Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1980, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1980, Side 14
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu TJ JF, r— ! K'fiT 11 L pmn- K ý/ as /» S 1 i'.V- /■■ P! H u JL D R /T £ •Ð F T Tl ..... 'A ±L A R (ULL'. AR A R A K S L o Js %j u L A á A rát'or F 'A w J L X A R. W' Pmkaí 'a S L7 ÓS' L U Cl T 1 N L PrvKji m»t- o T A Þo', ♦ CtlTj f á” L Æ A 'a £0 iR N 'a IC H 'A A f*. F 1 Ruiflí, 4«. R p, T A R. fJMhJ S Æ V A R Hfl' F A U T I JK*W R u N A N l U.l| ■R o F ~A ¥ A Ca-F;. A R n 1 N N pp C,t\ 86 A R A 4. w F A ¥ U ■r rttTT- T e «c- k**®' L Lp'"" fttiOl- 'A 5 A R N 1 R ¥ p o t. tnoo 1Ð 5 A L L 1 N N ■ffrlil'A , n.xrj ij ’ A £> 1 L s ¥ A 1 £> A Nao- ór-re R A u S A P4KI U £> H8J S s A c. Sí N 1 £> « R. £ L ’A |R FWtbi ■Tore» L ¥ A u«- 5 4- A M A L U R ¥ L o K fc- a«' B t fí. 4L 1 IftolL R l s A F l S TÍ mmmmmmœmmmmmmmmmmmmœxmtimmmm Jón Gunnar Jónsson Á síðustu vertíð kom út á Akureyri bókin Miðilshendur Einars á Einars- stöðum í Reykjadal í Suður-Þingeyj- arsýslu. Þar er eftirfarandi vísa eftir Heiðrek skáld Guðmundsson frá Sandi. Naut ég Einars hlýju handar, hún var bæöi mjúk og sterk. Hór fá Guö og góöir andar gert á mönnum kraftaverk. Þakka tvö fyrstu bréfin, sem ég hef fengið vegna vísnaþáttanna. Bæði eru vegna vísunnar frá Hólaskóla, þar sem Flóvent ráösmaöur er nefndur. Gísli frá Eyhildarholti kveöur Flóvent Jóh. hafa verið þar kennara og bústjóra á árunum 1902—05. Vísan mun því eldri en ég sagði. Jónas Jósteinsson sendir aðra gerð vísunn- ar. Frægasta Hólavísa mun vera sú, er húnvetningurinn og kunnur fræö- imaður og rithöfundur, Rósberg Snædal orti hérna um áriö, þegar Hangir a Þorði hempan svört athafnasamur þingeyingur, Gunnar hestameistari Bjarnason, var skóla- stjóri á hinu mikla höfuðbóli norö- lendinga. Kannski er vísan ósann- gjörn, eins og oft vill verða um slíkar stökur. Menn gjalda þess stundum ef þeir liggja vel við höggi. Rósberg situr nú sjálfur á Hólum, kennir þar og yrkir. Vísan var svona: Hart leikur Gunnar Hólastól höfuöból feöra vorra. Sveinarnir féllu fyrir jól, fénaöurinn á Þorra. Kristján frá Djúgalæk bjó lengi á Akureyri og hiö sama geröi Rósberg Snædal. Góö andleg frændsemi var með skáldunum. Báðir höföu fyrir fjölskyldu aö sjá og unnu langan dag. Báru svo saman bækur sínar öðru hvoru og ortu stundum kersknisvísur um náungann, stundum sendu þeir hvor öörum skeyti. Loks brá Kristján á það ráð að flytjast suður. Hann var búsettur í Hverageröi, en stundaöi barnakennslu í Þorlákshöfn. Nú er Kristján fluttur aftur til Akureyrar, hefur átt þar heima í allmörg ár. Meöan Kristján var syöra minntist Rósberg hinnar frægu söguhetju Laxness og orti til Kristjáns: Gegnum fár og giktarslen glitra tárin vonar, gengur skár þín iöja en Olafs Kárasonar. Jón Samsonarson hefur bóndi heitiö í Lækjardal í Húnavatnssýslu. Hann bjó meö ráðskonu, sem lét hressilega til sín taka á bænum og gerði sér ekki allt að góöu. Hún var nokkuö aöfinnslusöm viö bónda. Hann orti þessa Ijúfmannlegu vísu: Sólar glaöa linda lind, lagaöu þaö mig brestur, en aö híaöa synd á synd, sá er skaöinn mestur. Ekki hef ég athugað hvenær Þórö- ur prestur á Klausturhólum og hans fólk hefur verið á dögum, en ætla aö ekki saki þó þessi vísa, sem nú kemur, verði birt. Hann var einn þeirra guðsmanna, sem ekki var heilagur nema þær stundir, sem hann var í hempunni. Hann mun hafa þurft aö fá óviðkomandi mann til aö gangast viö barni, sem hann haföi stofnaö til. Óvildarmenn geröu af veöur, en prestur vann mál sem af þessu reis. Prestkonan orti um þá, sem töpuöu: Hangir á Þóröi hempan svört, höldar mega því trúa. Búrfells-Jón og Brúar-Hjört bila nú aö Ijúga. Á stríösárunum var starfandi barnakór, sem kallaöist Sólskins- deildin og var stjórnandi hans Guö- jón Guðjónsson, ef ég man rétt. Þessi börn sungu oft í útvarpið, einkum í barnatímunum. Mynd af kórnum birt- ist í Útvarpstíöindum og fleiri blööum. Þá orti Kristján Sigurösson á Brúsa- stöðum: Barnaröddin bjarta þín blítt í eyrum lœtur. Á hún lengi ítök sín, inn viö hjartarætur. Ragnar Ásgeirsson ráöunautur flutti oft vísur og kvæöi í útvarpiö, einkum á kvöldvökum Búnaöarfé- lagsins. Ein af vísum hans er þessi: Tíminn líöur alltof ótt, ekkert tekst aö vinna. Sé ég fram á svarta nótt sólskinsvona minna. Ragnar þurfti vegna starfa sinna mjög aö ferðast út um land, meöal annars til aö halda námskeiö fyrir bændur. Oft lauk þeim með samsæt- um þar sem hann var auðvitaö hrókur alls fagnaöar og dansaöi hann þá viö konur og dætur þeirra er námskeiöin sóttu. Skömmu eftir eina slíka ferö átti Ragnar fimmtugsafmæli og héldu vinir hans honum samsæti í Reykja- vík. Þar voru haldnar. ræöur og vísur ortar. Var þar oft vikið að kvenhylli afmælisbarnsins. Þá kastaöi Ragnar fram þessari snjöllu vísu: Lífs míns sól fer lækkandi, loks hún hverfur sýnum. Fer nú óöum fækkandi framhjátökum mínum. y/mmmmmmmi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.