriö 1959.
Hér er aðeins rúm til að birta sýni
úr Tómasarrímu. Upphafserindi
hennar er þannig:
Skámmdegis við skertan dag
skemmta blaðaskræður.
Um Tómas skal því byrja brag,
Brattholti, sem ræður.
Um þaö, er Tómas neitaði aö selja
Englendingum Gullfoss, kveður Páll.
Fyrir glófext fossins tröll,
fram sem straumur þvingar,
hafa boðið handamjöll
honum Englendingar.
En ei sig kærði um gullið grand
greitt af þeirra lúkum,
vildi heldur verja land
valds og maurapúkum.
Um úttekt Tómasar í kaupstað er
þessi vísa:
Út hann tekur engan klút
og ekki neitt af prjáli,
en á lætur hann eikarkút
anker að fornu máli.
Loks skulu hér tilfærðar þessar
vísur um Tómas.
Enn þá stenzt hann ungum við
að útliti og þokka,
þó að uþþ um svarðarsvið
silfri ellin lokka.
Mest hann prýða tel ég tvennt,
tryggð og hreysti rara.
Það er ekki heiglum hent
í hendur slíkra að fara
(Minningaþættir, bls. 123—24).
í hinu óprentaða Kvæöasafni
Páls á Hjálmsstöðum er fjöldi kvæöa
og vísna. Allt þetta orti Páll sér til
hugarhægöar en hvorki sér til lofs né
frægöar, eins og komist hefur verið
að orði. Hann hefur áreiöanlega ekki
ort til aö láta á prent fremur en
verkast vildi. Þaö er mest hirðusemi
Eyjólfs, sonar hans, aö þakka aö
allur þessi kveðaskapur skuli hafa
varöveist. Raunar á Hildur, dóttir
Páls, verulegan þátt í varöveislu
kvæöanna því aö hún mun hafa
orðið fyrst allra til aö halda þeim til
haga. Mér fyndist vel til fundið
aö bókmenntasinnaður fræöimaöur
tæki skáldskap Páls til rannsóknar.
Sá maöur stæöi aö því leyti vel að
vígi aö hann ætti aðgang aö miklu
og vel varöveittu kvæöa- og vísna-
safni og auk þess aö Minningaþátt-
um Páls. Einnig þykist ég vita aö
hann gæti vænst mikilsverðrar fyrir-
greiöslu og aöstoðar hjá afkomend-
um skáldsins. Yröi hér ólíku saman
aö jafna og umfjöllun um íslenskan
kveöskap frá fyrri öldum þar sem
margt er myrkri huliö. Hér er hins
vegar vitaö um tildrög obbans af því
sem Páll orti, því aö frá þeim er sagt
í Kvæöasafni. Auk þess veita Minn-
ingaþættir hans mikilsverðar upplýs-
ingar, sbr. þaö sem hann segir
sjálfur um Tómasarrímu og tilfært
hefur veriö hér aö framan.
Mér er þaö í barnsminni aö ég
heyrði fööur minn, Skúla Árnason,
héraðslækni í Grímsneshéraöi,
segja: „Ef Páll á Hjálmsstöðum
sendir mér skriflega sjúkdómslýs-
ingu sé ég venjulega undir eins hvaö
gengur aö sjúklingnum. Ég hef aldrei
fengiö skilmerkilegri sjúkdómslýs-
ingu frá nokkrum manni.“
Þessi ummæli voru sögð af mikilli
aödáun og ég heyröi þau það oft aö
ég held ég muni þau orðrétt. Þá
vaknaði hjá mér löngun til að sjá
þennan greinda bónda úr Laugar-
dalnum. Sú ósk rættist brátt.
Hjálmsstaðaheimilið var fjölmennt,
eins og mörg sveitaheimili í þá tíö,
og Páll kom til okkar í lækniserind-
um. Segja má því aö ekki hafi komiö
til af góöu aö ég fékk aö sjá hann.
Alvarlegasta erindið átti hann við
fööur minn síðsumars 1914 er
Þórdís, fyrri kona hans, veiktist
fyrirvaralaust af heilablæðingu. Þá
tjáöi ekki að senda skriflega sjúk-
dómslýsingu heldur kom Páll sjálfur
um hánótt aö sækja lækni. Sú för
varö árangurslaus, því aö Þórdís lést
áöur en læknir kom til. Þá var
harmur í húsi hjá Páli er hann stóð
uppi með heimili sitt fullt af móöur-
lausum börnum.
Ég leit þennan svipmikla bónda
lengi vel forvitnum barnsaugum og
án þess að eiga oröastaö viö hann.
Þar kom þó aö fundum okkar bar
rækilega saman. Ég var þá aö fylgja
kunningja mínum frá Skálholti áleiö-
is til Reykjavíkur og kom á leið-
inni við á Hjálmsstöðum. Þetta var
snemma á stúdentsárum mínum.
Oröiö var áliðiö dags. Páll mátti ekki
annað heyra en aö ég gisti hjá sér.
Þá ég þaö, enda haföi ég farið
nokkuð geyst og hestar mínir voru
orönir þreyttir.
Mér fannst sem mér heföi veriö
boöiö til veislu hjá oddvita Laugar-
dalshrepps og konu hans, svo frá-
bær var gestrisnin. Um kvöldiö sýndi
Páll mér helstu kennileiti hins fagra
umhverfis Hjálmsstaða. Að því loknu
gengum viö til stofu og tókum að
ræöa um bókmenntir, einkum
kveðskap. Ég fræddist um sitthvaö
skemmtilegt þessa björtu sumarnótt.
Skáldbóndinn var hinn mikli veitandi
í umræðum okkar en ég, óráöinn
unglingurinn, þiggjandinn.
Brátt barst taliö að kveðskap Páls
sjálfs. Hann lét lítiö yfir honum, en lét
mig samt heyra nokkrar lausavísur
eftir sig. Af þeim man ég best eftir
hringhendunni um Apal, uppáhalds-
reiöhest Páls. Hún er svona:
Séö hef ég Apal fáka fremst
frísa, gapa, iöa.
Ef að skapið í hann kemst
er sem hrapi skriða.
Um Apal og fleiri hesta Páls má
lesa snjallar lýsingar á bls. 168—75 í
Minningaþáttum, þar sem birt eru
sýni af kveðskap Páls um hesta.
Þeim þætti lýkur meö þessum orö-
um: „Og nú á ég engan hest. Á
aðeins eftir aö ráöstafa hnakknum
mínum.“
Ég hitti Pál í síöasta sinn á
Árnesingamóti á Hótel Borg áriö
1950. Hann haföi verið boöinn þang-
aö sem heiöursgestur. Páll vék sér
þá aö mér og kvaöst vera í vanda
staddur. Hann sagðist veröa aö
halda hér ræðu í þakklætisskyni fyrir
Ástin lengir lífið
Framhald af bls. í^l
óvenjulegu. Ef roskin kona veröur
ástfangin af sér miklu yngri manni,
þykir hún vandræöamanneskja.
Hiö 87 ára gamla kyntákn Holly-
woods, Mae West, hefur aldrei haft
áhyggjur af þessu. Kjörorö hennar
er: „Nóg af fersku lofti, hraustum
elskhugum og snyrtivörum." Hún
hefur sagt: „Eg hef haft vald yfir
karlmönnum og varö að frelsistákni
konunnar. Ég vildi sýna, aö þaö er
hægt að lifa kynlífi meö beztu lyst án
sektartilfinningar."
Christoph Hufeland myndi snúa
sér viö í gröf sinni, mætti hann heyra
kjörorð Maes. Hann var líflæknir
skáldjöfursins Goethe, og það var
álit hans, aö óhófleg iökun kynlífs
væri stórskaöleg, og þeir, sem gæfu
sig aö slíku svalli, ættu á hættu aö
tærast upp fyrir aldur fram. Um þetta
efni fjallaöi hann í furðulegri ritgerö,
sem kom út 1796 og nefndist
„Makrobiotik eöa listin aö lengja
mannsævina". Fullyrti hann þar, aö
enginn annar orkumissir lamaði jafn-
varanlega lífsþróttinn og sóun kyn-
orkunnar. En sjálfur Goethe lét þessi
varnaðarorð sem vind um eyrun
þjóta, og þegar hann var 73ja ára
gamall, varö hann ástfanginn í
síöasta sinn og þá svo um munaði.
Ást hans til hinnar 17 ára gömlu
Ulrike von Levetzow fyllti hann
slíkum andlegum þrótti, aö hann orti
Ijóöaflokk, sem (jykir meðal mestu
dýrgripa þýzkrar Ijóðlistar: „Marien-
bader Elegien".
Sálfræöingurinn Jens Corssen frá
Munchen segir: „Hvort þaö verður
ástríöufull ást eöa blíöa, andleg ást
eöa líkamleg, verður hver og ein
roskin manneskja aö reyna aö ráöa
sjálf.“ En hann varar eindregiö viö
því, aö fólk taki miö af kynorku
æskuáranna. Því aö slíkt getur
hæglega valdiö alveg sams konar
taugaspennu og ótta og kvíða, sem
oft veldur alvarlegum truflunum í
kynlífi ungs fólks.
En einangrun og einsemd roskins
og gamals fólks er mikið vandamál,
og þaö er ekki auðvelt að komast í
samband viö umheiminn og eignast
nýja vini eftir vissan aldur. Unga
fólkiö hefur næg tækifæri til aö
kynnast, en oftast er þaö, sem gert
er fyrir eldri kynslóöirnar, meira og
minna miðað viö að gefa fólkinu
tækifæri til aö hitta gamla kunningja.
En í Ameríku hafa þeir fariö inn á
þann heiður sem veriö væri aö
auðsýna sér og kvaöst vera meö
ræöuna á blöðum. „En ég er orðinn
svo sjóndapur aö ég treysti mér ekki
til aö lesa hana og ætla aö biöja þig
aö gera þaö fyrir mig,“ bætti hann
viö.
Mér kom þessi beiðni skáldsins á
óvart, en vitanlega kom ekki annað
til mála en reyna að veröa viö henni
enda harla lítil hugnun fyrir nætur-
greiðann á Hjálmsstööum foröum.
HÉR FER á eftir lausleg flokkun Hilmars
Pálssonar á kveðskap Páls í Kvæðasafni:
9 ferðakvæði, 19 kvæði til barna, barna-
barna og annarra náinna vina, 77 kvæði til
kunningja, 3 erfiljóð, 44 Ijóðabréf, 41
formannavísa, 22 kvæði og vísur um hesta,
7 rímur og rímnabrot, 2 þulur, 28 náttúru-
og árstíðakvæði, 82 stökur og lausavísur.
Loks fáein kvæöi utan þessara flokka.
nýjar brautir. Þar hafa veriö stofnuö
„þorp eftirlaunafólks", til dæmis
Sunset City í Arizona. Þar er hiö
glaðsinna gamla fólk alveg út af fyrir
sig, svo að unga fólkiö væri þar
utanveltu. Árangurinn af þessum
tilraunum hefur veriö hinn merkasti.
Á þessu ári hafa sex nýástfangin pör
gengið í hjónaband, og elzti brúö-
guminn var níutíu og þriggja ára
gamall.
— SvÁ — úr „Bunte“
Gunnar Sverrisson
VINALEYSI
Að sótti efi
og einsemd,
einn var á gangi
í blíðu,
leita aö vini
með vinsemd
engum sem vekur
ástríðu, —
einn sannan, því miður
finn hvergi
því fortíð
svo leikandi þáttum, stundum
af bikar þeim bergi
voldugi sláttur.
Ei mig yfir því ergi,
því einsemd,
einn sterkur þáttur,
misjafn er
mannlegur máttur,
en kannski finnst
vinurinn hvergi
aö sinni, svo ætlar
að bíða,
en vonin
er mannlegur háttur,
engin ástríóa.
©