Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1980, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1980, Blaðsíða 2
Verður gamla Reykjavík endur reist á eiðinu i Viðey? ? Hugmynd Trausta Valssonar arkitekts umað reisa Reykjavík ársins 1801 sem sumarhúsabyggö vegna 200 ára afmælis borgarinnar 1986 Reykjavík miöar afmæli sitt við fengin kaupstaöarréttindi 18. ágúst 1786. Eftir 6 ár eða 1986 á borgin stórafmæli, er hún veröur 200 ára. Fyrri afmæla borgarinnar hefur veriö minnzt á glæsilegan hátt, t.d. 150 ára 1936 og 175 ára 1967 meö umfangsmikl- um sýningum, útiskemmtunum, og fleiru. Fijótlega hlýtur aö koma aö því aö borgaryfirvöld ákvaröi hvernig minnzt veröur 200 ára afmælisins því slíkt þarfnast jafnan nokkurrar umræöu og aödraganda. Skemmtilegt væri ef hér gæti oröiö um eitthvert varanlegt framlag aö ræöa sem opnaöi framtíöinni mögu- leika á gleggri skiiningi á sögulegum efnum borgarinnar. í eftirfarandi grein er sett fram hug- mynd um slíkt átak en hún er ístuttu máli sú, ao endurreisa Reykjavík ársins 1801 á eiöinu í Viöey. Líkindi eru til aö þetta yröi framkvæmanlegt meö aö úthluta „gömlu lóðunum" upp á nýtt og gefa fólki færi á aö reisa sér þar sumarhús eftir útlits- teikningum gömlu húsanna. Gæti þaö oröiö næsta forvitnilegt fyrir borgarbúa og gesti borgarinnar aö sjá þetta gamla þorp í nánast upprunalegu umhverfi. Ometanlegir möguleikar á kvikmyndun á sögulegu efni yröu í þessu þorpi eins og vikiö verour ao nánar. Byggingaminjar Flestar borgir reyna aö varöveita aö einhverju leyti andrúmsloft sögu sinnar meö varöveizlu byggingalegra minja. Þetta nær þó tæpast tilgangi sínum nema þar sem hægt er aö varöveita sæmilega heilleg svæöi. Slík gömul svæöi eöa bæjarhlutar í borgum erlendis hafa notið mikillar hylli. Má í þessu sambandi minna á Gamla stan í Stokkhólmi þar sem bílar hafa ekki aögang og verzlanir eru hafoar í upprunalegum stíl til aö draga fram hiö gamla og skemmtilega andrúmsloft. í Reykjavík eru engin slík heilleg svæöi til eldri en laust fyrir síoustu aldamót (Þingholtsstræti, Vesturgata, Grjóta- þorp). Reykjavík fyrstu 100 áranna, þ.e. frá 1750 til 1850, sér nánast ekki staö nema í gatnaskipan. Einu húsin sem standa í dag og teljast mega til þessa tímabils eru Aöalstræti 10, hús Bernhöfts bakara, Stjórnarráöshúsiö (án kvistsins) og dómkirkjan sem reyndar hefur verið hækkuö um eina hæð og breytt mikið aö öðru leyti. Þessarar vöntunar á byggingalegum minjum veröur tilfinnanlega vart þegar draga þarf fyrri tímabil fram t.d. viö gerö kvikmynda. Verður þá aö grípa til þess ráös aö reisa framhliöar gatna eöa ytri skel húsa, sem er aöeins á færi mjög fjársterkra aöila. í einu meiriháttar Reykjavíkurmyndinni til þessa: Brekku- kotsannál, varö áö reisa Brekkukotiö og „Hafnarstræti" fyrir um 50 milljónir til aö nota sem bakgrunn í kvikmyndinni en síðan var hvorutveggja rifiö. Ef Árbæjarsafni heföi verið valinn betri staður og umhverfið verið gert líkt því sem var í sjávarþorpinu Reykjavík hefði það getaö nýtzt aö nokkru til kvikmynd- unar. Safniö hefur aö vísu nokkuö veriö notaö til myndunar innanhúss en jafnvel þaö er verulegum annmörkum háö þar sem hvarvetna sjást blokkir og raf- magnslínur út um gluggana. Þáttur Viöeyjar Þegar Minjasafn Reykjavíkur var stofn- aö 1954 var Viöey til umræöu sem staður fyrir safniö, m.a. vegna þess aö þar eru tvær sögufrægar byggingar; kirkjan og Viöeyjarstofa. Þar er nálægö viö sjó og mikil náttúrufegurð. Því miður varð ein- hverra hluta vegna ekki af þessari ráöagerö, heldur var safninu valinn staö- ur uppi á túni hjá sveitabýlinu Árbæ. Síðan fyrrgreindar hugmyndir voru uppi, hafa borgaryfirvöld ekki haft neina stefnu er varöar stööu Viöeyjar og enn er allt óljóst um þau mál. Einhverju sinni þegar undirritaður var aö velta fyrir sér framtíð Viðeyjar yfir korti, kom hann auga á aö landsháttum viö eiðið í Viöey virtist svipa til uppruna- legra staöhátta á eiöinu í Reykjavík, sem nú er oftast kallaö kvosin. Viö athugun á tveimur kortum í sama mælikvaröa (endurteiknun þeirra fylgir) kom í Ijós aö þaö er meö ólíkindum, hversu allir staöhættir eru áþekkir; eiöin eru álíka löng og brelö, vatnsflötur liggur aö norðri og suðri, fyrir vestan eru hæöir báöar um 20 m og fyrir austan eru hæöir báöar um 30 m yfir sjó. Útsýni til Esjunnar er áþekkt eh nokkur ókostur er aö eiöiö í Viöey snýr austlægar viö noröur en eiöiö í Reykjavík. Af þessu skaut sú hugmynd upp kollinum aö hér væri einstæöur möguleiki til aö ná fram andblæ gömlu Reykjavíkur, en eins og bent var á hér aö framan, eru þaö ekki nema aö takmörkuöu leyti húsin sjálf, sem miölaö geta andblæ liöins tíma. í þessu sambandi eru allir þættir umhverfisins mikilvægir; garöar, grind- verk, hjallar og kofar við húsin, kyrrlát fjaran meö bátum og ööru sem tengist sjósókninni og ekki síður önnur lands- lagseinkenni; — göngustígar, lækur, strönd og holt með sínu fjölbreytilega fuglalífi og gróöurfari. Einhver kann að segja að það sé meira en að segja það aö reisa þorp með um 50 húsum, sem eiga að vera í gömlum stíl a.m.k. aö ytra útliti. Kemur þá upp sú hugmynd hvort ekki mætti reisa pessi hús sem sumarbústaði, en Viðey hefur marga kosti sem sumardvalarstaður fyrir Reykvíkinga. Stærö húsanna, — 40—60 fermetrar — er hentug fyrir sumarhús og vegna aukins áhuga á gömlum húsum er ekki ólíklegt aö nógu margir aöilar findust. Auövelt er aö ganga úr skugga um þetta atriöi meö einfaldari athugun, en meö þessari tilhögun gæti þorpiö risiö meö litlum tilkostnaöi fyrir borgina. Hér væri því fyrst og fremst um að ræða að taka frumkvæöið og stjórna aðgerðum. Að sjálfsögðu yrði þetta að gerast í góöri samvinnu viö eiganda landnæðisins en e.t.v. koma makaskipti á landi borgar- innar til greina, — en hún á land vestast og austast á eyjunni, — ef fjármunir til kaupa á svæöinu eru ekki fyrir hendi. - .

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.