Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1980, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1980, Blaðsíða 7
Magnús Magnússon — íslendingur og Skoti — fæddur í Reykjavík 1929, en hefur búiö í Skotlandi. Hefur veriö rektor Edinborgarháskóla, aðstoöarritstjóri The Scotsman og vel kunnur sjónvarpsmaöur í Bretlandi, einkum fyrir þætti sína, Mastermind. Sunday Times Magazine bregöur Ijósi á dag í lífi — og lífiö í degi Magnúsar Magnússonar, hins kunna sjónvarpsmanns, sem er „okkar maöur“ á þeim vígstöövum og kemur ævinlega íslandi á framfæri, þegar tækifæri gefast. „Ég er mikill nátthrafn. Þaö kemur ósjaldan fyrir, aö ég vinni alla nóttina. Ég hef mikinn áhuga á því aö sofa út einhvern daginn, en mér gengur þaö fremur illa. Ég fer alltaf á fætur klukkan 7 á morgnana. Ég hef ekki miklar áhyggjur af klæöaburöi mínum, og mér er gjarnt aö grípa til þess, sem hendi er næst frá deginum áöur. Ég hef sérstök föt fyrir hátíðleg tækifæri í háskólanum, en bezt kann ég viö mig í flauelsbuxum og skyrtu. Þá daga, sem ég fer til London, legg ég af staö kl. 7.20 og ek út á flugvöll. Þotan er þægileg. Hún kemur mér í sjónvarps- veriö kl. 9.45 og heim aftur kl. 10 að kvöldi. Þaö er ekki hægt aö segja, aö þetta sé hiö venjulega. Dagskráin breytist svo oft. En einn af kostunum viö aö búa hér, er aö samkvæmislífiö leggst ekki of þungt á mann. Dögunum hérna heima eyði ég alltaf í vinnustofu minni, viö lestur og símhring- ingar, sérstaklega þegar fjölskyldan er fjarri. Aöeins yngri sonur minn býr hjá okkur núna, þaö er Jón, en hinn eldri, Siggi, fórst í bílslysi fyrir sex árum. Dætur mínar þrjár eru allar burtu — tvær í háskóla, en hin elzta er blaöamaður viö The Scotsman. Viö búum hérna kona mín, Mamie, ásamt systur hennar, Önnu. Ég hef alltaf útvarpiö opiö, þegar ég er aö vinna, yfirleitt rás 4. Eg held, aö þaö sé vegna þess, aö ég er alinn upp í blaöaheiminum, aö mér falli ekki viö þögnina. Ég þarf alltaf aö hafa einhvern kliö. Hér höfum við alltaf mikiö af blöðum — The Times, Scotsman, Glasgow Her- ald og annað hvort Mail eöa Express. Á sunnudögum fáum viö The Sunday Tim- es, Sunday Express og Observer. Þaö bíöur mín haugur af bréfum, þegar ég kem heim aftur úr þriggja eöa fjögurra daga ferö. Þaö eru aðallega bréf varö- andi þáttinn „Mastermind". Fólk vill vita nánar um eitthvað varöandi sérstakar spurningar eöa er ósammála þeim svör- um, sem gefin hafa verið. Þaö er alls ekki svo sjaldan, sem í Ijós kemur misskilning- ur eöa villa í þættinum, því að uppsláttar- bækur eru því marki brenndar aö endur- taka villur hver annarrar. Ég hef mikla ánægju af bréfunum. Þau eru samband mitt viö fólk. Ég svara eins mörgum þeirra persónulega og ég get. Um þaö bil þriöjungur þeirra eru varöandi sjónvarpiö, þar meö talin þau sem Innlhalda beiöni um rithönd eða starf. Annar bunki af bréfum berst mér sem ritstjóra Popular Archaeology (Almenn fornleifafræöi). Og svo berast alltaf bæk- ur, stafli af bókum. í morgun komu tvær nýjar þýöingar á bók minni, „Archaeology of the Bible Lands", á hollenzku og þýzku. Mér er færöur hádegisveröur í vinnu- stofuna, meöan ég er aö vinna. Ég er alls ekki matvandur og vil ekki eyða miklum tíma yfir matnum. Helzt kýs ég einfaldan mat af ýmsu tagi. Ég boröa alls engan morgunmat, og ég vil bara einn rótt í hádegismat. Mér þykir gott aö fá mér drykk — gin og tonic fyrir hádegisverð og kvöldmat, og viský eftir kvöldmatinn. Og pípuna reyki ég stööugt. Ég er ekki ofstækismaður um heilsurækt og tek eins lítiö af líkamsæfingum og ég get. Ég held, aö trimm sé þaö heimskulegasta sem hægt er aö hugsa sér. Eg hef unnið mikiö aö sjónvarpsþátt- unum um víkingana. Þaö eru þeir þættir, sem mér hefur þótt mest gaman aö, ég hef unnið aö þeim frá grunni og fræöst um leið og ég var aö byggja þá upp. Sjálf kvikmyndunin finnst mér leiðinleg, en á síöasta ári hef ég veriö á feröinni um alla Evrópu og Noröur-Ameríku og jafnframt veriö aö skrifa bókina, sem fylgir þáttun- um. „Mastermind“ er skemmtilegur leikur, en ég hef ekki lært neitt af honum, aöallega vegna þess aö fróöleikurinn er svo sundurleitur. Ég man hvert svar svona í þrjá daga, en þá veröur aö þurrka þau úr huganum og fara aö hugsa um hin næstu. Ef ég ætti sjálfur aö keppa (gegn vilja mínum), myndi sérsviö mitt vera goöafræöi víkinganna eöa eitthvaö á sviði fornleifafræöi. Á þessu ári hef ég ráðgert aö taka mér nokkra hvíld frá því að koma fram opinberlega. Ég hef látiö af embætti sem háskólarektor og hef ekki tekiö aö mér neitt opinbert verkefni annaö en aö halda áfram meö Mastermind. Ég boröa á kvöldin um níu-leytiö og horfi yfirleitt á sjónvarpiö um leið. Ég geri mér ekki far um aö horfa á mína eigin þætti. Ég hef áhuga á viöburðum dagsins, heimilda- myndum og íþróttum, og ég er mikill aödáandi kúrekamynda. Á bíó fer ég aldrei, en mér þykir gaman aö horfa á síökvöldsmyndina, áöur en ég fer enn einu sinni inn í vinnustofu mína. Þá opna ég fyrir World Service — bezta dagskrár- atriðið í BBC. Persónulega trúi ég ekki á Guö. Afstaöa mín er fremur hlutlaus. En undir niöri dáist ég aö Þór og Óöni. Sumir halda því fram, aö Bible Lands hafi veriö andkristin bók — eöa móti Biblíunni — en það er ekki rétt. Hér var einfaldlega um könnun, rannsókn aö ræöa. Trúar- brögö eru mér áhugaverð frá sögulegu sjónarmiöi. Ég hef ekki metnaö til aö ná neinu sérstöku marki. Ég væri ánægöur, ef lífiö héldi áfram, eins og þaö er. Ég held, aö metnaöur minn sé hinn sami og hjá öllum — aö hafa starf, sem er viö hæfi manns og rækja þaö eftir beztu getu. Ég dreg mig aldrei í hlé. Ég er í rauninni mikill bjartsýnismaður. Ég hlakka til næsta árs á hverju ári. Og næsta ár er alltaf hiö bezta.“ — Svá —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.