Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1980, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1980, Blaðsíða 13
 og sjö börnum. Og sá næstelzti, sem eiginlega hafól aldrei passaö í okkar fjölskyidumunstur — því sumir eru fæddir sjentilmenn meö hvíta hanska, var þá líka búinn aö hleypa heimdrag- anum, og á eigin spýtur aö reyna aö komast út í hinn stóra heim. Hann læröi þjónslistir í Kaupmannahöfn, þótt ekki geröi hann þær að lífstarfi. Hann lifir enn. Móöir okkar haföi góöan aga á okkur sem eftir vorum. Of seint aö segja elsku mamma, þegar hún virki- lega reiddist og höndin komin á loft. Ekkert mátti heldur útaf bera til að endar næöu saman hjá einstæöum mæörum þeirra daga. Það munaði um hverja 25 aura sem maöur vann sér inn meö því aö selja Alþýöublaöiö, sem var sótt í Alþýðuhúsið viö Hverfisgötu. Þá var þar viö afgreiöslu ungur og nettvaxinn piltur, Guömundur síöar á Mokka — og söngfélagi minn í Þjóö- leikhúskórnum um árabil og dansfélagi í Kátu ekkjunni. Kosturinn á þessum árum var soön- ing, slátur, heimabakaö brauö, mjólk, lýsi, laxering einu sinni á ári og hafragrautur. Mér þótti hann vondur þá, ósjaldan kekkjóttur, og spændur uppí mann jafnóðum og maöur spýtti honum útúr sér. Pylsur eöa annað kjötmeti fengum viö einna helzt þegar mamma sótti meðgjöfina til bæjarins og á hátíöum. Af hreinni náttúrunnar þörf í þá daga þekktist ekki viðhald í þeirri mynd sem nú tíðkast. Þaö var ekki búið aö verðleggja stundargam- aniö. Kunningjar móöur minnar voru flestir eins blásnauöir og hún. Og ef fólk geröi hitt, var þaö gert af hreinni náttúrunnar þörf eins og Þórbergur orðar þaö. Þetta var nú einu sinni eina dægrastytting fátæklinganna — nokk- uö sem gengur kaupum og sölum í dag, jafnvel hjá „virðulegum“, hús- mæðrum til aö drýgja tekjur eigin- mannsins . .. Maöur var rekinn út ef það kom gestur. Enn í dag er mér illa viö leiðinlegar gestakomur. Minnug förunauta gleöimannsins stjúpa míns eöa kunningja móöur minnar. Hennar einu skyndikynni af höfö- ingja fóru í vaskinn hjá henni og er aö því mikil eftirsjá. Þaö var þegar hún mætti Einari Benediktssyni á götu, og hann mæltist til aö hún biöi sér í kaffi. Skáldjöfurinn varö svona hrifinn af augunum hennar. Hann bróöir minn og ég vorum ekki eins hrifin af þeim. Þau voru lítil og brún, og gátu orðiö eitilhvöss ásamt einhverju ööru hvass- ara á afturendann. Þó fékk strál ur öllu drjúgari smjörþef af þeim traktéringum en ég sem lagðist á fjóra fætur og grátbaö um vægö. — Eöa allt þar til hann snéri vöndinn eöa húsgagna- bankarann úr höndum hennar tólf ára gamall. Á heimavígstöövum var stríöiö tap- aö. Gamla konan búin aö bíöa sinn fyrsta ósigur í lífinu. Harðdugleg og kveinkaði sér ekki í þjáningum Mamma lést 1957 frá þriöja eigin- manni sínum eftir 13 ára sambúö. Hún giftist honum fimmtug og hann reynd- ist henni bezt. Hann heitir Siguröur Guðmundsson og býr á Uröarstíg 6 hér í borg. Verkalýöshetjan hefur átt sínar þrautagöngur í lífinu eins og aðrir. Hann er fyrirmyndin að afanum í Alþýðuheimilinu, skemmtisögu sem út kom 1963. Sú saga er reyndar spé- spegill fleiri fjölskyldumeðlima. Áöur en ég læt duluna falla yfir hana móöur mína, þessa litlu haröduglegu konu, sem sjaldan kveinkaði sér í þjáningum, vil ég geta þess aö hún var gædd svokallaöri dulheyrn. Henni voru sagð- ir fyrir óorönir atburðir, óvænt, kannski á götu eða viö þvottabalann. Áöur en hún tók þá ákvöröun aö gefa hálfsystur mína, var sagt viö hana: Þú átt eftir aö eignast aöra telpu til, og svo ertu búin. Á styrjaldarárun- um var sagt við hana: Bandamenn vinna. í síöasta skipti sem röddin talaöi til hennar var þegar ég var aö leggja upp meö hana sjúka til Lourdes. Þá var sagt að hún ætti eftir aö lifa manninn sinn. Þeir eiga víst til aö bregöa fyrir sig hvítri lýgi hinummegin eins og hérnamegin. — Huggarar allra tíma .. . Blessuö veri minning góöra mæöra. Yngsti hálfbróðir minn, sem er bráðlifandi ennþá; myndarlegur og velgefinn, var kvalari minn í æsku. Og eiginlega hefur hann haldið því áfram allar götur síöan aö fara óvægum höndum um þaö kvenfólk sem hefur staöiö honum næst. — Svo hann á allar sínar rassskellingar skiliö. Á síökvöldum brá hann yfir sig pilsi móöur okkar og hræddi gamlar konur. Hann fiktaöi viö kínverjagerö í ein- hverju útivaskahúsinu til aö hræöa líftóruna úr öörum saklausum sálum á gamlaárskvöld. Og þær voru ófáar ferðirnar sem hann sendi mig, litlu hálfsystur sína, meö riögað járnarusl neöan úr fjöru til að selja sem gull í gullsmíðabúö á Laugaveginum. Að rífa sig út í kuldann og myrkrið meira og minna berlæraður Eitt af hans prívatuppátækjum var aö setjast ofan á andlitiö á mér og . . . Eitthvað viröast sumir bókahöfundar hafa oröiö fyrir snoölíkri reynslu af sínum, því svo bregöur við í dag, aö maður opnar svo varla metsölubók, aö ekki sé rekiö viö framan í mann, strax á saurblaðinu. Skólaganga hófst viö átta ára aldur þá, og viö sóttum Miöbæjarskólann þar til skyldunámi lauk þrettán ára. Ég var tossi alla tíö, enda ekkert tilhlökkunarefni fátækum skólabörnum. Þá þekktust ekki síö- buxur á telpum og aöallega stuttbuxur á drengi. Að rífa sig upp útí kuldann og myrkrið fyrir átta á morgnana, meira og minna berlæraöur því mann klæjaöi svo undan ullarsokkunum, og sækja tíma hjá bekkjarkennurum sem sjald- an stökk bros og kannski ekki ástæöa til. Nú eru börnin betur klædd, skóla- námiö lengra, töskurnar þyngri og samt sem áöur — þegar allt er lagt saman, kemur þaö upp úr kafinu aö unga fólkiö getur varla lagt saman tvo og tvo nema á talnavél, og er svo vel aö sér í reglunum viö opinber þjón- ustustörf aö skammi mig ef þaö krefst ekki af Forsetanum aö hann framvísi nafnskírteini vilji hann víxla 1000 króna ávísun í einhverri bankastofnuninni, eöa krefji hann um ökuskírteini þurfi hann aö sanna tilveru sína . . . Ég var tíu ára þegar herinn steig á land. Þá bjuggum viö á loftinu í húsinu númer 5 viö Bröttugötu, húsi, sem nú er búiö aö rífa. Þar sá ég draug eöa nánar sagt vofu, eins og þær eru sýndar á myndum. Hún birtist mér óvænt og fyrirvaralaust stundum þeg- ar ég var ein aö dunda mér, og um hábjartan dag. Síöan hef ég aldrei veriö hrædd í myrkri. Þaö var víst húseigandinn gamli sem var svona Leiðrétting í Lesbókinni 7. júní uröu þau mistök í myndatextum, aö forsíðumyndin var sögð af Geröi Helgadóttur í vinnustofu jaröbundinn. Síðast hræddi hann mig ellefu ára gamla. Þá bjuggum viö í kjallara hússins númer 59B viö Hverf- isgötu. Amerískur her og gjafakassar með sápu og þvottadulu Hernum fylgdu nýjar og óþekktar dægrastyttingar. Rotturnar sem nú stukku milli steina í fjörunni voru stærri, svartari og grimmari. Lúsin varö landlæg. Þaö endaði með því aö skólahjúkrunarkonan klippti af mér allt háriö, og viö bróöir minn lögöumst bæöi í blóðkreppusótt, kóleru, sem lagðist á bæinn. Heldur uröu litbrigöin í tilverunni jákvæöari þegar Ameríkan- inn kom, því meö ameríska hernum komu gjafakassarnir. Kassar, sem gefnir voru íslenzkum skólabörnum á litlu jólunum. Ég var heldur óheppinn með innihaldið í mínum kassa. Einna minnisstaeöast er mér sápa og þvotta- dula. Bandaríska Rauðakrossinum tiefur víst ekki þótt vanþörf á því aö íslendingar þrifu sig eftir Bretann. En hvort ég átti að vaska mig fyrir þá alla veit ég ekki. 1941 söng ég á sviöi í fyrsta kórnum mínum — Sólskinsdeildinni. Viö lögöum land undir fót frá sviöinu í Tjarnarbíói alla leiö til Vestmanna- eyja, og sungum einnig meira og minna fyrir sjúka og særöa hermenn á spítulunum þeirra í nágrenni Reykja- víkur. Fimmtán ára flutti ég aö heima: í kjölfar bróður míns, og leigöi mér kvistherbergi upp við Óðinstorg — nánar tiltekiö, í húsinu númer 13 viö Óðinsgötu hér í borg. Mér hefur verið þaö eðlislægt í mínum ómeðvitaöa lífsstíl, sem ósjálf- rátt mótast af persónuleikanum, aö lítilsviröa hvorki sjálfa mig né aöra í þjónustustörfum lífsins . nema brýna nauðsyn beri til, og allra sízt í bókum. Þessari lífsskoðun, ásamt því aö loka að minnstakosti ööru auganu fyrir misgjöröum annarra, eöa misfellum í fari þeirra, á ég að þakka, að ég hef haldiö sálargaröinum nokkurnveginn arfalausum. Gulltárin til að mynda, jólasögur og ævintýri þar sem allir eru svo góöir, bók sem kom út 1957, og ég hef verið að íhuga rifrildiö af eftir öll þessi ár, er lítið annað en dulbúin þrá eftir jólasveini sem aldrei kom. Krakkagreyin sem eru að alast upp í dag eiga þaö varla skárra þegar allt kemur til alls. — Þjóðfélagiö aö yfirfyllast af jólasveinum í allrahanda pakkningum, svo ein allsherjar fyrring grípur um sig hjá öllum mannskapn- um. Eftirvænting jólanna endar í tárum og rifrildi á öðruhverju barnaheimili borgarinnar — fermingardeginum lýk- ur meö yfirgnæfandi hávaöa úr rándýr- um hljómflutningstækjum, sem árum saman hefur bætzt ofaná skuldasúpu alþýöuheimilanna, sem rúiö hafa sig inn aö skyrtunni til aö standa undir veizlu útí bæ — og æsingurinn viö aö koma sumum þessara unglinga í pottþétt sæti á vinnumarkaönum er svo mikill, aö þeir fá margir hverjir loforö fyrir heilum drossíum nái þeir góöu prófi í gagnfræöa- eöa mennta- skóla. Niöurlag í næsta blaöi. sinni í Belgíu, en átti að vera í Hollandi, enda bjó hún aldrei í Belgíu. Og sagt var að þrí- hyrndur steindur gluggi eftir hana væri í Saurbæjarkirkju, en hann er að sjálfsögðu í Ólafsvíkurkirkju.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.