Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1980, Qupperneq 3
samþykktu þeir eftir nokkra umhugsun
og einnig aö greiöa heldur hærra verö
en ítalíumarkaöurinn bauö uppá. Þeg-
ar miðaö var viö aö hægt var aö landa
í heimahöfn þá voru þetta hagstæö
málalok fyrir mig og mína tillögu.
Guömundur Jörgensen útvegaöi mér
líka ágætt þýzkt salt.
Mark Hellyer vildi ekki aö neinn
annar færi þennan túr en Coverdale
skipstjóri á Roderigo, 650 tonna tog-
ara, sömu geröar og nýsköpunartogar-
ar okkar íslendinga. Roderigo fórst
sem kunnugt er á Halamiöum 1955
ásamt öörum enskum togara, Lorellu.
Coverdale var þá skipstjóri á Cover-
dale og haföi ætlaö Lorellu til hjálpar í
ofsaveðri meö mikilli ísingu, sem leiddi
til þess aö bæöi skipin fórust meö allri
áhöfn. Coverdale var mikill öndvegis-
maöur og prýöis skipstjóri. Roderigo
var úti í túr, en þegar hann kom inn var
öllum undirbúningi lokiö og skipiö var
útbúiö strax til fararinnar. Viö réöum
20 Englendinga, fulla skipshöfn og
voru allir yfirmenn í brú og vél og
hásetar enskir, síðan réðum við í
Færeyjum 20 Færeyinga, sem flatn-
ingsmenn og saltara. Ég haföi reiknaö
meö, að viö yröum sex sólarhringa
vestur á miöin, en þeir uröu átta, því
aö viö hrepptum hiö versta veöur á
leiðinni. Ekki byrjuöu veiöarnar byr-
lega, fjögurra sólarhringa reiöileysi í
leit aö fiski og togbotni, þar til viö
rákumst á færeyska togarann Jóhann-
es Patursson, þar sem hann lá í
aögerð á Danabankan meö fullt dekk
af fiski. Viö köstuöum hjá honum og
fengum 2 poka í halinu en festum illa í
því næsta en náöum þó upp trollinu en
meö rifinn belg. Við köstuðum ekki
aftur á þessari slóö, heldur héldum
noröur á bóginn, þar sem viö vissum
marga togara aö veiöum, þar á meöal
tvo íslenzka. Coverdale fór sér hægt
við aö koma sér fyrir á miöinu, þar sem
togararnir voru. Hann leitað fyrir sér,
þar til hann fann hól, sem hann svo
setti bauju niöurá og togaöi útfrá
henni. íslenzku togararnir tveir voru
þarna rétt hjá en toguðu fyrir noröan
þennan hól, og ég sá aö þeir skiptu oft
yfir, og virtist þaö ekki nægja, því aö
þeir þurftu stundum aö liggja í bæt-
ingu. Viö á Roderigo rifum lítiö og ekki
var um þaö aö ræöa aö skipta yfir á
því skipi, því aö Coverdale var aldrei
nema meö eitt troll undir, stjórn-
boröstroll. Hann taldi aö íslendingarnir
rifu mikiö vegna þess aö þeir væru
meö ofhúðaðan pokann. Botn var
þarna harður og smágrýttur og hinar
þungu húöir ollu því aö pokinn dróst
þungt eftir botninum og þá hætt viö aö
rifna. Á Roderigo var pokinn mjög lítiö
húöaöur, 3 hálfar húöir, en svo fölsk
byröi milli húöa; annaö ekki til hlífðar.
Coverdale hélt því fram aö meö
þessu lagi væri pokinn svo léttur í
sjónum, aö hann snerti lítiö botn, ef
dráttarhraðinn var hæfilegur. Eitt er
víst aö pokann rifum við ekki.
Þarna fengum viö um tíma rokafla,
einu sinni 14 poka í hali, og þurftum aö
liggja í aðgerð. Englendingarnir fisk-
uöu, blóöguöu og hausuöu og vöskuöu
niöur. Þaö var reyndar enski stýri-
maðurinn, sem var í pontinu. Hann hélt
þaö yröi létt verk, en þaö reyndist
honum all erfitt, því aö fiskurinn var
mældur niöur í körum. Þessi stýri-
maöur var leiöindamaöur, meö þeim
leiöinlegustu sem ég hef þekkt um
dagana. Hann var og heldur lélegur
verkmaöur. Coverdale treysti alltaf
bátsmanninum betur á spilið eöa viö
stjórnina á dekkinu, ef einhvern vanda
bar aö höndum. Bátsmaðurinn var
ágætur, kallaöur Dusty, af því aö hann
haföi verið þekktur aö þeirri venju aö
koma slompaöur um borö, en þá venju
haföi hann lagt af, eftir aö hann kom til
Coverdale, vildi ekki gera honum þaö,
svo vinsæll var Coverdale af mönnum
sínum. Þeir vildu ekki gera honum á
móti skapi. Vegna þess að Coverdale
treysti illa stýrimanninum stóö hann
sjálfur á veiðunum. Eitt sinn var þaö,
aö hann haföi staöiö uppi í 30 tíma og
ég bauðst þá til þess aö leysa hann af,
enda ætlaöi hann þá aö láta reka.
Hann sagöi sem satt var aö ég heföi
sjálfur veriö viö verk í eina 20 tíma, ég
gekk nefnilega í verk meö mannskapn-
um, ef mikiö fiskaöist, og eins umstafl-
aöi ég fiski, þegar færi gafst til þess
fyrir öörum störfum. Þaö var samt aö
ráði, aö ég væri í brúnni fyrir Cover-
dale meöan hann svæfi. Rek var mikiö
í norður og lónaði ég því annaö veifiö
til baka. Þegar Coverdale var farinn
niöur kom stýrimaöurinn uppí brú og
spurði, hvort þaö ætti ekki aö vera svo
á brezku skipi aö stýrimaöur tæki viö
stjórninni, þegar skipstjórinn væri sof-
andi. Ég brást hinn versti viö og
spurði, hvort hann héldi aö mínir
íslenzku pappírar væru ekki jafngóöir
og hans ensku, og þá hunzkaöist hann
burt, því aö hann hélt aö ég ætti við,
aö ég væri meö íslenzkt skipstjóra-
próf, sem ekki var, heldur orðaði ég
þetta svona til hafa hann af mér.
Viö fengum aöeins tvisvar allan
túrinn frátök vegna veöurs, í annað
skiptiö nær sólarhring en hitt skiptiö
um hálfan sólarhring. Þá dýpkuöum
viö á okkur og slóuöum á djúpu vatni.
Þaö er hættulegt aö vera þarna í
köntunum, þegar hann skellur á meö
norðaustan vetur. Viö reyndum þaö á
Arctic Prince 1930. Þá lágum viö í
kantinum á 170 föömum fyrir föstu.
Straumurinn fossar þarna úr suöri upp
Davíðssundið og þegar vindur blæs á
noröan verður sjólagiö óskaplega
slæmt og verst í köntunum eins og
jafnan. Þá er fangaráö aö færa sig
niður á mesta dýpi, 400 faöma eöa
meir, og halda þar sjó. Viö fengum
slæmt áfall í áöur nefndu veöri á Arctic
Prince, skipiö kastaöist á hliðina og
það brotnuðu innhuröir á háþiljum, þar
á meöal huröin á dyrunum, sem lágu
inn í ganginn, þar sem minn klefi var.
Skipiö rétti sig þó fljótlega og viö
gátum forðaö okkur niöur á 400
faðmana og þar varö ekkert aö hjá
okkur. Björgunarskipiö, sem fylgdi
leiöangrinum, lítill togari, fékk á sig
brotsjó og missti lífbátinn.
Viö fórum einu sinni inn til Færey-
ingahafnar. Þar er innsigling nokkuö
vandasöm, en einn Færeyinganna um
borö þekkti sig vel þarna og dugöi
okkur þaö. Sú var venja í Færeyinga-
höfn, aö skip sem tóku þar eldsneyti
eöa vistir uröu aö setja tryggingu og fá
hana aö heiman. Þaö gat tekiö tímann
sinn. Viö á Roderigo þurftum bæöi olíu
og salt og vatn, en vildum vera sem
skemmst í höfn.
í Englandi annast vátryggingafélög
togaraútgeröarinnar allar greiðslur
fyrir togarana utan heimahafnar. Út-
gerðarmaöurinn innir ekki greiöslu af
hendi fyrr en hann fær sundurliðaðan
reikning frá vátryggingafélaginu. Þetta
er mjög þægilegt fyrirkomulag fyrir alla
aðila. Oft kemur togari í erlenda höfn
Doríuveiöarnar á Grænlandsmið-
um. Efst til vinstri: Doríur í davíöum
á Artic Queen. Til hægri: Doría
heldur á miðin. Að neöan: Á veið-
unum, hlýri á borðstokknum og til
hægri: Doríur koma að.
til aö fá viögerö, sem vátryggingafé-
lagiö á þá aö borga, en togarinn tekur
þá máski einnig kost eöa eldsneyti,
sem útgerðin á aö borga. Sama er aö
segja um einhverja úttekt af hálfu
skipshafnar í erlendri höfn. Þeir sem
seldu eiga svo trygga greiöslu hjá
einum aöila, en þurfa ekki aö rukka
marga.
Ég var fulltrúi ensku vátryggingafé-
laganna og þaö kom því í minn hlut að
fara til framkvæmdastjórans fyrir Fær-
eyingahöfn og fá afgreiðslu án banka-
tryggingar aö heiman. Þetta var mjög
erfitt, því að þeim haföi eitthvaö oröiö
hált á þessu í Færeyingahöfn og mér
er ekki grunlaust aö landar mínir hafi
Komiö þar eitthvaö viö sögu, þó ég
efist ekki um að skil hafi veriö gerð
síöar. Þetta tókst þó fyrir mér að fá
afgreiöslu án þess aö viö þyrftum aö
bíða eftir bankatryggingu og var öll
afgreiðsla í Færeyingahöfn til fyrir-
myndar.
Mér var mikiö í mun, aö þessi
útgerðarleiðangur tækist vel, þar sem
ég bar í raun ábyrgö á honum. Hann
tókst líka vel. Viö komum til Hull meö
336 tonn af fallegum saltfiski og þá
vantaði 15 mínútur uppá réttar 6 vikur
úr höfn og í. Áætlun mín haföi staðizt
og vel þaö.
Tveir Hellyerskipsstjórar
Ég kynntist mörgum Hellyerskip-
stjórum. Þaö voru yfirleitt miklir ágæt-
ismenn, því aö Hellyersbræður yoru
vandir aö skipstjórum. Bezt þekkti ég
þá Olav Henriksen og Snóa (Thomas
Worthington). Snói dró nafn sitt af
hárlitnum. Hann byrjaöi sem stýri-
maöur hjá Danska-Pétri, þeim mikla
fiskimanni, einum fremsta Hellyers-
skipstjóranum til fjölda ára. Danski-
Pétur var manna fróðastur um miðin
viö Vestmannaeyjar og þar átti hann
sitt einkamið, svonefnda Pétursholu
eftir honum. Danski-Pétur lét stýri-
menn sína aldrei toga á þessu miði, því
aö hann vildi ekki fá þá þangað, ef þeir
skyldu verða skipstjórar, en Hellyer
valdi sér einmitt þá stýrimenn fyrir
skipstjóra sem Danski-Pétur haföi
skólaö. Það fór vel á meö þeim
Danska-Pétri og Snóa, en lítiö fannst
Danska-Pétri til um vitsmuni Snóa,
þótt ekki vantaði dugnaðinn. Hann var
því ekki eins á veröi í Pétursholu
gagnvart þessum vitgranna stýrimanni
aö hann hélt, eins og hann var jafnan
gagnvart stýrimönnunum.
Þegar Snói var búinn aö vera
stýrimaður hjá Danska-Pétri rúmt ár
þá spyrja þeir Hellyersbræöur, hvort
Snói sé skipstjóraefni. Danski-Pétur
vildi ekki missa Snóa sem stýrimann
og aftekur þaö, segir Snóa of heimsk-
an til aö geta oröiö skipstjóri. Snói
haföi afturámóti ekki hugsaö sér aö
vera stýrimaður hjá Danska-Pétri alla
ævina og kemur aö máli viö Owen og
segist vilja fá skip. Owen segir, aö
hann hafi ekkert aö gera meö skip,
hann sé bezt kominn hjá Danska-Pétri.
Þar hafi hann þaö ágætt. Snói segist
geta fengiö lítinn togara í Grimsby og
ef þeir Hellyersbræöur vilji ekki láta sig
hafa skip, sé hann farinn og hann skuli
sýna þeim þaö, aö hann fiski meira en
Danski-Pétur. Og með þaö fór hann.
Owen varö aö orði, þegar Snói hafði
SJÁ NÆSTU SÍÐU
©