Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1980, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1980, Qupperneq 2
Þættir úr ævi Geirs Zoéga þriðji hlutí Ásgeir Jakobsson skráði AFLAMENN HJÁ HELLYERS- BRÆÐRUM Halldóra og Geir Zoéga á heimili eínu víð Öldugötu. Myndin á bakveggnum er af Geir Zoéga elzta, en 26. maí voru liðin 150 ár frá fæðingu hans. Haddensstööin og Svendborg Eins og fram hefur komiö, rak Loftur Bjarnason Haddensstööina, sem viö höföum tekið á leigu 1924 en keyptum 1930, sumarið sem ég var viö Græn- land. Reyndar hét þaö nú svo, aö konan mín keypti hana hálfa á móti Lofti. Viö seldum stööina 1940 félög- unum Júpiter h.f. og Marz h.f. Ég hef áöur getið hans Lofts og hversu mikils ég mat hann. Þaö sama orö held ég aö allir semferöamenn hans beri honum, þeir sem eitthvað kynntust honum. Hann átti sér ekki marga óvildarmenn sá maöur, þótt hann hefði mikiö umleikis. Þaö var oft mikill fiskur á Haddensstööinni, stundum allt aö 100 manns í vinnu. Svendborgarstööin, sem Hellyersbræður keyptu var þó miklu stærri. Stööin var kennd viö Sigfús Sveinsson, síðar mikinn útgerö- armann á Norðfiröi. Hann haföi byrjaö rekstur í Hafnarfirði. Booklesbræöur höföu átt Svendborg og flestar bygg- ingar þar voru frá þeirra tíö þótt Hellyers yki þær nokkuö, til dæmis meö stóru fiskgeymsluhúsi. Þaö var oft mikiö líf á Svendborg- arstööinni, kannski allt aö 300 manns viö vinnu hjá okkur á þurrkdögum á sumrin, og margt unglinga. Viö létum smíöa sérstakar börur fyrir krakkana, svo þeir gætu veriö meö mæörum © sínum á reitunum. Þaö var duglegt fiskvinnslufólk í Hafnarfirði og reyndar viö alla vinnu. Það var svo velviljað fólkið, vildi vinna fyrirtækjunum vel. Ekki má ég gleyma aö nefna verkstjóra eins og þá Jón og hann Gísla. Þaö voru meiri hamhleypurnar. Þeir sáu um verkstjórn á löndun á kolum og salti úr flutningaskipunum og löndun úr togur- unum og síöan aö kola þá og byrgja þá af salti útí túrana. Þeir komu meö heildarreikning, sóttu peningana til okkar einu sinni í viku og fengu borgaö. Það var gaman aö vinna með þessu fólki í Hafnarfirði, en þaöan fór og 1946. Saltfiskstúr á Grænland Ég fór ekki annan lúðuleiöangur til Grænlands, en Hellyer geröi út sem fyrr segir á Grænland framá áriö 1933. Þá voru þeir búnir að selja Arctic Queen og þegar þeir hættu seldu þeir einnig Arctic Prince. Rússar keyptu bæöi skipin til flutninga á frystum laxi. Þaö var 24 árum seinna aö ég fór aftur til Grænlands á vegum Hellyersútgerð- arinnar og þaö var þorskleiðangur. Þaö var áriö 1954, aö ég kom aö máli viö Mark Hellyer, son Orlandos, sem haföi látizt 1938, og lagði ég til viö Mark, aö geröur væri út togari á saltfiskveiöar við Vestur-Grænland. Ég var þeim málum kunnugur. íslenzku togararnir voru á salti um þessar mundir og verölag á saltfiski hagstætt. Auk þess var ég kunnugur veiöum viö Vestur-Grænland, sem fyrr segir. Mark tók ekki undir þessa tillögu af neinum ákafa. Englendingar lögöu aldrei mikiö kapp á saltfiskveiöar. Mark tók samt aö spyrja mig, hvernig ég heföi hugsað mér þessa útgerö, hversu mikið salt ég Loftur Bjarnason. þyrfti, olíu og vistir, hversu langur túrinn yrði, ef allt væri meö felldu um aflabrögðin og veður, hvar hægt væri aö selja fiskinn og hvaöa verö fengist fyrir hann og loks hversu marga menn þyrfti og hvar fengjust vanir flatn- ingsmenn. Þeir flönuöu ekki aö neinu Hellyerarnir fremur en fyrri daginn. Ég sagöist hafa hugsaö mér aö túrinn tæki 6 vikur úr höfn og í, og aflinn ætti að veröa aö öllu skaplegu um 250 tonn uppúr skipi. Margt af því sem hann vildi vita var þó enn óráöiö og fór ég aö vinna aö málinu næstu daga. Aöalfiskkaupandinn á ítalíu, Mara- botti, haföi umboösmann í Kaup- mannahöfn og mér var sagt, að þaö væri alit eins gott aö ræöa viö hann sem aöalfyrirtækið suöur á ítalíu. Allar upplýsingar um verölag og sölumöguleika fékk ég hjá þessum umboösmanni í Kaupmannahöfn. Miö- aö viö 250 tonna afla átti sex vikna túr aö geta borgaö sig. Ég vildi þó leita hófanna víöar um sölu einkum þá í Englandi. Þaö var kostnaöarminnst að selja í heimahöfn. Þrír helztu saltfisks- kaupendurnir í Hull sögöu hver um sig aö þetta væri allt of mikið magn fyrir sinn markaö. Þá sneri ég mér til vinar míns Guðmundar Jörgensens og hann gekk í málið. Hann hitti þessa þrjá menn alla saman og lagöi til aö þeir keyptu farminn í sameiningu. Þaö

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.