Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1980, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1980, Síða 4
Á Grænlandsmiðum. Efri myndin sýnir Artic Queen, og á neöri myndinni sést í skipið á bak við borgarísjaka, sem stóöu í botn á 170 faðma dýpi. skellt á eftir sér hurðinni: — Hann er ekki bara heimskur hann Snói, hann er vitlaus. Hvernig dettur manninum í hug, að hann fiski á einhvern kopp jafnmikiö og Danski-Pétur á sitt góöa skip. Snói tók litla Grimsbytogarann og þaö vildi svo til, þegar hann hélt útí fyrsta túrinn, aö þá var Danski-Pétur að koma af íslandsmiöum á Dane til aö landa í Hull. Þegar Danski-Pétur kom aftur á íslandsmiö nokkrum dögum á eftir Snóa, og hélt beint í sína Pétursholu, var kominn köttur í ból bjarnar. Snói var þarna að toga og kominn meö hálffullt skip. Hann var ekki eins vitgrannur og Danski-Pétur haföi haldiö og reyndist nú ekki kunna síður aö toga í Pétursholu en Danski- Pétur sjálfur og þótti nú Danska-Pétri stýrimaður sinn hafa platað sig illa. Þaö fóru svo leikar, að Snói varö hærri eftir áriö en Danski-Pétur en Danski-Pétur hefur líklega veriö farinn aö láta sig og haföi áöur haft orö á því, aö hann myndi fara aö hætta. Honum varö svo mikiö um þetta, aö vera fyrir neöan Snóa, aö hann hætti fyrr en ella heföi orðiö. Þegar hann skýröi Hell- yersbræðrum frá því, aö hann væri- hættur, sagöi hann: — Viljið þiö gera mér þann greiöa, aö láta strákskratt- ann hann Snóa hafa skipið mitt. Þaö geröu Hellyersbræöur, réðu Snóa til sín og hjá þeim var hann alla sína skipstjóratíð aö undanskyldum stuttum tíma, sem hann átti hlut í togara meö þeim Ted Little og Einari Olgeirssyni. Þá brá svo viö aö Snói fiskaði ekki. Það var mesta reiðileysi á honum. Eftir rúmt ár eöa svo bar svo til aö ég var staddur úti í Hull og Owen segir mér aö Snói fiski ekkert og þaö sé hiö mesta óstand á honum. Biöur hann mig að koma með Snóa til sín, en Snói haföi þá ekki talað neitt viö Owen frá því hann fór. Ég hitti Snóa og tók hann meö mér niöur á markaö í býti um morguninn. Þar hittum viö Owen. Þeir höföu þann háttinn á Hellyers- bræöur, aö þeir skiptu meö sér verkum mánaöarlega. Annar þeirra sá þá um alla stjórn útivið, og mætti þá alla morgna kl. 7 á markaönum. — Viö getum ekki skammaö skipstjórann eöa stýrimennina fyrir slæman fisk ef viö sjáum hann ekki sjálfir sögöu þeir, — © en hinn var þá á skrifstofunni og geröi upp viö skipstjórana. Næsta mánuð skiptu þeir yfir. Samkomulag var gott meö þeim bræörum, þótt þeir væru ólíkir aö skapgerö. Orlando var ör- geðja og átti til aö rjúka upp, en Owen jafnan rólegur, stillti betur skap sitt. Þegar við Snói hittum Owen þarna á markaönum, þóttist Owen ekkert vita, hvernig á feröum okkar stæði. Hann baö okkur aö koma uppá skrifstofu til sín kl. 10, þá yröi hann laus af markaðnum. Þegar viö Snói komum upp á skrifstofu kl. 10 sagöi Owen: — Þarna er stóllinn þinn Snói. Skipstjórarnir sátu ævinlega á sama stólnum á kontórnum og gegnt þeim bræðrum við borðiö. Viö fórum allir aö rabba saman og fór vel á meö þeim Snóa og Owen. Allt í einu spyr Owen: Hvernig gengur þér aö fiska, Snói, síöan þú fórst frá okkur? Eins og fyrr segir vissi Owen aö Snóa haföi gengiö illa. Þeir bræður fylgdust grannt meö aflabrögöum hjá öllum togurunum í Grimsby og Hull. Snói lét lítið yfir fiskiríinu en hvorugur minntist á, aö Snói kæmi aftur til Hellyers. Þarna höföu þeir þó endurnýjaö kunnings- skapinn og það hafði Owen viljaö. Þaö var þá léttara fyrir Snóa aö leita til hans, ef hann vildi breyta til. Þess varö heldur ekki langt aö bíöa, aö Snói kæmi til Owens og bæöi hann um skip. Félagar hans vildu þá oröiö losna viö hann, af því að honum gekk svo illa, en sögöu honum, aö hann væri búinn að tapa því sem hann lagöi í sklpiö. Snói sagöi Owen þetta; hann væri búinn aö tapa stnum hlut í togaranum. — Láttu mig um þaö, sagði Owen. Skip höföu mjög hækkaö í veröi um þessar mundir og Owen setti félögum Snóa úrslitakosti: — Þiö kaupiö hlut- inn hans Snóa á fimmföldu veröi eöa ég kaupi togarann fyrir Snóa. Þeir vildu heldur leysa Snóa út og hann kom til Hellyers og fór ekki þaðan eftir þaö. Hann sagðist ekki fiska nema hjá Hellyer, „ — undir Hellyersskorstein". Snói þurfti nefni- lega stýri fyrir bátinn sinn. Hann fiskaöi strax eins og áöur, þegar hann var kominn með Hellyersskip. Snói var skemmtilegur karl, og þótt Framhald á hls. 15 Við telefóninn í Firðinum Pétur Pétursson þulur ræöir viö INGIBJÖRGU ÖGMUNDSDÓTTUR Þeim er kynntust Ingibjörgu Ögmundsdóttur símstöðvarstjóra í Hafnarfirði kom saman um að hún væri í hópi þeirra kvenna er sómdu sér hvarvetna. Fór þar saman árvekni í starfi, hæversk og tíguleg framkoma, prúðmennska og gerðarþokki. Er Ingibjörg lét af starfi dvaldist hún um tíma í Hveragerði. Þangað sótti ég hana heim fyrir nokkrum árum og ræddi við hana um Hvaöa ár byrjaðir þú aö starfa? Áriö 1911. 1. júní 1911, átti aö heita aö ég tæki viö. Ég haföi veriö í nokkra daga áöur til að læra á borðið. Þaö var 25 númera danskt borö meö lausum tökkum og voöa fínt og indælt, vandað eins og allt hjá Dönum sem heyrir vélum til. Þaö má segja aö Hafnfirðingar hafi verið brautryöjendur í símamálum. Ég er nú hrædd um þaö. Þegar Jón Þórarinsson fór aö búa sig undir að veröa skólastjóri og fór til Kaupmannahafnar þá kynntist hann símanum. Nokkru eftir aö hann kom heim, 1890 stofnaöi hann Telefónfélag Reykjavíkur og Hafnarfjarö- ar; þá kom sími á milli Hafnarfjaröar og Reykjavíkur. Var í Zemsensbúö og Flyg- enringsbúö í Hafnarfiröi. Svo var hann seinna í litlum skúr í portinu hjá gamla Flygenringshúsinu sem brann. Þá var þar Pótur í Fóninum, frægur maður. Lítlll, krypplingur og dálítið uppstökkur. Strák- arnir höfðu gaman af að stríöa honum þegar hann var aö segja: Halló, halló. Ég þori nú ekki aö segja þá sögu sem var höfö eftir honum. Vitanlega voru þaö strákarnir sem áttu upptökin viö aö pirra Pétur. Pétur sagöi: Fyrirgefiö þér frú. Ég fór í vitlaust gat. Þaö var sagt aö hann hafi þá verið aö tala viö frú Siemsen, konu Franz Siemsens sýslumanns. Hvaö voru margir símnotendur í Hafnarfiröi þá? Þaö voru nú ekki margir símar þá. Þaö kom sími í Flensborg, til Jóns Þórarins- sonar og á leiöinni í bakaríiö hjá Proppé. Þar talaöi ég fyrst í síma. Stóö uppi á stól. Þá þurfti nú aö halda á heyrnartólinu í hendinni og tala inn í gat hinummegin. Þaö var afskaplega mikiö gaman aö hafa talað í síma. Þetta hefir líklegast veriö um aldamótin. Kannske fyrir aldamót. Ég hef veriö 4—5 ára. Hvaö manstu aö segja frá samstarfs- fólki og viöskiptamönnum? Þegar Landsíminn tekur viö af Telefón- félaginu og kaupir af því þá tók frú Jóhanna Stefánsdóttir viö símanum. Hún var ekkja Guðmundar Einarssonar frá Hraunum. Meö henni voru börn hennar, Stefán, Jórunn og Kristín (kona Ólafs störf hennar hjá símanum. Þorsteinssonar læknis) og Einar Baldvin. Þau eru nú öll farin. Alveg yndisleg fjölskylda. Börnin elskuleg og góö og þetta svo vel uppalið fólk, músikalskt. Spilaöi á orgel. Og þar komu margir Siglfiröingar því aö aðalvinur þeirra var séra Bjarni Þorsteinsson á Siglufiröi og börn hans. Þegar þau komu til Reykja- víkur þá komu þau suöur og þá var mikil músik í bænum eins og nærri má geta. Bræðurnir sungu og það var spilað. Frú Jóhanna haföi tekið aö sér afgreiöslu símans, húsnæöi, Ijós og hita fyrir 83 krónur 33 aura. Og svo fékk hún 25 aura fyrir boösendinguna sem börnin fóru eftir fólkinu því að þá höföu ekki allir síma. Ég man hvaö ég varö afskaplega ánægö aö verða símastúlka. Þá haföi ég útskrifast úr Flensborg voriö 1911 og Kristín Guömundsdóttir, dóttir frú Jó- hönnu Stefánsdóttur, sem haföi símann kemur suöureftir og spyr pabba hvort aö ég muni geta komið á símann aö læra á borðið og hjálpa viö afgreiösluna. Ég kveiö nú ósköp fyrir og fannst þetta svo mikiö aö veröa símastúlka, en hlakkaði fjarskalega til. Svo kom ég síðustu dagana í maí 1911 og læröi á boröiö og skrárnar. Þaö átti aö skrifa niöur bæöi útfarin og innkomin símtöl og skeyti. Og þá varö maður að læra aö senda skeyti í stöfum, í mannanöfnum. Þessvegna var þetta meö Ottó. Hann var á ísafirði og var þar sendill. Hann var búinn aö fara eftir konu og kallar í símann. Halló, halló Reykjavík. Hún getur ekki komið af því hún er Bjarni, Einar Ragnar. Þú getur nærri hvort maöur kann ekki að senda meö orðum. Þú getur nú ímyndað þér það. Þaö er nú aldeilis þaö sem maður kunni utanað. Enda mátti maöur gera þaö. Þaö komu alltaf Eng- lendingar og Þjóðverjar í Hafnarfiröi í gamla daga. Þjóöverjarnir voru meö línubáta. Þeir höföu t.d. 10 stafa kvóta. Hann var mjög erfiður, eintóm ypsílon og ceresar og þurfti aö hafa mikla nákvæmni til aö taka þetta niöur. Við æföumst náttúrlega mjög fljótt í málinu. Þarna voru Englendingar. Mr. Bookles var þarna. Og bjó þar meira að segja á sumrin meö

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.