Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1980, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1980, Blaðsíða 8
Svipmyndir úr hinni fjölskrúöugu nóttúru Zambíu. tsá Víktoríufossarnir draga til sín fjölda ferðamanna, en á sumum árstímum Á bökkum Zambezi. Hér er Edda hjá kof. þýðir ekki að koma þangað, því þá sést ekki í fossana fyrir úða. félagsskap nokkurra apakatta, en frá þeim se Viktoríufossarnir í Zambesi-fljótinu eru einhverjir mestu fossar heimsins og gljúfrið, sem veröur neðan við fossana og sést á Zimbabve, sem áöur hét Rhodesia, en Zambia er hægra megin. Fyrstu mánuðina okkar hér í Mosi Oa Tunya-þjóögarðinum í Zambíu, bjuggum viö í indælu litlu húsi í hverfi tækni- og verkfræðinga við virkjunina hjá Viktoríufossunum. í hverfinu því arna eru aðeins tvær nafnlausar götur og þegar ég sá, aö okkar hús var númer 10, kallaði ég götuna óðar Downingstreet. Zömbunum í götunni þótti hugmyndin góð og nefndu hina götuna Abbey Road, því nöfn tveggja verkfræðinga, sem þar bjuggu, byrjuðu á Abbey. í þessu hverfi eru aðeins 14 hús og þar búa jafnmargar fjölskyldur, en mun fleiri bavíanar, því skóglendið umhverf- is göturnar morar af bavíönum, og það var mín bezta skemmtun að fylgjast meö háttalagi þeirra, þann tíma sem ég bjó á þessum staö. Viö sólarupprás flykkjast þessir frændur okkar í stórum hópum inní garða hverfisins og éta allt sem að kjafti kemur, svo framarlega sem það er ekki rautt á litinn. Zambar segja mér, að aparnir forðist alla rauða ávexti, því þeir hafi brennt sig á Píri-píri, sem kallað er chillie á norður- slóöum. Um leið og mennskir rísa úr rekkjum, forða bavíanar sér til skógar og dvelja þar unz líöur að sólsetri; þá koma þeir aftur í kvöldmat. Um uppskeruna hér stendur þess- vegna eilíf barátta milli mennskra annarsvegar og apanna hinsvegar. Þó þarf ekki aö gæta garðanna um nætur, því bavíanar eru myrkfælnir. Skemmti- legt er aö fylgjast með vel skipulögöum ránsferðum þeirra; hvernig foringinn læðist meðfram giröingunni í skjóli skrautjurta og trjáa og þegar hann hefur fullvissað sig um að hvorki séu mennskir né hundar á veröi, gefur hann hinum merki. Þeir stökkva þá fimlega yfir girðingar og hremma það, sem þeim þykir girnilegast. Oft óskaöi ég þess að ég heföi kvikmyndavél til þess að mynda þessa „sjarmerandi" þjófa aö verki. Meöan við bjuggum enn við Down- ingstreet 10, kom kunningi okkar úr borginni eitt sinn í heimsókn. Hann hafði komið við í verzlunum og keypt ýmsar matvörur, en bíl sínum lagðl hann framan við húsið. Við sátum á veröndinni og sáum hvar bavíani lædd- ist aö bílnum. Ég brá við skjótt, en var of sein, því þegar ég kom út á^ötuna, stökk bavíaninn til skógar með heilt franskbrauö. Þegar hann þóttist kom- inn nógu langt frá mér, lagði hann brauðiö til hliöar, klappaöi saman lófunum og sýndi allar tennurnar, — rétt eins og hann væri að gera grín aö mér. Því miður fluttumst við seinna úr Downingstræti og innfyrir giröingu virkjunarinnar, svo nú verður minna um heimsóknir vina minna, bavían- anna. Umhverfis húsiö okkar er síki eöa kanall, sem enginn hættir sér yfir nema fuglinn fljúgandi, af ótta viö krókódíla og fleira varasamt. Við hliöin eru öryggisverðir og er engum hleypt innfyrir nema hann útfylli þar til gert eyðublað. En þótt bavíanar geti ekki lengur heimsótt mig, sleppa aörar skepnur mun ófrýnilegri framhjá öllum öryggisvörðum. Þetta eru einhverskonar risaeölur, tvær tegundir og er sú stærri rúmir tveir metrar á lengd; þær eru dökk- brúnar á litinn meö ógnarlega gadda eöa ugga eftir endilöngum hrygg og hala. Þegar ég sá þessar ófreskjur fyrst, hélt ég aö éitthvað væri bogiö við andlega heilsu mína; slíkar ófreskjur hélt ég aö væru aðeins til í ævintýrum og hryllingsmyndum. Zambar segja, aö þessar meö gadd- ana séu baneitraöar, en hin tegundin er mun viðkunnalegri, — þær líta út eins og trölivaxnar eölur, liturinn er sá sami og lögunin einnig, en lengdin er hálfur annar til tveir metrar. Tungan er geysilega löng, dökkgrá og klofin fremst, lappirnar minna á krókódíla, en halinn er mjög sterklegur og er hann þeirra einasta vopn, ef á þær er ráöist. innfæddir segja, aö kjötiö af þessum skepnum sé hiö mesta lostæti, enda munu þær vera veiddar í talsveröum mæli í frumstæöum þorpum þessa lands. Báðar tegundirnar svamla í síkinu umhverfis húsið okkar og þær styttu mér stundir fyrstu vikurnar hér; komu í staö bavíananna og mér fannst gaman að fylgjasl með ferðum þeirra uppúr síkinu og inn í garðinn í leit aö froskum og öðru lostæti. Einn daginn komst ég í talsamband viö eina maddömuna; mér sýndist hún jafn áfjáö í að skoöa mig og ég hana. Ég sat viö glugga og hún hlussaöist alla leiö þangaö og ég ávarpaði hana með mínum blíöasta rómi. Hún svaraði með því að lygna aftur augunum, halla undir flatt og reka út úr sér langa og klofna tunguna. Mér kom í hug aö taka mynd af gestinum, en þegar til átti aö taka var auövitaö engin filma í vélinni. Nú heyrir þetta nábýli viö eölurnar til liðinni tíð, því fóstursonur minn, hund- urinn Rover, sem er sonur tíkar af Great Dane-kyni og hunds af Als- ation-kyni, sagöi ölium skrímslum stríö á hendur. Rover var aðeins þriggja mánaöa gamall, en mjög stór eftir aldri, þegar hann hóf sinn skæruhern- aö gegn risaeðlum. Ég var dauöhrædd um líf hans, því báöar tegundirnar heföu hæglega getað klippt af honum hausinn meö flugbeittum hölunum. Sem betur fór var Rover öllu fimari svo skrímslin slógu vindhögg; og þó, — þær slógu gras, þvf halarnir eru beittir sem Ijár. Nú er Rover farinn úr vistinni, en síðan hann var hér, sjást engar ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.