Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1980, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1980, Síða 2
Eru stórsöngvarar senn úr sögunni? Músíkgagnrýnandi New York Times veltir þeirri spurningu fyrir sér hvort hreinlega verði að hætta að færa upp erfiðustu óperur söngbókmenntanna, vegna þess að óperuhúsin hafa ekki á takteinum söngvara, sem ráða við hlutverkin. Maöur er nefndur Peter G. Davis og skrifar um músík í stórblaðiö New York Times. Hann lætur í Ijósi áhyggjur sínar um framtíó óperu- húsanna, vegna þess aö þá söng- krafta vanti, sem þarf til að ráóast í erfiöustu verkefnin. Varla er um að kenna hnignandi skólum og söng- fólk á alþjóðamælikvarða hefur hvað eftir annað lýst þeirri hörðu samkeppni, sem á sér stað á söngsviðinu: Um leið og minnstu merki sjást um aö söngvari sé ekki á toppnum, er honum óöar fórnað fyrir annan, sem svo aö segja bíður í dyragættinni. Sem sagt; þaö er ekki hörgull á fólki, sem hefur á bak við sig fínustu skóla og fær- ustu kennara. En er þaö hugsan- legt aö sjálfur náttúruefniviðurinn hjá þeim beztu sé eitthvaö síöri en var fyrir nokkrum áratugum. Eða gengur þetta í bylgjum eins og margt annað? Um þetta segir Peter G. Davis: „Hvar eru hinir stórkostlegu óperu- söngvarar samtímans; rjóminn af rjómanum, ofurstirni á alþjóöamæli- kvaröa, sem eru kampavín óperu- heimsins? Jú, viö getum nefnt nokkur nöfn: Caballé, Scotti, Sutherland, Pa- varotti, Domingo og Milnes. Þar meö má segja aö þetta sé talið. Þaö er lýsandi fyrir ástandiö, aö einmitt hér á þessum síðum, lýsti James Levine, tónlistarstjóri Metropolitan óperunnar, því yfir í september síöastliönum, aö dramatískir söngvarar væru nú svo sjaldgæfir, aö taka yröi sumar meiri- háttar óperur út af skránni hjá Metro- politan, — þar á meöal óperur eins og Aidu og II Trovatore. Starfsáriö, sem endaöi í gærkveldi (19. apríl) hefur borið meö sér, aö James Levine talaöi vísdómsorö. Verk sem gera minni háttar kröfur, svo sem Brottnámiö úr kvennabúrinu, Billy Budd og Mahagonny, hafa hlotiö góöa dóma um leið og kassastykki eins og Aida, Carmen og Tosca hafa valdiö vonbrigöum vegna skorts á glæsileika í söng. Hver gæti ástæðan verið? Hvar eru Carusóar komandi ára? Er skýringin einfaldlega sú, aö framúrskarandi rödd sé sjaldgæft náttúrufyrirbæri og aö Carusó fæöist bara einu sinni á hverri öld. Nei, ekki er það svo, segir fjöldi kunnáttumanna sem stendur á bak viö alla góöa söngvara: Um- boösmenn, óperustjórnendur og söng- kennarar. Miklar raddir eru hreint ekki sjaldgæfar, segja þeir. En aðstæður í músíkheiminum eru hreint ekki sem bezt til þess fallnar á okkar tímum aö þessir hæfileikar uppgötvist, ellegar fái aö þróast. Einn af sérfræöingunum á þessu sviöi hefur látið í Ijós þá skoöun, aö birtist ungur Caruso núna á neðsta þrepi atvinnumennskunnar, lítt fágaö- ur en aö ööru leyti aö springa af óbeizluöum náttúrukrafti, þá mundi hann hvorki hljóta þá umönnun né uppörvun sem þyrfti tii aö honum nýttust hæfileikar sínir.“ Utan dagskrár er ekki úr vegi aö velta fyrir sér, hvert gæti orðið hlutskipti Kristjáns okkar Jó- hannssonar, sem gagnrýnendur virðast vera sammála um, aö sé náttúrubarn aö þessu leyti. Bæöi hér heima og úti í Kaupmannahöfn, hlaut hann þau ummæli, aö röddin væri stórkostleg, en ennþá, vantaöi talsvert uppá, aö hann gæti talizt stórsöngvari. Um leiö var þaö gefiö í skyn, aö svo gæti orðið meö réttri meðhöndlun. En í Ijósi þess, sem Peter G. Davis hefur sagt um óperuheim New York borgar, gæti ef til vill fariö svo, að honum yröu allir vegir færir í krafti söngraddar sinnar, — en einnig hitt, aö nauö- synlega uppörvun og aöhlynningu skorti þegar á fyrstu tröppunni. „Ekki skal því neitað, aö þessa dagana gefst kostur, á aö hlusta á mjög efnilega óperusöngvara,“ segir Enrico Caruso, fæddur 1873, fræg- asti óperusöngvari sögunnar og sá, 1 sem lengi verður til jafnaö. í upphafi fékk hann þó dræmar viötökur. Luciano Pavarotti, sem söng í Laugardalshöll í gærkveldi, er tal- inn fremsti tenór heimsins um þessar mundir og einn örfárra, sem ráða við hvaö sem er og hægt er að kalla stórsöngvara. Peter G. Davis ennfremur, „þar á meöal Catherine Malfitano, Richard Stilwell, Frederica von Sade, Neil Shicoff og Ashley Putnam. Og fleiri mætti raunar telja. Vel gæti farið svo, aö einhver þessara framantöldu gæti þróast upþí þá stærö, aö síöari tímar mundu vitna til þess. Viö skulum vona að svo veröi. En þeir sem eru inná gafli í óperuheiminum, telja þó aö líkurnar á því séu ekki fyrir hendi. Ástæðurnar til þess aö sú staöa hefur komiö upp, leiöir heilmikiö í Ijós um þjálfun og getu óþerusöngvara í heiminum á okkar tímum. Áöur en þaö er skilgreint nánar, er rétt aö taka fram aö gullaldarfólkiö í óperuheiminum flaug engan veginn alfiörað, þegar þaö var aö koma sér á framfæri. Allir miklir söngvarar liðinnar tíöar, hafa þurft aö heyja sína baráttu viö tregðulögmál ríkjandi kerfis, áöur en ölluhn var Ijóst, hvaöa hæfileika þeir höföu aö geyma. Varla hafa neinir þrír óperusöngvarar látið meira til sín kveöa en Caruso, Chaliapin og Maria Callas, segir Michael Scott, sérfróöur Breti um þessi efni. Og hann bætir viö: „Öll hlutu þau sinn andbyr snemma á ferli sínum og áöur en þau höföu fínslípað sinn framúrskarandi náttúru- efnivið." Til aö ganga úr skugga um réttmæti þessara hugleiöinga, er einfaldast aö glugga í gagnrýni frá þessum tímum. Fyrsta veturinn sinn hjá Metropolitan óperunni í New York 1903—1904 hlaut Caruso aðeins dræmt hrós ásamt meö kvörtunum um „þessi þreytandi ítölsku áhrif á röddina". Þremur árum síöar, þegar Chaliapin lét fyrst í sér heyra í Metropolitan, fékk hann ekki annað hjá einum gagnrýnendanna, en aö hann minnti mann á „grófleikann, sem landi hans Gorki væri þekktur fyrir“. Þessar köldu kveöjur uröu til þess aö Chaliapin lét ekki sjá sig í Metropolitan óperunni næstu 14 árin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.