Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1980, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1980, Blaðsíða 3
Fjórtán- línungur eftir fjórtán skáld Þorsteinn Gylfason setti saman Lausn og úrslit í verölauna- samkeppni LAUSNIN ER ÞANNIG Sá einn er skáld, sem skilur fuglamál. Davíð Stefánsson: Kvæðiö um fuglana. Og skýjaflotar sigla yfir lönd. Jón Helgason: í vorþeynum. Svo rétt oss lífsins djúpu, dýru skál: Einar Benediktsson: Jörð. viö dvöldum ein viö hraunsins gráu rönd. Jakob Jóh. Smári: Ég minnist þín —. Láttu þá hjartaö vera fullt af friö, Grímur Thomsen: Bragar ræða. svo fljótt kom grasið undan ís og snjó. Hannes Pétursson: Birtan er komin. En lakast mun þó flestum feðrum viö: Þorsteinn Erlingsson: Tii feðranna í Eiðnum. þú feröast gegnum dimman kynjaskóg. Steinn Steinarr: í draumi sérhvers manns. En veiztu aö seinna sól þín vex af mér Matthías Johannessen: Stúlka meö brún augu. — nú svífur vetrarnóttin dimm og löng — Báröur Halldórsson Löngumýri 32, Akureyri. Guörún Jónsdóttir, Stórholti 19, Reykjavík. Ingibjörg Jónsdóttir Hofteigi 11, Reykjavík. Anna Ólafsdóttir Hátúni 10, Reykjavík. Margrét Jónsdóttir Samtúni 14, Reykjavík. Hreiöar Stefánsson Goðheimum 16, Reykjavík. Hermann Hákonarson Háteigsvegi 22, Reykjavík. Helgi Sæmundsson Holtsgötu 23, Reykjavík. Sigrún Pálsdóttir, Stórageröi 30, Reykjavík. Torfi Jónsson Kleppsvegi 42, Reykjavík. Ásdís Kvaran, Rykvöllum, Mosfellssveit. Hjörtur Pálsson Smiðjuvegi 15, Kópavogi. Hér koma einvöröungu Akureyringar og Reykvík- ingar viö sögu, en hlutur landsbyggðarinnar aö ööru leyti er enginn. Ekki skal reynt aö finna skýringu á því, en kannski geta þaö einhverjir spekingar. Einn þeirra sem réði allt rétt, Gísli Jónsson menntaskóla- kennari á Akureyri, lét fylgja lausninni nýjan fjórtánlínung eftir fjórtán skáld — meö sérstakrj þökk til Þorsteins Gylfasonar. Veröur hann birtur áöur en langt um líöur, enda vel gerður eins og vænta mátti. Kannski verður þetta frumkvæöi Þorsteins til þess aö menn fari aö spreyta sig á cento eins og þetta form var kallað á latínu. Eins og frá hefur veriö greint áöur, eru verölaunin heildarútgáfa Skuggsjár á verkum Einars Bene- diktssonar. Dregiö var um þau 11 nöfn, sem aö.ofan eru birt og kom upp nafn Helga Sæmundssonar. Fjórtánlínungur sá er Þorsteinn Gylfason setti saman og nefnir raunar íslenzkt úrvalsljóð, hefur vakið veröskuldaöa athygli, en eitthvaö hefur þaö vafizt fyrir Ijóðavinum aö feöra línurnar, ef dæma má eftir þeim lausnum sem bárust. Þær voru samtals 30 og kom í Ijós, aö 12 þeirra voru réttar. Víöa þar sem menn voru saman komnir og spreyttu sig á fjórtánlínungi þessum, kom í Ijós að margir þekktu strax 2—3 línur og sjóaöir Ijóöamenn kannski helming. Þaö er því ekki aö furöa þótt réttar lausnir yröu ekki mjög margar, enda nokkuð langsótt aö fara aö leita í Ijóöabókum, ef maður er ekki viss. Tomas Guömundsson: Nú andar næturblær —. vorboðinn Ijúfi, fuglinn trúr sem fer Jónas Hallgrímsson: Ég bið aö heilsa. meö fimbulbassa undir helgum söng! Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal: Gaman og alvara. Sú heimsvon öll, sem barmur mannsins ber, Magnús Ásgeirsson: Rubaiyát eftir Omar Khayyám. Þaö borðar hana dalakindin svöng. Halldór Laxness: Hallormsstaöaskógur. Þessir áttu réttar lausnir: Gísli Jónsson Ásvegi 23, Akureyri. KALLAÐIR Fyrir nokkrum vikum flutti rithöf- undur úr hópi hinna yngri athyglis- verðan erindaflokk í útvarpiö. Það voru fimm erindi, og sagði hann þar frá ferli sínum á höfundarbrautinni, frá fyrstu kynnum sínum af bók- menntum og tilraunum til ritstarfa og þeirri miklu þolraun, sem þaö hefur reynst honum, aö brjóta sér braut til viðurkenningar. Allt frá æskudögum hafa ritstörf veriö honum ástríöa. Hann heitir Þorsteinn Antonsson, Reykvíkingur, rúmlega hálffertugur aö ég ætla. Takmark hans hefur alla tíö verið eitt, aö veröa rithöfundur. Hann hefur lokiö stúdentsprófi og numiö nokkra vetur viö háskólann. Hann hefur og lesiö sjálfstætt inn- lendar og erlendar bókmenntir og þau fræöi er þeim heyra, og flestir ætla aö gagni komi. Hann hefur skrifaö og skrifað, birt í blööum og tímaritum, lesiö í útvarp. Hann hefur gengiö endalaust fyrir bókaútgefend- ur og ráöamenn fjölmiöla, með mis- munandi árangri. Hann rakti þá sögu, áratugslanga a.m.k. Oftar en hitt, var hann gerður afturreka, þó hefur honum tekist að koma út nokkrum bókum og veröa nafnkunnur rithöf- undur. En hann er greinilega ekki í hópi þeirra ungu manna, sem fjöl- miölamenn og listaklíkur hafa hamp- að. Um þaö talaöi hann ekki, rakti aðeins atburðarás, sagöi sögu sína, eins og hún kemur honum sjálfum fyrir sjónir. Ég hlustaöi á þessa frásögn meö nokkurri forvitni. Hér er maður sem tilheyrir annarri kynslóö en undir- ritaöur. Saga mín og minna jafnaldra var og er um margt ólík hans, og þó var margt sem við hlutum aö kannast viö. Um þaö ætla ég ekki aö ræða hér. Satt aö segja haföi ég ekki hugsaö mér aö láta mig mál þessa unga manns neinu varöa. Á ekki hver maöur í rithöfundastéttinni nóg meö sín vandamál? Hér eru langar dag- leiöir á milli kynslóða. En málflutning- ur mannsins situr í mér. Ég get ekki alveg þagaö. Sögur manna eru einstaklings- bundnar. Viö þekkjum ekki rætur þeirra allar. Hér er greinilega um aö ræöa sérstæöan gáfumann. Hann hefur notið nokkurrar viöurkenningar hér heima og erlendis. Samt er hann nær óþekktur og ráöviltur. Saga hans er ekkert einsdæmi. Ég leyfi mér aö fullyröa aö í rithöfundasamtökunum er þetta aö veröa vandamál. Þar er nú aö búa um sig hópur manna, sem þeim sjálfum og nógu mörgum öör- um, finnst aö þeir eigi heima, en hafa varla enn sannaö hlutgengi sitt. Ábyrgir menn hljóta aö spyrja: Er ekki að einhverju leyti ábótavant um uppeldi ungra skálda og rithöfunda- efna? Ég hef lengi haldiö aö svo væri. Þaö er nóg skrifað um bækur. Ekki vantar þaö. En að mínum dómi er þaö ósköp tætingslegt og ómark- visst. Hér hefur í áratugi vantaö bókmenntatímarit, sem gegna eöli- legu hlutverki. Tímarit máls og menn- ingar er hiö eina, er kemur út nokkurnveginn reglulega og oftar en einu sinni á ári. En mér hefur alltaf fundist þaö vera heimilisrit sértrúar- flokks, til þess ætlaö fyrst og fremst aö hæla takmörkuöum safnaöarhópi og heimamönnum ákveöinnar fylk- ingar. Skírnir og Andvari koma út einu sinni á ári, ritstjórnin lífstíöarbitl- ingar góöra embættismanna og í þau rita skólabræður þeirra og systur um vildarmenn eigin kynslóöar og aöra skjólstæöinga. Ónefndir eru þá ævi- þættir látinna þjóöskörunga og fræöilegir fyrirlestrar háskólakenn- ara. Um þetta mætti margt segja, undirstöðugóöa allsherjarsögu bók- mennta vantar. Mestan svip á bókmenntaumtalið setja ritdómarar dagblaöanna, sem flestir gegna störfum í aukavinnu. Útgefendur, sem auglýsa í blööunum ætlast til skjótrar afgreiöslu, ósjálf- rátt hefur þaö áhrif. Vond samviska skrifaranna segir svo til sín, þegar mesta kauptíöin er afstaðin. Þá er tekiö til viö aö afgreiöa minni spá- menn og sjálfblekjunga, sem Irtiö eiga undir sér og þá er öllum klappaö blíölega á kollinn, vitnað óspart í Ijóö ungra höfunda. Ekki sé ég ofsjónum yfir þeim viöurkenningarorðum sem óharðnað- ir skálddrengir og lífsreynslustúlkur hljóta hjá blaðapennum og fjölmiöla- Ijósameisturum. En ég held aö þetta sé oft misskilningsgóðsemi, bæöi viö þetta unga fólk og almenna lesendur, alla þá sem í alvöru reyna aö átta sig á stöðu sinni, bókmenntanna og menntalífinu í landinu. Framtíð þess- ara höfundaefna er með þessari tækifærismennsku, sem hvarvetna blasir viö, stefnt í mikla hættu. Það verður enginn rithöfundur eöa skáld fyrir þaö eitt, aö honum sé hælt eöa aö honum takist aö krækja sér í skáldalaun eöa feröastyrk, eöa jafn- vel komast snemma í Rithöfunda- sambandiö. Þeir sem slíkt halda geta átt þaö á hættu aö uppgötva þaö, kannski um seinan aö hæfileikar þeirra hefðu nýst betur á öörum sviðum lista eöa annarra greina mennta og athafnalífs. Þaö vil ég taka fram strax og greinilega, aö þessum oröum er ekki beint til Þorsteins Antonssonar, þess unga höfundar, sem flutti hina skýr- oröu frásögn um höfundar- og út- gáfureynslu sína í útvarpiö. Hans málfærsla undirstrikar einmitt vel hvernig ástandiö er í þessum efnum, og af hve miklu handahófi bækur eru valdar til útgáfu. Klukkan er 8,30 aö morgni hins 28. Framhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.