Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1980, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1980, Síða 15
Aflamenn hjá Hellyersbræörum Framhald af bls. 4 til séu af honum ribbaldasögur á sjónum, svo sem aö hann væri ráörík- ur á fiskislóöinni, þá var hann mikill séntilmaður og ágætur drengur. Vandræöagripur var samt Snói í landhelginni, einkum viö Vestmanna- eyjar. Þeir liöu honum þaö Vestmann- eyingarnir. Hann geröi þeim margan greiöann, dró inn báta og aöstoöaöi margan. Þeir komu oft, Vestmann- eyingar, meö lúðu til Snóa og fengu hann til aö selja hana fyrir sig úti. Snói var oft meö mikið af lúöu frá þeim, hólt því öllu vel aögreindu og skilaöi andviröinu samviskusamlega og færði þeim einnig viskí, ef þeir báöu um. Sú var venjan, aö Vestmanneying- arnir komu til Snóa úti á miöunum til aö afhenda honum lúöuna og er þá líklegt aö hann hafi eitthvað skoriö landhelgina. Eyjamenn létu sem þeir vissu ekki. Einhverjir voru þó þeir, sem ekki sættu sig við þetta, aö Snói fengi óáreittur aö toga í landhelgi og kæröu hann. Þá var sýslumaður í Eyjum Siguröur Sigurösson. Hann fór út á báti, þangaö sem Snói var aö toga, veifaöi lúöu og lagöi uppaö skipi Snóa og fór um borö og var vel tekið, en þegar hann kom uppí brú, setti hann upp sýslumannshúfuna. Þá hló Snói og sagði: — At last (loksins). Ekki sagöist Siguröur sýslumaður hafa kynnst meiri séntilmanni fyrir rétti en Snóa og sagöi mér einnig, aö hann sæi alltaf hálfpartinn eftir þessu aö hafa farið svona aö honum. Þaö var einn dómari, sem sagði mér það eitthvert sinn, aö ef um þaö væri aö ræöa aö skipstjóra gæfist kostur á aö sverja fyrir brot, þá gerðu Englend- ingar það aldrei, Þjóöverjar hiklaust, en Frakkar grétu. Drykkfelldur var Snói í landi — drakk aldrei úti á sjó — en þó bindindissamur miðaö viö konu sína. Hún drakk alla 365 daga ársins og einn til á hlaup ári. Þetta var mikill boldangskvenmaður. Ekki þótti mér vera ýkja gott meö þeim hjónum, en þó syrgði Snói konu sína ákaflega og uröu tveir menn aö ganga undir honum, þegar hún var jöröuö, svo þungt lagðist sorgin á hann. Síöar fékk hann gamla gleöikonu, sem reyndist honum ágætlega í ellinni. Hann varð reyndar ekki gamall, lenti í bílslysi, hann var ökufantur mikill og haföi ekiö drukkinn og var nærri búinn aö drepa sig, og bar ekki sitt barr eftir slysiö. Þaö er ekkert heilt á mér nema hausinn, sagöi hann, þegar ég kom síöast til hans. Olav Henriksen var allt önnur mann- gerö en Snói. Hann var háskólageng- inn, haföi veriö langt kominn með læknanám, þegar hann missti fööur sinn. Olav var elztur margra systkina og þegar móöir hans stóö ein uppi meö allan barnahópinn, hætti Olav námi, fór yfir til Englands og réöi sig á togara frá Grimsby. Eftir 5 ár var hann orðinn skipstjóri hjá sir Alec Black. Þegar Black hætti kom hann til Hellyers og hann fékk þar síðar skip útúr sjö skipa seríu, sem Hellyer var aö láta smíða. Þaö var togarinn Terwany. Olav sigldi hann „inn“ á tveimur árum og þá keypti hann annan og var meö hann sjálfur og sigldi hann einnig „inn“ ÞAÐ ER komið , y, KVÖID, STEINRIKUIZ} ÆTLI v/Ð VER0L/M EKK! AÐ GtSTA i StÐAÐA VIUI- MANNINUM ^ 'ÞETTA gistinus\ner eralveg ER FRÆGT FVR/R 1 SAMA HVERMI& OFNSTEIKT JILLI-J>merusteikt. ■SVÍN SIN ' Á.BARA EF þAD S/W ERU SVIN' y, í'~v<-£ ASTRIKUR OG GULLSIGÐIN Eftir Goscinny og Uderzo. Birt í samráði við Fjölvaútgáfuna ^VERIÐ VELKOMN> JR! VANTAR VKKUR HERBERG! R 00 FVRIR MIO LÍKA, TVÖ SVÍN ' JA, TAKK, MEO TVE/MUR SVÍNUM ^ AHA! TIL KLÚTAS/U 06 HVERT ER S VO FÖR YKKAR HEITIÐR VL LUTEStU. á tveimur árum. Hann átti oröiö sex togara þegar hann féll frá Hann var mjög vel gefinn maöur, Olav Henriksen og hiö mesta glæsimenni. Ég átti marga góöa kvöldstund á heimili þeirra hjóna. Þaö var fallegt heimili. Síöast þegar ég kom til hcns, þá var sjónvarpiö nýtekiö til stnrfa, og í Englandi sat fólk í fyrstu lon og don yfir sjónvarpinu og ég man, hvaö mér leiddist um kvöldið þegar viö sátum öll fjögur viö Olav og konur okkar og störöum þegjandi á sjónvarpiö í staö þess sem áöur var aö rabbað var saman. Nú er þetta löngu breytt orðið í Englandi og breytist einnig hér. Englendingar góna ekki lengur öll kvöld á sjónvarp, heldur aðeins þá þætti, sem þeir velja sér úr dag- skránni. Imperialist, stærsta togara Englend- inga höföu Hellyersbræður ætlaö Olav Henriksen, en hann vildi hann ekki. Sagöist kunna betur viö sig á sams- konar skipi, þó minna væri, og þeir voru á, hinir mestu aflamenn Hellyers- útgeröarinnar, svo sem Jón Oddsson, Snói, Silent-Chris, Fritz Hahn og Furn- isher, en þessir böröust ár eftir ár um toppsætiö í afla og sölu. Olav Henrik- sen fannst þaö ekki „fair play“ aö hann væri með stærra skip en þessir keppinautar hans. Svona var Olav Henriksen, í alla máta drenglundaöur. Hann var einstakur maöur. Niöurlag í næsta blaöi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.