Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1980, Blaðsíða 6
SKAK
Margeir Pétursson
Viðureign
Horts og
Kavaleks í
Þýzkalandi
Hér með hefst í Lesbókinni þáttur, þar
sem teknar verða fyrir athyglisveröar
skákir úr nýlegum skákmótum. Aöeins
ein skák birtist í hvert sinn þannig að
unnt er að gera hverri þeirra beyti skil en
unnt hefur reynst í skákdálkum Morgun-
blaðsins vegna þrengsla. Skákfréttir og
skákir þeim tengdar munu þó halda
áfram að birtast í aöalblaðinu, auk þess
sem helstu skákviöburöa er jafnan getiö
í hinum almennu fréttadálkum blaðsins.
Skákin sem verður efni þessa fyrsta
þáttar er fyrir margar sakir athyglisverð.
Hún var tefld í marz í vestur-þýzku
deildakeppninni. Slíkar flokkakeppnir
hafa aldrei náð miklum vinsældum
meðal skákmanna, enda skáklistin í eðli
sínu einstaklingsíþrótt. Mörgum þykir þó
slík keppni góö tilbreyting og deilda-
keppnir svo sem sú íslenska skipa nú
fastan sess í starfsemi flestra skáksam-
banda. Venjuiega eru þaö aðeins áhuga-
mannafélög sem taka þátt í slíkum
keppnum, en í Vestur-Þýzkalandi er
deildakeppnin aðalskákviöburöurinn á
hverjum vetri og taflfélögunum í landinu
mikiö kappsmál aö standa sig þar sem
bezt. Hafa þau því gripiö til þess ráös aö
fá til liös viö sig erlenda stórmeistara og
láta þá tefla fyrir sig á háu kaupi til þess
aö fá sem flesta vinninga. Því er þó ekki
aö neita aö þaö kemur mörgum spánskt
fyrir sjónir aö menn fari landa á milli
aöeins til þess aö tefla eina skák.
Skákin í dag er einmitt á milli tveggja
slíkra aðkeyptra meistara, þeirra Horts,
sem teflir fyrir Oporz og Kavaleks, sem
er á launaskrá í Solingen. Reyndar eru
þeir báöir Tékkar, en Kavalek fluttist til
Bandaríkjanna 1968 og Hort hefur að
undanförnu búið í V-Þýzkalandi. Venju-
lega þegar þessir tveir landar hafa
mætst á mótum hafa þeir samiö janftefli
eftir fremur stuttar viðureignir, enda
ágætir vinir. Að þessu sinni tóku
forráðamenn Porzklúbbsins þó ekkert
friðarhjal í mál og Hort varö aö hafna
jafnteflisboöi félaga síns, er staöan var
2:1 fyrir Solingen.
Þeir félagar eru báðir vel kunnugir
Kóngsindversku vörninni, sem uppi varö
á teningnum. Hort meö hvítu, og Kavalek
meö svörtu. Hinn fyrrnefndi beitti uppá-
haldsafbrigöi sínu, Samisch afbrigöinu,
en 6. f3 markar upphaf þess. Hort hefur
dálæti á leiknum 9. d5, hann beitti
honum t.d. í skák viö Júgóslavann Bukic
á skákmóti árið 1977, en þar varö
framhaldiö 9.... Re5, 10. Rg3 — 6c, 11.
f4 — Reg4, 12. Ba7! — Ha8, 13. Bgl —
h£, 14. h3 — Rh6, 15. Bd3 og hvítur stóö
betur. Kavalek lumaöi á endurbót og
uppskar ágæta stööu eftir framhjáhlaup-
ið 13. dxe6 — fxe6, þar eö 13. h3 gekk
ekki vegna exf4, 14. Dxf4 — Re5.
Hvítur.kæröi sig ekki um aö stööva
framrásina b6 — b5 í 19. leik, meö því
að leika 19. a4 — Bc6, 20. Bf3 — Hfc8,
21. Dd3, en lagði hins vegar gildruna 19.
Bf3 — Bc6, 20. e5! — Bxf3, 21. exf6 fyrir
svart. Hin djarfa veiking 20. .. . h5l? var
liöur í viöleitni svarts til þess aö grafa
undan hvíta miöboröinu.
23. leikur svarts, e6 — e5 veikti
vitanlega d5 reitinn, en hvítur hótaöi
sjálfur 24. e5l, 26. exd5? gekk ekki
vegna hins skemmtilega gaffals 26..
e4 sem vinnur liö. Eftir 28. ... Bc8
hótaöi svartur 29. ... c4 þannig aö
hvítur sá sig tilneyddan til aö víkja
biskupnum til e2. Staðan virtist nú
fyllilega í jafnvægi, þar eö öflug staö-
setning svarta riddarans á e5 vó upp
hina veiktu kóngsstööu svarts.
í stööunni á stöðumyndinni hafnaði
hvítur boöi svarts um þráleik og lagöi út
í tvísýnar aðgeröir. Tímahrakið kom nú
til sögunnar, en keppendur uröu aö Ijúka
50 leikjum fyrir fyrri tímamörkin. Hort
reyndi síöan enn aö slá ryki í augu
Kavaleks meö 41. Re6! en sá síðarnefndi
brást hárrétt við og eftir 43. ... Hd8
virtist svartur eiga jafntefli í hendi sér. En
nú fóru undarlegir hlutir aö gerast, í staö
44. Bg3 tók hvítur mikla áhættu meö 44.
Df4?! þar eö eftir 44. . . . Hxd6, 45. Dxd6
— Dxe2, 46. Dd8+ — Bf8, 47. Df6 —
De7 eöa 47. Ha1 Kg7 hefur hvítur engan
veginn nægileg færi fyrir skiptamuninn.
Eftir 44. . . . Bxd5? 45. Bc4! lék svartur
síðan tapleiknum 45. . . . Bxc4?, en hann
gat enn haldiö jafnvægi með 45.. . . De6
í framhaldinu heföi svartur átt að láts
sér nægja peðstap og leika 47. ... Kg8
staö 47. ... Bh6? sem gerði hvíti kleifl
aö Ijúka skákinni samstundis meö 48
He1!
Eftir 48. Bf4 leysti Df8 engan vands
vegna 49. Hf3! og er skákin fór í biö eftir
51. leik svarts -var Ijóst aö Hort haföi
auöunnið tafl. Skemmtileg hrókstilfærsla
í 57. leik tryggöi síðan sigurinn. Spenn-
andi skák, en auðvitaö ekki gallalaus.
Þessi vinningur nægði þó Porz-
mönnum ekki, því aö þó aö Hiibner ynni
Hecht á ööru boröi gekk þeim illa á neöri
boröunum og keppninni lauk meö sigri
Solingen, 5:3.
Hvítt: Vlastimil Hort
Svart: Lubomir Kavalek
Kóngsindversk vörn
1. d4 — Rf6, 2. c4 — g6, 3. Rc3 — Bg7,4
e4 — d6, 5. f3 — 0-0, 6. Be3 — Rc6, 7.
Rge2 — a6, 8. Dd2 — Hb8, 9. d5 — Re5,
10. Rg3 — c5, 11. f4 — Reg4, 12. Bgl —•
e5, 13. dxe6 — fxe6, 14. h3 — Rh6, 15.
Be3 — Rf7,16. Be2 — b6,17.0-0 — Bb7,
18. Had1 — De7,19. Bf3 — b5, 20. b3 —
h5, 21. Dd3 — h4, 22. Rge2 — b4, 23.
Ra4 — e5, 24. Rb6 — Bh6, 25. Rd5 —
Rxd5, 26. cxd5 — exf4, 27. Rxf4 — Re5,
28. Dd2 — Bc8, 29. Be2 — a5, 30, Kh1 —
Bg7, 31. Rd3 — Rf7, 32. Rf4 — Re5, 33.
Rd3 — Rf7.
34. 05 — Rxe5, 35. Bg5 — Hxf1+, 36.
Hxf1 — De8, 37. Bxh4 — Bf5, 38. Rf4 —
a4, 39. Bg3 — axb3, 40, axb3 — Ha8, 41.
Re6 — Bxe6, 42. Bxe5 — Bf7, 43 Bxd6
— Hd8, 44. Df4 — Bxd5, 45. Bc4 —
Bxc4, 46. Dxc4+ — Kh7, 47. Dh4+ —
Bh6, 48. Bf4 — g5, 49. Bxg5 — Hd6, 50.
Bxh6 — Hxh6, 51. Dg4 — De7, 52. Hf5
(biðleikur) Hg6, 53. Df4 — Kg7, 54. Kh2
— Dd6, 55. Dxd6 — Hxd6, 56. Hxc5 —
Hd3,57. Hg5+ — Kf6, 58. Hg3 — Hc3,59.
h4 — Kf5, 60. h5 og avartur gafst upp.
Endre Nemes viö vinnu sína.
Hljóðlátur
kom, sást ekki, og fór fyrir ofan garð
í maímánuði síöastliönum fór fram í
Norræna Húsinu og á vegum þess
einhver fyrirferöarminnsta listsýning í
sögu þessa ágæta húss. Og þegar rætt
er um fyrirferö, þá er ekki átt viö
plássiö sem hún tók eöa fjölda mynda,
heldur þaö, aö hún fór hreinlega fyrir
ofan garö og neöan. Veröur aö telja
þaö heldur sorglegt í Ijósi þess, aö
þarna var á feröinni einhver merkasta
sýning frá útlandinu, sem okkur hefur
veriö gefinn kostur á í áraraöir.
Endre Nemes hefur fundiö svo
persónulega ieiö, aö hann líkist ekki
neinum, — og enginn líkist honum þaö
ég veit. Hann er hliöstæður Erró aö því
leyti, aö hver mynd er saman sett úr
urmul smámynda; annars eru þeir
ólíkir og Nemes hefur tileinkað sér
„malerískari" leið aö markinu. Þetta
eru myndir, sem útheimta mikinn tíma
og gott næöi, enda synd aö segja, aö
þaö væri ekki fyrir hendi. Það stund-
arkorn, sem ég dvaldist viö hina
dulúðugu fegurö í myndheimi Nemes-
ar, kom ekki nokkur lifandi sála inn í
sýningarsal Norræna hussins. Þó var
þaö á helgidegi. Og einn af myndlistar-
mönnum okkar, sem lagöi leið sína
þangaö og dvaldist lengi, sagöi svo
frá, að svefnhöfgi sótti á hann í
einverunni; hann settist á stól og svaf
þar góöa stund án þess aö nokkur
raskaöi ró hans.
Þaö er góðra gjalda vert að stofnan-
ir eins og Kjarvalsstaöir og Norræna
Húsiö fái hingað verk framúrskarandi
listamanna. Ekki veitir nú af í afskekkt-
inni. En um leið veröur aö gera sér
Ijósa þörfina á rækilegri auglýsingu til
þess aö heila gilliö fari ekki fyrir ofan
garö og neöan. Á sama tíma og Nemes
sýndi hér, eöa aðeins fyrr, var Ivan
Rebrof á ferðinni og hlaut fádæma
viötökur. Kannski er þaö ekki alveg
sambærilegt; söngur höföar ugglaust
meira til fjöldans. En sé litið á þann
mikla mun, sem þarna varö á athygli
og aösókn, mætti halda, aö íslend-
ingar væru fullkomlega vanþróaöir í
myndlist og heföu nánast lítiö frétt af
því fyrirbæri.
Fáein orð um
Endre Nemes og
sýningu hans í
Norræna Húsinu
Eftir Gísla Sigurösson
Endre Nemes kom sjálfur til Islands
aö vera viöstaddur opnun sýningarinn-
ar og nokkra daga til viöbótar. Hann
fylgdist meö aðsókninni og þaö var
dapurlegt aö vita til þess aö svo
ágætur gestur væri aö telja á fingrum
annarrar handar þá, sem hann sá
slæöast innúr dyrum. Sennilega telur
hann íslandssýninguna ekki mjög
merkan áfanga á ferli sínum.
Endre Nemes er fæddur í Ungverja-
landi 1909 og nálgast nú sjötugt.
Kornungur barst hann meö sínu fólki
til Tékkóslóvakíu; átti þar heima til
1924, en sneri þá aftur til fööur síns í
Ungverjalandi og lauk stúdentsprófi í
Budapest 1927. Raunar hét hann
Nágel, en tók upp listamannsnafnið
Nemes 1928 og tók aö skrifa. Hann
gaf út Ijóöabók, fékkst viö blaöa-
mennsku og síöar við skopmyndagerö.
Frá 1930—35 stundaði Nemes nám
viö listaakademíiö í Prag og fyrstu
sýningu sína hélt hann 1936.
Höfuðborg Tékka var um þetta leyti
mikil menningar- og listaborg í gam-
algrónum Evrópustíl. En nú fóru í hönd
viösjárverðir tímar og ekki langt aö
bíöa þess, aö Hitler hremmdi landið í
upphafi útþenslu sinnar.
Nemes gat ekki unaö viö þaö
ástand, sem upp kom og flýöi land;
setti kúrsinn á Finnland og kom sér
* þar fyrir sem málari, en sýndi í Noregi
og eignaöist vini þar. Af einhverjum
ástæöum var hann talinn óæskilegur í
Framhald á bls. 11