Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1980, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1980, Blaðsíða 15
Margir eru kallaöir Framhald af bls. 3 júní 1980. Ég sé að laufin á trjánum fyrir utan gluggann minn eru upp- hringuð og litverp í daufu sólskininu. Hvaö hefur komiö fyrir? Maöktíminn, sem gefur fuglinum næringu og sprautumönnum garöyrkjustéttarinn- ar peninga í nokkra daga, er nýliðinn. Þessari spurningu veröur því ekki svaraö í dag. í gærkveldi var ég að lesa fróðlega grein í Helgarpóstinum um þaö, hvernig hinn ástsæli forseti okkar, sem fer frá Bessastööum eftir nokkr- ar vikur, ver dögum sínum. Margt hefur sá ágæti maöur vel gert á sínum valdatíma. Þakksamlega minn- ist ég alþýðlegrar, teprulausrar en- jafnframt höfðinglegrar framkomu forsetahjónanna, aö ógleymdum smekklegum og orösnjöllum tæki- færisræöum. — En kannski ber ekki síst aö þakka þaö, sem forsetinn lét ógert, en annar óþarfari maöur á þessum staö, heföi látiö eftir sér að gera. Og þá ekki síst þaö, aö sitja lengur en hæfilegt var. Nú stendur hann elskulega upp úr sínum góöa stól á réttum tíma. Jón úr Vör. Síungur tilraunamaður Framhald af bls. 2 maöur eins og sjá mátti á sýningunni og vonandi gefa myndirnar einhverja hugmynd um þaö. Á síöastiiönum vetri sagöi Sigurjón í samtali í Lesbók, aö hann teldi sér henta betur að vinna í tré en stein nú orðiö. Að höggva stein með hamri og meitli er erfiöisvinna, sem skynsamlegt er aö sneiöa hjá, þegar menn eru ekki lengur ungir. Hvorttveggja hefur sína töfra, steinninn og tréö, — en stund- um er sá efniviöur, sem Sigurjón finnur á fjörum svo myndrænn í sjálfu sér, aö verk listamannsins er nánast upprööun eöa samrööun. Sí- valur viðarbolur fær aö halda formi sínu, eins og til dæmis sést á forsíöumyndinni. Aöeins hefur Sigur- jón mótaö á hann höfuö og undir- staöan úr málmi veröur líkt og fætur undir þessari konumynd, sem stend- ur viö hús Sigurjóns á Laugarnes- tanganum. GS. Búskapur í Mosi Oa Tunya Framhald af bls. 9. í ágúst, fer aö sjást í fossana og hin giæsilegu gljúfur. Ævintýri var þaö líkast fyrir íslending aö kynnast frjósemi moldarinnar í Zambíu. Aöeins fjórum mánuðum eftir aö viö fluttum, vorum viö orðin sjálfum Okkur nóg hvaö grænmeti snerti; ég sá um þaö og var afskaplega montin af garöinum mínum. Þar ræktaöi ég tómata, púrru, chilllie, papriku, rauö- rófur, kál, eggaldin og allskonar krydd- jurtir. í hvert sinn er ég tók upp salathöfuð eöa eitthvað annaö, potaði ég nýju fræi í moldina og þarmeð var tryggt, aö uppskeran var stanzlaus. Hvergi hef ég séö eins margar fuglategundir og í garðinum í Down- ingstræti númer 10, sem ég minntist á fyrr. Þar voru til dæmis margar finku- tegundir meö túrkisbláar, eldrauðar, skærgrænar og gular bringur. Þar voru og búsett tvenn pör af mjög fallegum, dökkbláum fuglum meö appelsínugular rendur á vængjum. Bæöi pörin byggöu sér hreiður í loftventlum hússins. Vænzt þótti mér þó um máríuerlu- hjón, sem bjuggu í mangótré; þau minntu mig á Island.Máríuerlurnar uröu líka svo hændar aö mér, aö í hvert sinn er ég dundaði í garðinum, komu þær til mín. Og þegar ég eldaöi mat í eldhúsinu meö eldhúsdyrnar opnar, komu þær venjulega inná gólf og þáöu brauðmola. Þær voru afskap- lega kurteisar og létu sem þær dáöu sönghæfileika mína, þegar ég raulaöi fyrir þær „máríátlan mín mín“, — að launum tifuöu þær fallegu stélunum sínum ótt og títt, hölluðu undir flatt og flautuðu „ttillur" fyrir mig. Ég varö þá aö viöurkenna, aö þeirra söngur var öllu fegurri en minn. Til dæmis um, hvernig þær geröu sig skiljanlegar, minnist ég þess, aö eitt sinn sat ég inni viö bréfaskriftir og hafði þá engan frið fyrir máríuerlunum mínum, sem stóöu í gluggasillunni og gogguöu í rúöuna án afláts og tístu hástöfum. Ég hélt í einfeldni minni aö þær væru aö ávíta mig fyrir aö hanga inni í þessu guðsdýrðarveöri. Ég gafst því upp á bréfaskriftum og fór út. Um leið og þessir fiöruðu vinir mínir sáu mig, flaug önnur i átt til mín, en síðan í stórum sveig aö vatnskrananum í garöinum, sem hún goggaöi í og tísti frekjulega um leiö og hún leit á mig. Þá skildi ég hvernig í öllu lá, — þær voru aö sálast úr þorsta. Töfrar Afríku eru hættulega kyngi- magnaöir. Eftir aö hafa kynnst mörgum Evr- ópubúum, aöallega Bretum og Skot- um, sem hafa verið hér í 20 og allt uppí 40 ár, þorum viö ekki aö dvelja alltof lengi í Zambíu. Allir hafa gömlu menirnir sömu söguna aö segja; nefni- lega, aö þaö sé hættulegt aö vera of lengi, — þá sé svo erfitt aö rífa sig burtu. Einn af þessum öidnu vinum mínum er í aigerri sjálfheldu. Fyrir honum liggur aö vera sagt upp starfi vegna aldurs, — og feginn vildi hann fara heim áöur en til þess kemur. En hann á ekki fyrir farinu og hann er of stoltur til þess aö fara framá aðstoð ættingja sinna, sem hann hefur ekki séö í áratugi. Þessi engill í mannsmýnd hefur eytt mestallri ævinni hér og launin hans hafa einkum og sér í lagi runniö til fátæklinga hér og í Living- stone. Þið ættuö bara að sjá, þegar Burt frændi kemur í fátækrahverfin; börnin þyrpast aö honum úr öllum áttum, hrópa, syngja og dansa af gleöi. Hann er heils árs jólasveinn fátækl- inganna á þessum slóöum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.