Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1980, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1980, Side 7
Rolf Jacobsen SMÁBÓNDINN Þaö er smábóndinn sem er hallokinn í heiminum. Þaö er smábóndinn sem fallið hefur í öllum orrustum. Smábóndinn, hvar sem hann býr í heimi, sem þiö rænduð jöröinni og brennduð bæ hans á leiö til vígvallanna. Hann sem þiö sviptuö sonum og færöuö í leikbúning og létuö deyja fyrir hugsjónir sem hann þekkti ekki, eöa kærði sig um eöa vildi ekki þekkja. Þaö er smábóndinn sem veröur að flytja úr dalnum sínum til færibandanna og verksmiðjuhallanna. Þaö var smábóndinn sem þeir rændu kúnum og ökrunum vegna nýja vegarins. Þaö er hann sem andvaka er á nóttum vegna skulda sinna viö bankann svo aö þeir geti byggt stórhýsin sem líkjast höllum það er hann sem þeir hafa rekiö til borganna og fyllt blakkirnar stóru meö (Hann aðlagast þeim, vertu viss) Þaö er smábóndinn sem hefur mjaltað kýrnar og borið burt grjót frá öllum ökrunum þar sem viö makráðir getum nú sáö og uppskoriö. Þaö var smábóndinn sem kunni aö sá bygginu og vissi hvernig kálfarnir uröu til. Hann þekkir á ský og vinda, og veturinn — hvort hann verður haröur. Hneggið í hestum þekkti hann vel. Nú þekkir hann dráttarvélina og vextina af láninu, þegar borga ber. En hann hefur ennþá dálitla rifu á hurðinni, smábóndinn. Hann heyrir er grasið grær og þegar jöröin skal fæöa aö nýju. I. VIÐ MÆTUMST Mætumst í langa rennistiganum þú upp á leið ég niör á leið óbifanleg eins og myndastyttur margir í för meö þér margir í för með mér enginn lítur á annan enginn snýr sér klapperapp klakkerapp klapperapp segir rennistiginn II. ÞÚ FUGL Þú fugl í mér — ég þekki vænginn þinn. Ég finn nefiö hakka hakka í spalirnar í brjósti mínu. Ég veit þú ert fangi hér. En bíö stutta stund. Aðeins stutta stund og þú ert frjáls, þú fugl í mér. KLUKKURNAR í ASSISI Heyr klukknahljómana frá Assisi í morgunmund. Þeir fljúga sem hópar fugla hátt á himni Úmbríu. „Viö finnum þá — viö finnum þá — við finnum þá“. Heyr klukknahljómana frá Assisi um aftanskeið, er þeir sem þreyttir hópar fugla hverfa aftur heim: „Viö fundum þá ekki — fundum þá ekki — fundum þá ekki“ — Engan sem vildi gefa okkur yfirhöfn sína. — Engan sem vildi slíöra sverö sitt. Sigurjón Guöjónsson þýddi. BÆTT HEILSA — BETRA LÍF Þættir um sjúkdóma, lækningar og fyrir- byggjandi aðgeröir eftir dr. Michael Halber- stam SUND EYRAÐ „Börnin mín synda eins og selir allan daginn í sundlauginni", sagöi vinur minn einn viö mig. Vissulega syntu þau eins og selir, en þau höföu ekki eins og selirnir flipa eöa blööku sem lokaöi eyrum þeirra fyrir vatni. Selurinn fær heldur ekki „sund- eyru“ en þaö gerir maöurinn. „Sundeyru" eru mörgum til mikilla óþæginda og ama. Þaö ber mest á þeim seinni hluta sumars, þegar börn og sundgarpar æfa fyrir keppni og eyða mestum tíma í sundi. Þessum sjúkdóm valda bakteríur, sem komast í særindi í ytri eyrnagöng- unum. Eyrnagöngin eru varin af eyrna- mergnum, þunnu fituiagi, og ekki svo öflugu af náttúrunnar hálfu, eöa hún hefur ekki gert ráö fyrir því, aö mannseyru væru daglangt á kafi í vatni. Þegar svo er aö menn eru lengi í vatni með höfuðið, ýmist alveg í kafi eöa vatnsgusur skella á eyrunum, kemst vatn inní eyrun og þá reynist ekki nóg vörn í fitulaginu og þaö þvæst aö hluta burtu úr eyranu eða stundum alveg burtu. Sé eyraö ekki þurrkaö vel af vatni, þegar komiö úr langvarandi vatnsbusli, geta bakteriur hreiöraö um sig, þar sem fitulagiö (eyrnamergurinn) ver ekki lengur húöina inni í eyrnagöng- unum. Bakteríur eru fljótar aö marg- faldast þar sem þær ná fótfestu og þegar þeim fjölgar vinna þær bug á þeim sýrum, sem einnig eiga aö vera eyranu til varnar gegn sýklum. Sýkingin viðhelzt síöan af sjálfu sér. íþróttalæknarnir M. Strauss, W. Groner-Strauss og R.W. Cantrell segja í tímaritinu Physician and Sport, aö einkenni „sundeyra" sé verkur og kláöi. Verksins veröur ekki vart strax og komið er upp úr vatninu, heldur klukku- stundum eöa jafnvel dögum síöar. Þaö er hægt aö lækna „sundeyra“ með upplausn, sem sprautað er í eyraö, en miklu betra er að koma í veg fyrir sýkingu. Þaö er ekki sérlega mikil vörn í því aö stinga einhverjum töppum í eyrað, eins og margir gera. Þaö kemst alltaf einhver vatnsdreitill inn meö töppunum og jafnvel hinn minnsti dropi getur orsakað sýkingu og í honum geta tímgast bakteríur. Mestu máli skiptir aö þurrka eyrun strax og komiö er uppúr vatninu. Þaö dugir lítt aö hoppa og hrista sig. Áðurnefndir íþróttalæknar mæla meö því aö eyrun séu þurrkuö meö hárþurrku. Einnig er gott ráö að láta eyrnadropa drjúpa inn í eyrun aö loknu sundi og þeir eyrnadropar eru sambland af spíritus og ediki og þá svipaöir þeim sýrum, sem af náttúrunn- ar hálfu eiga aö verja eyrnagöngin. Nú er þaö svo aö eyrnagöngin eru missveigö í fólki og þá misgott aö ná úr þeim vatni. Þaö fólk, sem á erfitt meö aö ná vatni úr eyrunum, verður vita- skuid aö hafa meiri gát á sér í þessu efni en hitt, sem á auðvelt meö aö láta vatniö renna burt. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.