Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1980, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1980, Blaðsíða 15
ÁSTRIKUR OG GULLSIGÐIN Eftir Goscinny og Uderzo. Birt i samráði við Fjölvaútgáfuna sagt okkur hvaö viö eigum aö gera! Síöan framkvæmum viö hlutina á þennan snyrtilega hátt! Kviörist- um einhvern, snuðum einhvern, nauögum einhverri, afvegaleiöum einhvern, kyrkjum einhvern, drottn- um yfir einhverjum! En viö gerum þaö á okkar snyrtilega hátt af því að þannig eigum við aö gera þaö! Hann lækkaði röddina: — Og af því aö okkur geöjast aö því, er þaö ekki? Mark þagði. Lítilsháttar skógur á ný. Danmörk er öll skógi vaxin, hugsaði Mark meö sér. Alls staöar skógur og vötn og búgaröar og þjóövegir og fólk. Alls staöar hús með hjónum og börnum. Fullt af fólki, sem bjó saman, sem fór í vinnu, sem kom heim á kvöldin, sem horfði á sjónvarp, sem ók í bíl, sem lifði. — í Danmörku er allt fullt af heiöarlegu fólki! sagöi maöurinn, er ekki svo. — Jú, sagöi Mark hlýðinn. — í Skandinavíu er fullt af heiöarlegu fólki, í Evrópu, Asíu, Ameríku, alls staöar á jöröinni er full af heiðarlegu fólki! Osted, hraöatakmörkun. Engir bílar voru sjáanlegir, ekkert Ijós í gluggunum, aöeins vegurinn fyrir framan bílinn og skuggi mannsins. Regnið var eins og þoka fyrir framan bílljósin. — Alls staðar er heiöarlegt fólk, sem kviöristir hvert annaö, kastar sprengjum í höfuðið hvert á ööru, sem hengir hvert annaö, setur hvert annað í fangelsi, sveltir hvert annaö í hel, nauögar hvert ööru, drepur hvert annaö í bílslysum! Sagöi ég þér frá bílslys- inu viö Hróarskeldu? Bíllinn var tættur í sundur í kringum tré nokkurt. Stórt traust tré. Þeir voru einir á veginum. Engir bílar, engir strætisvagnar. Þeir óku í eyöilegum göngum. Hraðinn var núna 170. — Góöur bíll þetta! sagöi maðurinn og danglaöi hendinni nokkrum sinnum í stýrið, — mjög nytsamur. Útblásturinn frá bílnum myndði þoku á eftir þeim. Maöurinn dró sígarettu upp úr vasanum og kveikti í henni meö kveikjaranum. — Viö ökum eiginlega of hratt! sagöi hann, — finnst þér ekki aö viö ökum of hratt? — Jú, sagöi Mark. — Mig furöar á því, hvaö fólk ekur hratt, sagöi maðurinn, — mig furðar á því hvaö allt heiðarlegt fólk ekur hratt! Þegar á allt er litiö finnst mér einkennilegt, hvaö öllu heiö- arlegu fólki hættir til aö drepa hvert annað! Furðar þig ekki á því? — Jú, sagöi Mark, — mig furðar einnig á því! — Þú ert heiðarlegur náungi. En þaö er samt sem áöur undar- legt, hvaö allt heiöarlegt fólk hefur tilhneigingu til að drepa hvert annað. í nafni heiðarleikans. — Þú ert geðveikur! hrópaði Mark skyndilega, — geöveikur! Maöurinn hló lágt og sagöi: — Stórt og heiðarlegt sjálfs- morö! Þaö var reyndar hérna, sem þaö átti sér staö . . . þarna viö tréö! Hann benti hirðuleysislega á stóra tréö, sem stóö niöri á enginu. Bíllinn ók í smá beygju á geysihraöa. Ók yfir gatnamótin á rauðu. Áfram til Kaupmannahafnar. Viö bensínstööina hægöi hann ferðina og ók inn á stöðina. Bensínafgreiðslumaðurinn stefndi aö bílnum. — Fylla! sagði maöurinn og steig út úr bílnum. Mark sat inni í bílnum, meö báöar hendurnar ennþá spenntar móti sætinu. — Maðurinn sagöi inn um gluggann: — Viltu ekki rétta úr fótunum? — Mark steig hlýöinn út úr bílnum. — Þaö er gott aö fá smá hreyfingu! sagöi maðurinn, sem gekk rösklega fram og aftur. Mark fylgdi á eftir, og hljóp viö fót. Maðurinn gekk hraðar og hraðar. Mark tiplaöi á eftir, aöeins fyrir aftan. — Jæja, sagöi maöurinn, — viö verðum víst aö halda áfram! — Heyrðu nú, sagöi Mark og stóð kyrr, — heyröu nú augnablik Maðurinn sneri sér við. Mark gekk hægt til hans. Hann kreppti hnefana, lyfti þeim. Maöurinn horföi brosandiá hann. — Nei! sagöi hann, — nei! Þú ert svo heiðarlegur maöur! Mark lét hendurnar síga og elti hann. Þeir settust inn í bílinn og óku af staö. Gréta Sörensen þýddi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.