Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1980, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1980, Blaðsíða 11
— Endre Nemes Framhald af bls. 6 Finnlandi til langframa. Hann leitaði þá á náðir Norðmanna og þar var tekiö við honum, en 6 dögum síðar gerði Hitler innrás. Nemes brá við skjótt og gerðist sjálfboöaliði í norska hernum, en viö uppgjöf hans, flýði hann enn og í þetta sinn yfir til Svíþjóöar. Þar kom hann sér fyrir og átti þátt í að mynda listamannahóp, sem kallaðir voru Út- lagarnir og voru menn, sem svipað stóð á um. Síöan hefur Endre Nemes haldiö geysimargar sýningar, bæöi þar og annarsstaöar og í sumum tilfellum veriö einasti fulltrúi Norðurlanda á alþjóölegum samsýningum. Hann varð sænskur ríkisborgari 1948 og hefur látiö mikiö til sín taka í samtökum listamanna þar í landi. Um tíma var hann kennari viö Valand listaskólann í Gautaborg og veitt nafnbótin Prófess- or í listum. Alf-Jörgen Aas, sem skrifar pistil um Nemes í bók um hann, segir þar aö Nemes hafi veriö „svo duglegur að það var pirrandi". Hann reyndi allar hugs- anlegar aðferöir í myndlist: lagði gjörva hönd á grafík, málverk, klipp- myndatækni og teikningar. Hann fór til Spánar og stúderaði Stucco-tækni vegna útimynda; einnig emaleringu og notkun á rharmara. Hann var einum of duglegur og það kallar alltaf á sömu viöbrögö eins og við þekkjum harla vel. Einn kunnasti málari Svíþjóöar sagði við fyrrnefndan Alf-Jörgen Aas, aö myndir hans væru ó-sænskar, aö hann ætti ekki að hafa leyfi til að telja sín verk sænsk og jafnvel aö þaö ætti að reka hann úr landi. Vel er það kunnugt, aö Svíar hafa ekki haft af miklu að státa á myndlist- arsviðinu á liðnum áratugum og kannski svíður þeim það, aö Endre Nemes, sem er eitt stærsta nafniö í sænskri myndlist síöustu áratuga, skuli ekki vera Svíi í raun og veru. En þegar betur er aö gáö, þá geröi El Greco garðinn frægan á Spáni — og gerir enn — en hann var raunar Grikki eins og nafnið segir til um. Ekki eru allir á eitt sáttir um að Endre Nemes sé súrrealisti; sumir þeirra sem skrifa í bókina fyrrnefndu, telja að í raun sé engin sérstök hilla til handa honum og vilja kenna hann viö fantasíu fremur en súrrealisma. Það kann aö vera mjótt á munum þarna, en hitt er víst, að Nemes vinnur alveg í anda súrrealistanna, en viöurkennir sjálfur, að oft sé myndmálið táknrænt. Fyrst og fremst er þaö þó myndrænt og vinnubrögðin aldrei vélræn eins og stundum vill verða í nútímalegri mynd- list af þessu tagi. í Norræna Húsinu sýndi Nemes einnig klippmyndir, sem ekki gáfu þeim máluðu eftir. Og klippmyndirnar hafa greinilega orðiö honum upp- spretta, sem honum gagnast vel aö ausa af. Eins og aö líkum lætur, hefur honum áskotnast ýmiskonar heiður í seinni tíö: Boö um að sýna á Docu- menta II í Casel og í Kunstnernes Hus í Osló. Hann hefur sýnt í ísrael, í Motreal í Kanada og síöast en ekki sízt í heimalöndum sínum, sem veröur að telja tvö: Ungverjaland og Tékkóslóv- akíu. Nú vilja þeir gjarnan eigna sér hann á gömlu heimaslóöunum og hafa beitt sér fyrir yfirlitssýningu á verkum hans í Prag. Norræna Húsið á þakkir skildar fyrir að hafa stuðlaö að því aö gefa okkur kost á að sjá þessi mögnuðu verk í Vatnsmýrinni en vonandi hendir þaö slys ekki aftur, aö svo merkur menningarviöburður detti uppfyrir. Gísli Sigurðsson. - Æi, nú er ég ekki með tölvuna - Sezt ekki ryö á maskínuna í höföinu, ef vélin á borðinu eða tölvan í vasanum er látin leysa hana af hólmi, fyrst í skóla síöan í starfi. Tapast ekki minni, ef unglingar læra aldrei neitt utanbókar, minnk- ar ekki hugsanaskerpan, ef hlaupiö er meö einföldustu hugardæmi í tölvur? Kynslóö eftir kynslóö tyggur gamalt fólk sömu tugguna „allt var ööruvísi og betra í mínu ungdæmi, uppeldið, vinnusemin, sparsemin, þrekið og allur manndómur. “ Þetta eru mannlegar hillingar sem fylgja ellinni, en hefurgamalt fólk aföllum kynslóðum rangt fyrir sér? Það getur varla verið. Ef um væri aö ræöa stööuga framför með hverri einustu kynslóð og aldrei bakfall, hlyti mannkynið aö vera betur á vegi statt miðaö við þekkta fortíð en reynd er á. Það er því eflaust rétt kenning, að kynslóðirnar stökkvi fram og til baka eftir aðstæðum. Gott er einnig að vona, að það sé rétt, að stökkin framávið frá því sögur hófust af manninum, séu orðin hænufetinu lengri en stökkin afturábak. Nútíminn er ævinlega íloftinu, og í framtíöinni mælist, hvort hann hefur stokkiö fram eöa aftur, en hvort heldur nú er, að viö sem lifum erum að stökkva fram eða aftur, vitkast eða heimskast miðað við næstu forfeður, þá skulum við treysta því aö það komi kynslóö, sem jafnar metin og síöan enn önnur, sem stekkur hænufetinu lengra fram. En það var þetta með þjálfun minnis og skarpleika. í verzlun: Tvær stúlkur um tvítugt aö verzla. Þær ætluðu báðar að kaupa sama hlutinn og spurðu um verðiö á honum. Það reyndist 995 krónur. Þá segir önnur: — Höfum við nóga peninga? Hvaö ætli þetta sé mikiö saman? Hin greip ósjálfrátt til tösku sinnar, en áttaöi sig og sagöi: — Æi, nú er ég ekki meö tölvuna. Afgreiðslukonan, sem var á þeim aldri, að hún hafði alizt upp við að nota heilann til daglegs brúks, heyrði samtalið og kom stúdentun- um til hjálpar: — Tvisvar 995 eða 1990, stúlk- ur mínar. Stúlkurnar urðu ókvæða við svo skyndilegri lausn á flóknu máli og reyndust hafa næga peninga. Af- greiðslukonunni lék hugur á að vita, hvort þær hefðu íraun og veru verið í vanda með aó leysa þetta dæmi í huganum. Þær sögðu þá báöar, aö þær heföi ekki borið viö í þrjú ár að reikna eitt eða neitt í huganum, ekki smæstu tölur, ævin- lega gripið til vasatölvunnar. Mað- ur, sem heyrði á þetta tal, spurði: — „Ætlið þig í framhaldsnám?“ Það læddist að honum, voóalegur grunur. — Já, þær bjuggust við því, „eitthvað höldum við áfram. “ — Ætlið þið í fiskifræði? — Ja, því ekki það. í banka: Það var maöur með svonefnt spariinnlegg í banka og það var um daginn að hann fór til að fá lán út á það. Stúlka ein, laglegasta hnáta, afgreiddi hann, þegar henni gafst tími til frá mikilsverðu símtali. Hún útfyllti fyrir hann umsóknarform um lánið. Þeg- ar aö því kom að skrifa á formið innleggsupphæðina, sagðist hann hafa lagt inn 25 þúsund krónur á mánuði allt áriö, eins og ráð er fyrir gert í þessum lánsformi. Honum láðist að nefna heildarupphæðina og stúlkan kallaöi: (nöfnum breytt) — Gunna, geturðu fariö með tólf sinnum tuttugu og fimm í vélina fyrir mig? — Nei, sagöi Gunna, ég er með í vélinni, hún Ásta getur þetta í sinni vél. Og Ásta gat þetta. — Þetta eru þrjú hundruð þúsund — kallði hún, og hin endurtók til vonar og vara áður en hún skrifaði töluna. — Þrjú hundruð þúsund, sagðirðu þaö? Já, þrjúhundruð þúsund. — Og þá var nú þetta komiö á hreint og stúlkan skrifaði óhrædd og ákveðiö töluna þrjú hundruö þús- und í formið og maðurinn skrifaði undir. Ungu fólki finnst ekkert tiltöku- mál, þótt gráhæröir karlar spyrji asnalegra spurninga, það er reynd- ar sjálfpefiö, og maðurinn spurði: — I hvaða skóla varst þú bless- unin mín? Hún nefndi skólann og sagöist hafa útskrifast nú í vor. — Af hverju spyrðu? — Þaö er nú bara af því, sagöi karlinn, að ég hélt að mín kynslóð væri sú vitlausasta, sem ,heimurinn hefði alið, en ég held hún sé að tapa metinu. Eins og að líkum lætur skyldi stúlkan ekki svona langsótta at- hugasemd, hún komst ekki með harta í vél, og lét henni því ósvarað. í þósthúsi: — Ég ætla aö fá 10 frímerki innanlands (þau kostuðu þá 190 krónur stykkið, hvað sem þau kosta nú, þegar þessar línur eru ritaðar viku seinna). Elskuleg stúlka, íslenzkar af- greiðslustúlkur eru yfirleitt elsku- legar, þegar þær hafa tíma til þess fyrir símanum — afhenti þessi tíu frímerki greiðlega, en í stað þess að nefna upphæðina strax, sneri hún sér að rafmagnsvélinni sinni, stimplaöi inná hana og lét hana velta tölunni 190 tíu sinnum og þá hafði hún fengið vissu um útkom- una og gat nefnt hana af öryggi. — Hvað hefðirðu gert, sþurði kúnninn, ef ég hefði keypt þúsund frímerki? — Það er hérna önnur vél, sem margfaldar líka, sagði stúlkan kurt- eislega, en mér fannst ekki taka því að fara í hana. Þessi stúlka reyndist ekki komin langt á menntabrautinni. Hún lýkur ekki sínu fjögurra ára mennta- skólanámi fyrr en næsta vor og á því eftir heilan vetur til að læra aö margfalda í huganum tíu sinnum hundrað og níutíu. Það er þó borin von henni lánist þaö, fyrst henni hefur ekki tekist það, í barna- og unglinganáminu og þessum þremur árum, sem hún hefur verið í menntaskóla. Ásgeir Jakobsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.