Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1980, Blaðsíða 3
Sýna má framá, að tregða á viöur-
kenningu til handa þessum stórsöngv-
urum, var dulbúin blessun fyrir þá.
Sjálfsagt hefur þaö tafið fyrir alþjóð-
legri frægð þeirra, en um leiö gátu þeir
unniö aö ræktun raddgæðanna á
hægfara en farsælan hátt á meðan
mótunarskeiö þeirra stóð yfir. Þaö er
einmitt þessi afar þýöingarmikla en
hægferðuga þróun, sem nútíma hæfi-
leikafólki í söng gengur svo erfiðlega
aö fá að njóta. Svo mikil er eftirspurnin
og þörfin fyrir dramatískar raddir, að
reynt er aö v'nda alltof snemma hvern
dropa út úr framúrskarandi hæfileika-
fólki. Þegar söngvari kemst uppí
ákveöna tröppu, þar sem alþjóðleg
eftirspurn biasir við honum, verður
freistingin ómótstæðileg að syngja
hreint alls staðar. Afleiöingin veröur
sú, aö mesta hæfileikafólkiö er látiö
flytja erfiöustu verkin of snemma, —
og alltof oft.
Flestir söngvarar hugsa hinsvegar
með sér: Ef ég get flutt þetta og þetta
fyrir svimandi há laun og fæ þrátt fyrir
allt góöa gagnrýni, hví skyldi ég þá
pæla í aö bæta raddgæöin eöa dýpka
skilning á hlutverki. löulega eru þessir
sömu söngvarar útbrunnir á unga
aldri. Stórstjörnurnar, sem blika og lifa
á óperuhimninum, voru lengi á leiöinni
inn í sviðsljós frægöarinnar, en stigu
um síöir fram meö fullum styrk og
fullum þroska. Þar á meðal eru
Norðurlandasöngkonurnar Birgit Nils-
son, (sem söng hér á listahátíð 1978)
og Kirsten Flagstad; báöar voru þær
liölega fertugar, sjóaöar listakonur
meö mikla raddtækni, þegar þeim var
alþjóölega hleypt af stokkunum, ef svo
mætti segja.
Til frekari skilnings á eöli málsins, er
nauösynlegt aö gera sér Ijóst, aö
söngur byggist á líkamsatgervi og
útheimtir mikiö til samskonar kost-
gæfni við æfingar og hver og einn
keppandi á Olympíuleikum hefur á bak
viö sig. „Söngur er reistur á geypilega
flókinni og nákvæmri samhæfingu,"
segir Conrad L. Osborne, þekktur
söngkennari í New York. Og hann
bætir viö:
„Ef hinir kórréttu vöövar eru ekki
réttilega þróaðir til að takast á viö þaö
Scala-óperan í Milanó var opnuð 1778. — Nú er lækurinn kominn svo langt frá
uppsprettunni, að óperan sem listform er ekki lengur þaö sem hún var. —
Davies telur þau Kirsten Flagstad og Lauritz Melchior mestu Wagnersöngvara
sögunnar, en bendir á, aö iíklega þættu þau óhæf í sjónvarpi nú á dögum, því
þar þykir heppilegra aö útlitiö sé númer eitt.
sem meö þarf til aö mynda mikinn tón,
— þá kemur náttúran til skjalanna
með einskonar hækjur: Annarsflokks
vööva, sem reyna aö taka yfir og
bjarga því, sem veriö er aö biöja
söngröddina um. Þetta leiðir til þenslu
og streitu, og gæti um síöir oröiö til
þess að hin réttu vöðvakerfi geti alls
ekki unnið sitt verk. Þar aö auki þurfa
söngvarar hvíldartímabil eins og aðrir
íþróttamenn til þess aö vöðvarnir fái
tíma til aö jafna sig.
Önnur ástæða fyrir skorti á stór-
söngvurum á vorum tímum, er einfald-
lega sú hin sama, sem oft hefur átt sér
staö í listum: Gamalt og gróiö listform,
gamall arfur, viröist vera aö deyja út.
Ekki þarf aö fara nema 25 ár aftur í
tímann til þess aö finna heilar sveitir
stórsöngvara, sem annaðhvort voru
læröir á ítalíu eöa samkvæmt ítalska
skólanum. Þeir fluttu meö svellandi
móöi óperur eins og Aidu, II Trovatore
og aörar álíka. Tenórar eins og Del
Monaco, Corelli, Tucker, Jussi Björling
og di Stefano. Eöa sópransöngkonur
eins og Maria Callas, Renata Tebaldi
og Milanov; messósópransöngkonur
eins og Simionato og Barbieri, barri-
tónsöngvarar eins og Bastianini, War-
ren og Merrill, bassar eins og Siepi og
Rossi-Lemeni. Þessi gjöfula upp-
spretta viröist þornuö meö öllu á árinu
1980.“
James Levine, tónlistarstjóri Metro-
politan óperunnar, sem áður er nefnd-
ur, talar um þessa þróun sem augljóst
sögulegt framstreymi. Hann segir: „Viö
veröum að fara aftur í tíðina, þegar
Verdi, Puccini, Mascagni og Giordano
voru uppi. Þeir sömdu óperur fyrir
ítölsk leikhús og fyrir þær raddir, sem
fyrir voru í þessum leikhúsum, en ýttu
undir þroska þeirra í ýmsar áttir. Svo
féllu tónskáldin frá, kennararnir dóu
þegar þeirra tími kom og nemendurnir,
sem urðu kennarar, dóu líka. Fram-
haldiö seytlar allavega, því þaö er
komiö svo langt frá uppsprettunni.“
Annar þröskuldur á þróunargötu
stórsöngvara á okkar tímum er sjón-
varpiö. Þessi miöill hefur þegar haft sín
áhrif á óperuflutning og þar hefur
komiö upp eftirspurn eftir aölaöandi
útliti, sem fer ekki endilega saman
meö dramatískum hæfileikum. Enn
Maria Callas. Meö mikilli þolinmæöi tókst að nýta einstæöa hæfileika hennar
og nú er Callas nefnd í hinnu miklu þrenningu meö Caruso og Chaliapin.
Feodor Chaliapin var fæddur 1873 eins og Caruso og hefur verið nefndur einn
af þremur mestu óperusöngvurum sögunnar.