Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1980, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1980, Blaðsíða 4
Doroty C. Miller Cahill BROT UR ÆVI- SÖGU HOLGERS CAHILL Kristjáns Bjarnarsonar Holger Cahill — Sveinn Kristján Bjarnarson — fæddur á Breiðabólsstað á Skógaströnd 1887. Foreldrar Holgers Cahills voru hjónin Vigdís Bjarnadóttir og Björn Jónsson, sem bæði voru af Skógarströnd á Snæfellsnesi. Er þau höfðu gengiö í hjónaband, fluttust þau til Kanada seint á 9. áratugnum og seinna til Bandaríkj- anna. Björn hlaut borgararéttindi í Pemþ- ina í Norður-Dakóta árið 1900. Þau hjónin eignuðust þrjú börn, og var Sveinn Kristján elztur þeirra. Sveini voru í barnsminni heiftarleg rifrildi, er faöir hans stofnaði til, en drengurinn tók málstað móður sinnar. Hann hafði óbeit á föður sínum. Þau höfðu haldið til Pemþina í því skyni að fá þar jarðnæði, en engin jörð reyndist fáanleg þar í dalnum. Faðir hans var drykkjumaöur, erfiður á heimili og þrætu- gjarn og tolldi illa í vinnu, og móðirin átti fullt í fangi meö að sjá sér, syni sínum og dóttur farborða. Dóttir þeirra hét Anna, en þriðja barniö dó í frumbernsku. Það var lítið um vinnu fyrir húsmóöurina í þessum smábæ, þau urðu að þola sára fátækt og höfðu naumast til hnífs og skeiðar. Móðirin var lágvaxin, fíngerð kona, góðum gáfum gædd og ekki löguð til slíkra ævikjara, en árum saman vann hún af óbilandi kjarki miskunnarlausa erfiöisvinnu fyrir óverulegu kauþi. Yfirleitt voru það átta dollarar á mánuði. Þegar Sveinn var ellefu ára gamall, yfirgaf húsfaðirinn fjölskyldu sína fyrir fullt og allt, og móðir hans, sem hafði hjúkrað manni sínum í erfiðum veikindum allan veturinn, þoldi algert niðurbrot og varð ófær til vinnu. Nágranni þeirra tók mæðgurnar að sér, þaö sem eftir var vetrar, en hafði ekki fjárhagslegt bol- magn til aö bæta drengnum á sig að auki. í öngum sínum varð konan að finna syni sínum samastað. Hún átti sér einskis úrkosta. Hún ákvað að senda hann til bráðabirgðadvalar hjá íslenzkum hjónum á bóndabæ nálægt Mountain í Noröur- Dakóta fimmtíu mílur burtu. Gerði hún þaö að ráðum vinar síns, sem mælti með þessu fólki. Það hét því að sjá honum fyrir uppeldi gegn þeirri vinnu, sem hann gæti innt af hendi á bænum, og láta hann ganga í skóla. Það olli móðurinni mikilli hugarkvöl að þurfa að skiljast við drenginn, og hann leið einnig sáran fyrir skilnaöinn. Hann dvaldi tvo vetur hjá þessu fólki og sótti þar skóla. Hann fékk góðan kennara, prýðilegan ungan laganema, sem snerist öndveröur gegn því, að hann yrði tekinn úr skóla seinni veturinn til að sinna búverkum. En hann átti illu atlæti að mæta hjá þessu smásálarlega fólki og strauk þaðan skömmu síðar. Fyrra ár hans á bænum hafði móðir hans náö sér að nokkru og kom þá að vitja sonar síns. Hún komst í kaupavinnu á bæ í nágrenninu, en að sumri loknu varð hún enn að leggja land undir fót til að leita sér að atvinnu, og þegar Sveinn strauk af bænum, vissi hann ekki, hvar móðir hans og systir væru niður komnar. Hann varð förusveinn, og tók að sér störf sem til féllu hjá bændum, en var alltaf að leita að fjölskyldu sinni. Það vildi til, að hann fékk vinnu hjá ágætismanni, sem hét Ferdinand Stark, uppgjafahermaður úr borgarastyrjöldinni, og hann vildi ættleiða drenginn. Hann mun hafa dvalizt hjá Stark í um það bil tvö ár og sótti þá skóla, en ættleiðingu vildi hann ekki þiggja. Þegar Stark hætti búskap og festi kaup á hóteli, ákvað Sveinn að leggja enn land undir fót. Enn var honum ókunnugt um dvalarstaö móður sinnar. Hann lagöi leið sína til Winnipeg, þar sem hann átti fjarskylda ættingja, og vann þar í nokkra mánuði sem þjónustusveinn í klúbbi verzlunarmanna. En ættingjarnir kærðu sig ekki um að hafa hann hjá sér og sendu hann á munaðarleysingjaheimili, og æyndist það rekið af góðgjörnum Englendingi, sem reyndist honum betur en ættingjarnir. Fyrir tilstilli þessa manns komst hann til sveitaþorps í Assiniboia, þar sem töluð var keltneska, og dvaldist hann þar í tvö ár. Hann hlaut þarna gott atlæti og fékk að ganga í skóla og las allt — Sveins bókakyns, sem hann komst höndum yfir en þar á meðal var heilmikið safn af tímaritinu Edinburgh Review. Enn á ný fór hann að leita að móður sinni og systur, kvaddi þennan staö og sneri aftur til Norður-Dakóta og þar fann hann þær loksins í vinnumennsku á stórum búgarði nálægt Edinburg. Faðir hans haföi aldrei snúið aftur til fjölskyldu sinnar, en lá þá fyrir dauðanum á sjúkrahúsi vegna heilabólgu. Sveinn gat aðeins staldraö stutt við, því að hann varð aö finna sér atvinnu hið fyrsta. Svo fór, að þetta var í síöasta sinn sem þau sáust allt fram til ársins 1947. Hann skrifaði þeim ekki fyrsta árið vegna missættis, sem orðið hafði milli þeirra við brottför hans, en tók sér ferð á hendur seinna í þeim tilgangi að hitta þær á búgarðinum hjá Edinburg. Þar frétti hann aðeins, að móöir hans hefði gifzt aftur og væru þær mæðgur nú farnar til Elfross í Saskatchewan að fást við búhokur, en höföu ekki getað látið hann vita, þar sem þær vissu ekki, hvar hann væri niðurkom- inn. Hann skrifaði þeim til Elfross, og í brefi, sem systir hans á enn, er að finna ýmsan fróðleik um það, sem á daga hans hafði drifiö, eftir að hann skildist við þær. Hann hafði unnið eitt ár hjá naulgripa- sala, séö um bókhaldiö og rekið naut. Hann rak nokkur naut fyrir mann þennan til-St. Paul í Minnesota. Þar fékk hann í fyrsta sinn vinnu á skrifstofu, en þaö var hjá Norður-Kyrrahafsjárnbrautinni. Nú keypti hann sér fyrsta alklæðnað sinn og gat sótt kvöldskóla. Bókasölumenn komu oft á skrifstofur járnbrautarfélagsins, og Sveinn sparaði saman fé til fyrstu meiri háttar kaupa sinna á bókum, ritsafni Tolstois. Hann fékk einnig vinnu á kvöldin — sem fluttist til Ameríku — kom víöa viö sögu, gerðist bæöi rithöf- undur og forustumaöur í listpólitík og átti mestan þátt í að koma fótum undir frægt safn nú- tímamyndlistar, Museum of Modern Art í New York viö að vísa til sætis í leikhúsi, og þannig gafst honum kostur á að kynnast verkum Bernards Shaw og Oscars Wilde sem og sígildri tónlist. Eftir að hann hætti störfum hjá Kyrra- hafsbrautinni, vann hann í nokkra mánuöi á málmgrýtisbátum á Vötnunum miklu. Það virðist hafa verið rétt áður, eða strax á eftir, sem hann fór til Vancouver og réðst sem kyndari á Empress of China, eitt af skipum kanadísku Kyrrahafsjárn- brautarinnar, sem sigldi til Austurlanda. Það fór til Japan og það kom við í Hong Kong, en þegar það kom til Shanghai, hvarf hann af skipinu. „Ég dvaldist þarna aðeins skamma hríö," skrifaði hann síðar. „Það er erfitt að meta, hversu margs ég varð vísari. Ég sá mjög lítið, en nóg til að vekja hjá mér geysilegan áhuga." Hann fór fljótt burtu vegna ótta við kóleru og aðrar pestir og tók annað skip til Vancouver. Þessi „geysilegi áhugi" varð til þess, að hann las síðar feiknin öll um Kína, sögu þess, stjórnmál, hernaðarlist, trúarbrögð og heimspeki og fór einnig að læra kínversku. Tvær af bókum hans fjalla um Kína: „A Yankee Adventurer”, 1930, og „Look South to the Polar Star“, 1947. Hin fyrri fjallar um ævi Fredrick Townsend Ward og sögu Taiping — uppreisnarinn- ar, hin síöari er skáldsaga. Þegar hann var kominn aftur til Miðvestur-ríkja lagöi hann á margt gjörva hönd, reyndi að selja lífsábyrgðir, reyndi sig viö bóksölu, vann við uppþvott á hótelum. Síðan ákvaö hann að halda til New York. Hann fylgdi járnbrautarlínunni frá Cleveland til Port Jervis, þar sem mjóstu munaði að hann léti líf sitt á járnbrautarteinunum; hélt síöan áfram til Jersey City. Þar borgaði maður nokkur honum 50 sent fyrir að flytja nokkra dráttarhesta á ferju til Neðri Manhattan og síðan á annarri ferju til Brooklyn. Hann var vanur að fást við hesta og þetta tókst vel; en síðan gekk hann ha- rmþrunginn yfir Brooklyn — brú aftur til Manhattan, settist þar niður á fiskmark- aðinum og borðaði í fyrsta sinn skelfisk. Þetta var fyrir fyrri heimsstyrjöldina. Hann varð kokkur á matsölustað í Neðri Manhattan og afgreiddi skyndirétti aö næturlagi. Milli tvö og fjögur á nóttunni, þegar fátt var um viöskiptavini, las hann kennslubækur í bakherbergi. Hann tók þátt í tveimur námskeiöum við háskólann í New York, annað var fyrir rithöfunda, hitt fyrir blaðamenn. í háskólanum kynnt- ist hann Mike Gold, sem þá var aö verða fréttamaður og síðan varö ritstjóri tveggja lítilla vikublaða í Westchester County í New York, Bronxville Review og Scarsdale Inquirer og bauö hann Sveini starf. Þegar hann hafði unnið í nokkra mánuði hjá þessum blöðum, varð Sveinn blaðamaöur hjá dagblaðinu Mt. Vernon

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.