Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1980, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1980, Blaðsíða 10
HUSIN A A HÚSA- VÍK Vönduð og vel teiknuð steinhús í miðhluta Húsavíkur. ifcwiHtu.p.: umuíihí Hús Maríusar Benediktssonar útvegsbónda við árgiliö. Maríus var faðir Héðins, hins fræga trillukarls á Húsavík, sem orðinn er áttræöur og hefur verið minnst í Lesbók. Skúrinn, sem veit aö gilinu var í senn matargeymsla, beituskúr og útvegsaðstaða Maríusar. Gunnar sonur Maríusar býr nú í húsinu ásamt Elínu Jónsdóttur konu sinni. Þau áttu stóran hóp barna, sem öll ólust upp í þessu húsi, og vægast sagt er ekki mjög stórt aö fiatarmáli. ‘ - i£i > - . >Y.. ;y Þetta funkishús hefur veriö reist í því augnamiöi aö hýsa Byggðasafn Þingeyinga. Þeir sem til þekkja, telja að það hafi gerst fyrst og fremst fyrir atorku og áhuga eins manns: Jóhanns Skaftasonar fyrrum sýslumanns Þingeyinga. Framtakið er lofsvert, og húsiö kann að vera góö umgjörð um safnið, en mikil afturför birtist þar í arkitektúr frá því bezta, sem Húsvíkingar eiga. ® Ingólfur Sveinsson HALLGERÐUR Við gengum niður Aimannagjá í mildri birtu haustsins og ég fann hve þú varst hættuleg í fegurö þinni háriö koisvart tvírætt bros ígrænum augum seiömagnaöir töfrar eg i uppnami — fannst ég veröa aö berjast halda sæmd minni sýna karlmennsku gagnvart þér umkringdri blóöþyrstum aödáendum sem vildu hremma þig aftur í fortíð sína þaðan sem þú komst þennan eftirminnilega haustdag Svartir veggir Almannagjár uröu haröir fangelsismúrar er viö gengum inn í nútímann slitum upp draumblómiö úr fjarlægö áranna l Þröstur J. Karlsson UNDANKOMAN Þeir fylltu dalina meö fjöllunum litu yfir verkiö og sögöu: Þetta er bara skrambi gott. — Næst skiptum viö „ félagi“ vitinu jafnt milli allra. Stuttu seinna yfirgaf Nói jöröina endanlega, — í nýrri örk.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.