Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1980, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1980, Blaðsíða 9
ÖFUM HUGLEITT A AFTUR UTAN Lesbók: „Finnst þér yfirleitt of lítill agi hjá okkur?“ Sieglinde: „Já, hann er of lítill. En þegar ég minnist á þaö, er bara sagt: Já, en þú ert nú Þjóðverji. En agavandamálin eru víðar en í söng. Mér finnst líka skrýtið, að íslenzkir kollegar mínir virðast ekki hafa nokkurn áhuga á hljóðfæratón- list. Á tónleikum Sinfóníunnar sér maður varla nokkurn söngvara. Hvar er tónlist- aráhuginn? Meira aö segja nemendur Söngskólans sjást þar ekki.“ Sigurður: „Hér er fjöldi fólks í hinum ýmsu kórum, Pólýfónkórnum, Söngsveit- inni, Fílharmoníu, Fóstbræðrum og Karla- kór Reykjavíkur, — fyrir utan alla kirkju- kórana. Þetta kórfólk virðist nú ekki hafa meiri áhuga á hljóðfæratónlist en svo, að það sést yfirleitt ekki á Sinfóníutónleik- um. Allir tónlistarskólar eru yfirfullir eftir því sem ég veit bezt og ekki veit ég hversu margir kórar kunna að vera þar. Svo kemur maður eins og Hermann Prey og það er ekki fullt hús.“ Lesbók: „Er það ekki rétt, að í þessum þúsund manna hópi, sem venjulega er á tónleikum Sinfóníunnar, séu sárafáir úr hópi listamanna?" Sigurður: „Jú, mér skilst að einn rithöfundur sé þar oft, en aðrir úr hópi þekktari rithöfunda og skálda sjást þar alls ekki. Úr röðum myndlistarmanna koma kannski einn eða tveir og yfirleitt enginn leikari." Lesbók: „Háskólabíó er nú frekar ömurleg umgjörð um flutning Sinfóní- unnar á ýmsum dýrindis verkum tón- bókmenntanna. Væri ekki hægt að hafa húskofann ögn skár útlítandi; að vegg- irnir væru einstaka sinnum þvegnir og að áheyrandinn hafi ekki á tilfinning- unni að hann sitji í pakkhúsi. Þar að auki hriplegur húsið, þegar þannig viðrar og hlýtur það að vera mjög truflandi, bæði fyrir áheyrendur og flytjendur. Er ekki nokkur leið að láta húsið halda vatni?“ Sigurður: „Nei, það er víst ekki hægt. Hér er hægt aö byggja geysistór íþrótta- hús og félagsheimilin eru út um allt og ekkert nema gott um þaö að segja. Aftur á móti eru engir peningar til í sæmilegt tónlistarhús. Það er ekki einu sinni til umræðu að reyna að byggja eitt slíkt hús og þykir fremur vanta hér á höfuðborg- arsvæöið annað leikhús, sem verður í rauninni annað Þjóðleikhús. Það er rétt sem þú segir um Háskólabíó; það hefur drabbast niður, en verstur er lekinn. Hvaö heldurðu svo að Sinfónían þurfi að borga húsinu fyrir eina tónleika?" Lesbók: „Háskólabíó er á vegum Háskólans; það er opinber stofnun og opinberar stofnanir hljóta að styðja hver aðra. Tekur bíóið meira en 300 þúsund fyrir tónleika?" Siguröur: „Þú trúir því kannski ekki, en bíóið tekur 859 þúsund fyrir hverja tónleika og samt fær maður þau svör, að ekki séu til peningar í endurbætur og sjálfsagt viðhald." Lesbók: „Hver er staða framkvæmda- stjórans gagnvart stjórn hljómsveitar- innar?“ Sigurður: „Hún er of veik. Ég tel tvímælalaust að framkvæmdastjórinn ætti að ráða meiru og standa eða falla með starfi sínu. Mergurinn málsins er sá, að skipstjórarnir á skútunni a tarna eru of margir og þaö hefur aldrei reynst vel. Ég vildi sannarlega að þetta yrði tekiö til alvarlegrar athugunar við væn^Jégg lagasetningu um Símóniuna. Til saman- uúröar'Tná geta þess, að þrátt fyrir Þjóðleikhúsráð virðist Þjóðleikhússtjór- inn einráður. Lesbók: „Er erfiðleikum bundið að fá hingað góða hljómsveitarstjóra og ein- leikara?“ Siguröur: „Þaö er út af fyrir sig ekki svo erfitt, séu þeir pantaðir nægilega langt fram í tímann. Til dæmis erum við næstum búin að fylla prógrammiö fyrir veturinn 1980—81 og farin að gera ráðstafanir fyrir veturinn 81—82. Þetta rekst aftur á móti á hérlenda venju að gera fjárhagsáætlanir mjög skammt fram Sigurður, Guðfinna, Daníel og Sieglinde. Á heimilinu er ýmist tölúö þýzka eða íslenzka, enda allir jafnvígir á bæöi málin. Að spila kanasta er eftirlntis tómstundaiðja, þegar allir eru heima — og hér vill kisa líka taka þátt í spilámennskunni. Sigurður og Sinfónían. „Ekki svo erfitt að fá góða einleikara og stjórnendur, sé samið nógu langt fram í tímann, en kerfiskallarnir hér eiga erfitt með að skilja nauðsyn þess“. er að drepa tímann með lestri. Hér verða þessi samskipti persónulegri, en því fylgir að einhver verður að eyða drjúgum slurk af tíma sínum til þeirra samskipta og það er í mínum verkahring. En ég mundi gjarnan vilja kenna og syngja svolítiö ásamt með svona starfi." Sieglinde: „Hjá mér fara um 14 tímará viku í kennslu. Þar að auki kenni ég tvo tíma á viku í óperudeild Söngskólans." Lesbók: „Er ekki söngkennji- preyt- andi til 'er.gSir'r Sieglinde: „Jú mjög svo. En samt finnst mér gaman að kenna, enda hef ég góða nemendur, sem vinna vel.“ Lesbók: „Ertu ströng?" Sieglinde: ,Já, ég er ströng og geri miklar kröfur.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.