Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1980, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1980, Blaðsíða 2
Um Julius Nyerere forseta og einvald * i Tanzaníu BONBJARGAMAÐURINN MIKLI Enginn annar Afríkumaður fær jafngóðar undírtektir og jafnmikla þróunaraðstoð í Evrópu og Julius Nyerere, sem frá árinu 1961 hefur verið forseti og einvaldur Tanzaníu. Hann er vel menntaður og mælskur stjórn- málamaður haldinn miskunnarlausri drottnunargirni og kann vel að beita kænskubrögðum. En framar öllu er hann „afburða bónbjargarmaður“, eins og háttsettur embættismaður hjá Sameinuðu þjóöunum kallaði hann eitt sinn. Á hverju ári tekur hann viö um það bil hálfum milljarði dollara sem þróunarað- stoð, aöallega frá vestrænum ríkjum, og lætur erlend ríki greiöa um helminginn af ríkisútgjöldunum. Án þessarar auð- magnsaðstoöar væri hann fyrir löngu gjaldþrota. Hiö merkilega er, að Tanzanía Nyereres á yfirleitt ekki skilið svo mikla hjálp miöaö viö gildandi mælikvarða. Það eru margar ástæöur til þess, aö þróunaraðstoö er veitt, en þær eru nær engar fyrir hendi, hvað Tanzaníu varöar. Hefur landiö til dæmis hráefni, sem eru iönríkjunum bráönauðsynleg? Yfirleitt engin. Er landfræöileg lega landsins mikilvæg frá hernaöarlegu siónarmiöi? Heldur ekki. Er hér um aó ræða raun- verulegt þróunarland, sem er vel stjórnaö og þar sem hjálpin kemur í góðar þarfir? bað þarf ekki aö ræða þaö. En er ef til vill Tanzanía sérlega vinveitt vestrænum ríkjum? Þvert á móti, Nyerere hefur ekki fariö dult með þá skoöun sína, aö Afríku stafi ógn af Vesturlöndum, en ekki af Sovétríkjunum eöa Kúbu. í öllum meiri- háttar deilum og árekstrum hefur hann tekiö málstað Moskvu og nægir aö benda á Angola og Eþíópíu. Nyerere er frábær sláttumaöur einnig að því leyti, að hann sýnir ekki vott af þakklæti og lætur líta svo út sem hann þurfi eiginlega ekki aöstoðina, heldur sé það af vinsemd sem hann taki við hinum vestrænu peningum. En af hverju er þá Tanzanía meöal fátækustu landa heims þrátt fyrir hið óhemjumikla fé, sem það fær sem þróunaraðstoð? Svariö er Nyer- ere sjálfur. Hann er glöggt dæmi um það, aö sósíalismi geti ekki einu sinni á 20 árum breytt landi til hins betra. Eftir síðari heimsstyrjöldina var Tanz- anía meöal þeirra landsvæöa, sem voru aflögufær, hvaö helztu fæöutegundir snerti. En eftir að landiö varð sjálfstætt, varö þaö meöal hinna fátækustu í Afríku. Það varð sjálfstætt áriö 1961, og síöan þá hefur þar ekkert gerzt, sem Nyerere ber ekki ábyrgð á. Áöur en Englendingar héldu burt, gortaði hann af því, aö framfarirnar í landinu yrðu örari næstu tíu árin en þær heföu veriö þau 40 ár, sem það heföi lotið nýlendustjórn. Reyndin hefur oröiö sú, aö matvælaframleiðslan hefur minnkaö, og matvælasendingar frá vestrænum ríkjum hafa bjargað tugþús- undum frá hungursneyö. Þrátt fyrir fjár- magnsaustur í landið hefur því farið aftur en ekki fram. Nyerere kvartar stöðugt yfir kúgun hinna svörtu í Suður-Afríku, og hann er eindreginn andstæöingur stjórnar Muzor- eva í Simbabwe-Ródesíu. Það mætti því ætla, að í þessum efnum væri ástandiö hið ákjósanlegasta í Tanzaníu. Það er ööru nær. Þaö er hiö versta jafnvel eftir afrískum mælikvaröa. Hinn sami Nyerere, sem fordæmir Simbabwe-Ródesíu, þar sem margir stjórnmálaflokkar starfa, hefur fyrir löngu bannaö alla flokka nema einn í landi sínu — sinn eigin flokk. Andstæðingum sínum innanlands hefur hann varpað í fangelsi. Amnesty Interna- tional hefur skýrt frá því, aö iög í Tanzaníu heimili ótakmarkaöar handtök- ur án dóms, og fangarnir hljóti „augljós- lega illa meöferö". Hafnir Tanzaníu hafa oröiö að umferm- ingarstööum fyrir vopnasendingar frá austrænum ríkjum til ýmissa staöa í suöurhluta Afríku. Mjög öflugur vígbún- aöur hefur átt sér stað í Tanzaníu. Hersveitir þaöan hafa ekki aðeins veriö sendar til Uganda, heldur og til Mozam- bique, þar sem þær aðstoöa viö aö bæla niöur andstööuna við stjórn kommúnista. Nyerere styöur vinstrisinnaðar uppreisn- arhreyfingar í þeim löndum Afríku, sem eru hliðholl Vesturlöndum, Kenya, Zaire, Swazilandi og Malawi. Á Vesturlöndum er Nyerere viöur- kenndur sem talsmaöur hinna svokölluöu „landamæraríkja", þó aö Tanzaníu eigi engin landamæri að Simbabwe-Ródesíu. Landið er í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá bardagasvæðunum. Er Nyerere haldlnn stórmennskubrjál- æöi? Fyrir nokkrum árum sögöu erlendir sendimenn í Dar es-Salaam frá því, að Nyerere væri haldinn hringhugasýki (manio depressiva) og heföi orðið aö gangast undir raflosts meðferð. Það er hart fyrir hann að þurfa aö vera haldið uppi af löndum, sem hann hatar. Hann hefur aldrei sagt neitt gott um þróunar- aöstoöina frá Vesturlöndum, en hann tekur á móti henni. Nyerere hafði þaö að markmiði í upphafi aö gera Tanzaníu óháöa útlöndum, en er nú algerlega háður útlendum gjöfum. ÖKU- FERÐ UM NÓTT Mark ók aldrei hraðar en á 80. Hann var aftastur í litlu bílaröðinni frá ferjunni. Hann kærði sig ekki um að aka hratt. Ekki lengur. I fjarska sá hann rauð afturljósin á hinum bílnum hverfa í rigningarsuddan. Mark missti ekki vald á bílnum, þegar sprakk samtímis á báðum framhjólunum. Bíllinn kastaðist til, en honum tókst aö halda honum á veginum. Hann var góður bílstjóri. Hann ók varlega út í vegarkant- inn, lækkaði Ijósin, náði í litla vasaljósið, sem var alltaf í hanska- hólfinu, og fór út til að athuga framhjólin. Það var sprungiö á báðum. Ef það heföi aðeins verið sprungið á ööru, hefði hann getað bjargað þessu með varadekkinu. En nú voru þau tvö. Þetta var aðstaða, sem Mark hafði aldrei búist viö aö lenda í. Hann bölvaði sjálfum sér, eins og við var aö búast, og leit til beggja hliða. Enga bíla var að sjá. Næsta ferja kæmi í fyrsta lagi eftir þrjá klukkutíma. Hann lagði við hlustirnar, en heyrði aðeins í vind- inum og regninu, en síðan einnig mjög dauft vélarhljóð. Hljóðið hvorki nálgaðist né fjarlægðist. Mark gekk á hljóðið. Þegar hann hafði gengið hundrað metra, kom hann auga á bílinn. Tveggja dyra fólksbíll svipaöur bílnum hans. Hann stóö kyrr út á vegarkantin- um meö Ijósin slökkt og gekk í hægagangi. Ástfangin skötuhjú! Hann nálgaöist varfærnislega. Þetta voru ekki ástfangin skötuhjú. Þetta var maður. Maður- inn sat viö stýriö og reykti sígarettu. Hann sneri sér að Mark. Mark þekkti hann aftur fyrir sama manninn, sem setiö hafði meö kaffibolla í einu horni veitingasalar- ins á ferjunni. Alveg eins og Mark, — Ó, afsakið, sagði Mark, — en . . . — Ég sá þig, sagöi maöurinn, — ég sá þig og mér datt í hug að ef til vill mundi springa hjá þér! — Það gerði þaö líka! Svei mér þá ef það gerði það ekki! Á báðum að framan. — Ég er með eitt varadekk, sagði Mark, — ef ég gæti kannski fengið þitt lánað! Bíllinn þinn er svipaöur bílnum mínum! — Já, sagði maöurinn. — Ég er því miður ekki með neitt vara- dekk! Trúir þú á Guð? — Guð? — Já, eða hvaöa nafni sem þú vilt nefna það! Forsjón, undur, kraftaverk, örlög, hvað sem er! — Ég skil ekki alveg, byrjaöi Mark, — ég skil ekki alveg, hvað það kemur má. . . — Nei, nei, sagði maðurinn, — ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.