Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1980, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1980, Blaðsíða 9
'■v: Sjá einnig bls. 10. Gamla samkomuhúsið á Húsavík með tvístæðri röð bogadreginna glugga er sérkennilegt og verður vonandi varðveitt. Ungmennafélagiö Ófeigur í Skörðum byggði það 1927—28 og eftir aö hafa afhent þaö Húsavíkurkaup- stað, lognaöist félagið útaf, en upp reis íþróttafélagið Völsungur. Því miður þurfti endilega aö reisa það á lóð, þar sem þá stóö eitt merkasta húsið í plássinu, svokallaður Baukur. Það hafði veriö byggt sem sýslu- mannsbústaður og var með elztu timburhúsum á Húsavík. Þegar Benedikt Sveinsson varð sýslumaður, keypti hann jöröina Héöinshöfða og flutti embættíð þangað, en þá keypti húsið Sveinn Víkingur, faöir Benedikts Sveinssonar alþingismanns og ráku hann og Kristjana kona hans þar veitingasölu og einnig var hægt aö fá þar gistingu. Þá var brennivín selt í staupum, en Húsvíkingar nefndu þau bauka og vínsöluna baukasölu og dró húsið nafn þar af. Bjarni Benediktsson kaupmaö- ur á Húsavík eignaðist síðan húsið og lét verkafólk búa þar, en þegar sú krafa kom upp, að Baukurinn yröi að víkja fyrir samkomuhúsinu, lét Bjarni taka það í sundur í flekum og úr þeim var síðan smíðuð verbúö við höfnina. Beint á móti samkomuhúsinu, sem missti hlutverk sitt meö tilkomu félagsheimilisins í sambýli viö hótelið, stendur útibú Landsbanka íslands á lóö, þar sem eitt sinn var tugthús Húsavíkur. í sögu þess var aöeins einn fangi geymdur þar, en hann var dæmdur uppá vatn og brauð í 14 daga og dómnum framfylgt. Fyrir það hlaut sýslumaður ákúrur stiftamtmanns, þar sem ekki var leyfilegt að loka mann inni uppá vatn og brauð lengur en viku. næstefst: í vitund eldri Þingeyinga og Húsvíkinga er þetta hús og verður sýslumannshús og ekki annaö. Þaö var reist í byrjun aldarinnar og gerði það Sigurjón Þorgrímsson frá Hraunkoti. Húsið ætlaði hann til hótelhalds og var það skýrt Fensalir. En skömmu eftir Í1920 keypti húsiö ástsælt yfirvald Þingeyinga, Júlíus Havsteen og bjó hann þar sína embættistíð. Meðan Júlíus gegndi embættinu, var sýsluskrifstofan einnig í húsinu. neöst til vinstri Gamli barnaskólinn, byggður 1906. í fyrstu var húsið byggt ofaná háan kjallara og því hærra þá. En þegar byggður var nýr barnaskóli, var þeim gamla breytt í íbúðarhús. neðst til hægri Stórhugur og glæsibragur einkennir skipulagið í mið- hluta bæjarins og vegna þess nýtur hin fagra Húsavík- urkirkja sín eins og vert er.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.