Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1980, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1980, Blaðsíða 14
Okuferð um nótt Frh. af ols 3. mér út! sagöi Mark, um leiö og hann íhugaöi hvernig hann gæti náöi í bíllykilinn. — Því miöur, sagöi maöurinn vingjarnlega. — Þú skalt ekki reyna að taka lykihnn. Nú svo þú last ekki um slysið! Þetta var hræðilegt slys! Gegnum autt svæöi fyrír aust- an Slagelse í átt aö skógi. Hraða- mælirinn sýndi núna 150. Maöurinn keyröi á miöjum veginum. Mark herti sig aftur upp: — Ef þaö eru peningarnir mínir sem þú sækist eftir, þá er ég bara meö 300 krónur á mér. Þær getur þú fengið. Maöurinn hló lágt: — Nei takk! — Já en hvaö er þaö sem þú vilt? sagöi Mark. Hann var skræk- róma og röddin titraöi eilítið. Hann hugsaöi meö sér, aö hann yröi aö hafa vald á röddinni. — Ó, já, sagöi maðurinn og hristi höfuöið. — Þau eru hræöileg öll þessi slys! Þaö er af því fólk ekur allt of hratt! Þaö er næstum á hverjum degi, sem veröa slys, af því fólk keyrir allt of hratt! Er þaö ekki rétt? Mark fékk vald yfir röddinni: — Jú, sagöi hann, — þaö er vegna þess aö fólk ekur of hratt! — Þér finnst ekki aö vid — Nei, sagöi Mark, — ég er ekki kynferðilsega afbrigðilegur! — Þaö var sem ég hélt! Þú ert heiöarlegur maöur, ekki kynferðis- lega afbrigðilegur! Hvorki kynvilling- ur, masokisti, sadisti né neitt af því taginu! — Nei! sagöi Mark. Hann hélt áfram rólegri röddu: — Ég krefst þess skilyröislaust aö þú hleypir mér út úr bílnum! Maöurinn hló lágt: — Þú ert ágætur! sagði hann, — alveg ágætur. Eitthvað þessu líkt heföi mér sjálfum dottið í hug aö segja! Þaö er sem ég segi, þú ert heiðarlegur maöur! Mark reyndi aö henda sér fram til aö ná í lykilinn. Samtímis beygöi maöurinn harkalega til hliðar. Bíllinn hentist í löngum boga út í vegar- kantinn, yfir vegarútskot og rakst á sex eöa sjö staura meöfram veginum, áöur en manninum tókst aö ná stjórn á honum aftur. Mark haföi fallið niöur á gólf bílsins og reisti sig nú svolítið skrámaöur upp aftur. — Reyndu þetta ekki aftur, sagöi maöurinn vingjarnlega, — viö eigum á hættu aö ienda í bílslysi. Gegnum Sórey meðfram sjón- um, aftur stöövunarmerki, í þetta skipti gult. Mark sat í miöju aftur- sætinu og studdi sig meö báöum höndum til hliðanna. — Hefurður stolið bílnum? sagöihann. — Stoliö! Maöurinn hló, — nei, þetta er alveg áreiöanlega minn bíll. Ágætur bíll, finnst þér ekki? Ég er nefnilega ágætis náungi eins og þú! Kona og börn! Berðu konuna þína? — Nei, þaö veit Guö! — Þaö hélt ég líka! En þú hefur haldiö fram hjá henni! - Ég . . . Gegnum skóginn. Hraðinn var núna 155. Maöurinn sló meö hend- inni í stýriö. — Segöu nú sannleikann! — Tja, sagöi Mark. — í Kolding, ekki satt í Kold- ing! Með þeirri sem þú hittir á veitingahúsinu! Maöurinn hennar var ekki heima! — Ó, sagöi Mark, — ertu maöurinn hennar! Maöurinn hló. — Nei, nei, sagöi hann, — alls ekki! Fjenneslev. Landslagiö fram- undan var dimmt og drungalegt. Niöri til vinstri var Ijós í garðinu. Regnið steyptist niöur. Harðatak- mörkun. Þeir fóru framúr nokkr- um bílum. Ef þetta væri nú lögregl- an. — Þaö er þaö ekki! sagöi maðurinn. Langur og beinn vegarkafli í áttina aö Ringsted. Hraöinn var núna næstum 160. — Lítilsháttar framhjáhald, sagöi maöurinn, — bara pínulítiö. Bara eins og hjá öörum mönnum í okkar stétt, er þaö ekki? Myndar- legur hópur. Heiöarleg börn, snyrtileg hús, snotrir bílar. Börnin okkar veröa ennþá heiðarlegri en við. Samstundis og ég sá þig á ferjunni hugsaöi ég meö mér, aö þú værir heiöarlegur maður. Þér myndi ekki detta í hug aö nauðga, stela, myröa, eöa kviörista neinn. Þú gæri ekki dæmt nokkurn mann til dauða, hugsaöi ég meö mér. Þú kemur aldrei aftan aö neinum. í hæsta máta smávegis framhjáhald, smávegis fiöringur í buxunum. Þú sast eitthvaö svo prúöur meö kaffibollann þinn og eina brauðsneiö meö lifrarkæfu og aöra meö osti og skarst sneiöarnar í snyrtilega bita og stakkst þeim upp í munninn og tuggöir meö snotrum tönnunum þínum og kyngdir meö sætu munnvatninu þínu og meltir meö góöu meltingunni þinni. Og ég hugsaði meö mér; hann verð ég aö hitta! Þetta er einmitt mín mann- gerö! Þá getum viö sagt frá reynslu hvor annars, hugsaöi ég meö mér, um konur okkar og börn og hús og hunda og garöa og framhjáhöld og bíla og skoðanir og líf og dauöa og trú á réttvísi og eilífar framfarir. Ringsted. Löng beygja og framhjá kirkjunni, yfir torgiö og til vinstri. Ný hraðatakmörkun. Niöur löngu brekkuna aö vegamótunum, brunandi til hægri í langri beygju út í vegarkantinn. Maöurinn jók hraöann á ný. 160 kílómetra hraöi. — Viö tölum eins og aörir vilja aö viö tölum, er þaö ekki rétt? Mark þagði. — Er þaö ekki rétt? endurtók hann. Viö erum svo prúöir, aö viö mótmælum ekki því sem aörir segja. Hefur þú ekki alla tíö sagt þaö em aörir vilja aö þú segir? — Ég . . . ég . . . byrjaöi Mark. Rödd mannsins var hvöss. — Nú, hefur þú ekki alltaf gert þaö? — Juú, sagöi Mark, — jú, þaö hef ég gert! — Þarna séröu, sagöi hinn, — þú veröur aö gera þaö! Viö beygj- um okkur fyrir augljósum rökum! — Hann sló annarri hendinni á stýriö og hélt áfram: — Og í þessu tilfelli er þaö ég, sem færi fram augljós rök! Þaö er alltaf einhver, sem hefur þau, ertu ekki sammála? — Jú, sagöi Mark taugaóstyrk- ur, — jú, jú, jú! — Þaö er alltaf einhver, sem getur meö augljósum röksemdum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.