Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1980, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1980, Blaðsíða 12
Betri er orðstír en orður Ymsar spurningar hafa vaknaö vegna þeirra þjóöhöfðingjaskipta, sem veröa hér á landi á þessu sumri. Við höfum veitt því athygli, aö ýmsir hafa spurt hinn nýkjörna forseta, hver afstaða hans sé til oröuveitinga. Vigdís Finnboga- dóttir hefur veriö varkár í svörum, þegar hún fjallar um hugsanlegar breytingar á starfsháttum þjóð- höföingjans, en þó dylst engum, aö hún hefur látiö þá skoöun í Ijósi oftar en einu sinni, aö löngum hafi veriö bruölað með íslensku fálkaoröuna. Þaö er ann- ars undarlegt, aö til skuli vera jafn hégómlegur hlutur á íslandi og fyrirferöarmikil oröa meö ýmsum stigum, lík því skrauti, sem hengt er á hershöföingja og aöra stríös- menn meö þeim þjóöum, sem eru neyddar til aö hafa jafn menning- arfjandsamleg fyrirbæri og heri á sínum snærum. Ef til vill eiga þessi mistök rætur aö rekja til þeirrar siövenju hér á betri bæj- um á ofanveröri síöustu öld og í upphafi þessarar, að hafa uppi myndir af fínum persónum, eins og Alexander Rússakeisara eða hershöföingjum á borö við Olav Rey eða Schleppegrell. Síra Ás- mundur Gíslason prófastur segir frá því í minningum sínum, aö þessir skrautlegu heiðursmenn hafi prýtt þilið í gestastofu hér í Laufási, þegar hann kom, lítill drengur, í fyrsta skipti til messu fyrir rúmum hundraö árum. — Þaö viröist sem Slavar séu næsta ginnkeyptir fyrir heiöursmerkjum, því að „ vinir alþýöunnar“ í austan- tjaldslöndum eru sérstakir að- dáendur oröuskrauts og minna oft á ofhlaðin jólatré, þegar þeir eru myndaöir á tyllidögum á grafhýs- um átrúnaöargoöa sinna. Þá gefa þeir þeim keisurum, sem þeir fjandsköpuöust viö, ekkert eftir í tildursdekri. Ég verð aö játa, aö dapurlegast þykir mér aö sjá oröuprjál á prestshempum. Hatursmenn Jesú Krists geröu sér vel Ijóst, að hann var andsnúinn hégóma og hvers- konar tilgerö, og fulltrúar her- valdsins hæddu hann og spottuöu meö því aö flétta kórónu af þyrnum og setja á höfuö honum og leggja yfir hann purpurakápu. Þyrnikórónan hlýtur aö veröa kristnum mönnum áminning um afstööu Krists til þeirra leikfanga, sem gerö eru til þess að kitla hégómagirnd fullorðinna og eru sjaldan í fullu samræmi við manngildi þeirra, sém skreyttir eru. Prestar eru kvaddir til þjón- ustu i þágu þess drottins, sem varaöi fylgjendur sína viö að setja sig í heföarsætin. í samræmi viö þann boöskap væri sú afstaöa kirkjunnar þjóna eðlileg, aö þeir hafni heiöursmerkjum. Um þessar mundir er rætt um að gera breytingar á embættisbúningi presta, ekki síst vegna þess, að hempan er óþægilegur og þyngslalegur búningur og pípu- kraginn óþjáll og heldur hjárænu- legt hálslín á ofanveröri tuttug- ustu öld. Tel ég vel viö hæfi, aö reglugerö um búning presta fylgi þaö ákvæði, að þeim leyfist ekki aö bera heiðursmerki, þegar þeir búast embættisklæðum og helst yröu þaö samantekin ráö kirkj- unnar þjóna að hafna heiöurs- merkjum meö öllu. Þorgeir rithöfundur Þorgeirs- son, er afþakkaöi þá fátæklegu upphæð, sem úthlutunarnefnd listamannalauna sá sér fært aö veita honum afgóðum hug á liðnu vori, lagöi til, að nefndin léti gera einkennishúfur meö glansskyggni handa viðurkenndum listamönn- um í stað þess að vera að píra þessu takmarkaöa náðarbrauöi í alltof marga staöi. Mór þótti þetta býsna fyndin tiilaga (Þorgeir yrði a.m.k. hermannlegur meö kask- eiti, sennilega líkastur aömíráli), einmitt vegna þess, að ég er hjartanlega sammála Þorgeiri um þaö, aö líklega er engin þjóö jafn frábitin einkennisbúningum og oröutildri og við íslendingar. Hins vegar eru íslendingar menn ORDSINS og fátt viröa þeir fremur en orösnilld. Sú viöurkenning, sem mest er metin af þessari menningarþjóö er ORDSTÍR. Þá er gott MANNORD sá auöur, sem löngum hefur veriö talinn eftir- sóttur og veganesti til heilla. Margir telja ástæöu til aö óttast, aö viröing manna fyrir þeim auöi fari nú óöum dvínandi. Viröist mér, aö uppalendum væri hollara aö leggja áherslu á látleysi í ytri búnaöi öllum, án þess aö hvers- konar snyrtimennska, alúð og smekkvísi veröi vanræktar í dag- legu lífi. Við íslendingar þurfum síst af öllu aö sýnast fyrir öörum. Viö höfum þær bestu aöstæöur, sem á veröur kosið, til mannrækt- ar og uppbyggingar traustrar og viröingarverörar menningar. Fyrir þau dýrmætu tækifæri höfum við ástæöu til aö vera þakklátir Guði, en ekki mönnum. Bolli Gústavsson í Laufási. var einkum hugsaö sem þakklæðning, sem leysti af hólmi þakhellur, er voru brothættar og erfiðar í flutningum. Þak- járniö náði strax miklum vinsældum, og ekki leiö á löngu fyrr en einnig var fariö aö klæöa útveggi timburhúsa meö báru- járni. í því var töluverð eldvörn, og var það gert að skyldu í Reykjavík aö klæöa timburhús meö járnþlötum í því skyni. Bárujárnsklæöning útveggja viröist vera séríslenzkt fyrirbæri, og hefur þaö vissu- lega sett sviþ á húsagerð í landinu. Auk bárujárns var hingað flutt koparjárn, sem nokkuð líktist múrhleðslu. Var þaö sett á nokkur hús, einkum á Akureyri. Fyrsta sementsverksmiðjan var byggö á Englandi áriö 1830, og breiddist notkun sements fljótt út. Þaö er þó meö ólíkindum, hversu fljótt íslendingar upp- götva þetta byggingarefni. Fékkst það fljótlega í verzlunum, og var fyrst notaö viö ýmis smáverkefni, en árið 1895 var fyrsta húsið <steypt aö Sveinatungu í Noröurárdal. Þessi nýja byggingaraöferö vakti strax mikla athygli, og fljótlega fylgdu fleiri steinsteypt hús í kjölfarið. í nýrri byggingarreglugerö fyrir Reykjavík áriö 1903 er steinsteyptum húsum skipað á sama bekk og húsum úr hlöðnum steini. Útveggjaþykkt var þar ákveðin 9 þumlungar (23 sm) fyrir efstu hæö í steinsteyptu húsi, en 3 þumlungar auka- lega fyrir hverja hæö þar fyrir neðan. Leyfa mátti minni veggþykkt væru veggir járnbentir. Venjulega voru loft úr timbri fyrst í staö, en stundum var þó sett steypulag ofan á timburgólfið. Fyrsta steinsteypugólfiö var steypt áriö 1906. Steinsteypuöld gekk hér snemma í garð. í fyrstu var var rennt nokkuð blint í sjóinn, og ekki var nægilegt tillit tekiö til reynslu annarra þjóöa, sem þá höföu öölazt mikla kunnáttu í steinsteypugerö, svo sem Bandaríkjamanna og Þjóöverja. Lítið var hirt um aö greina steypuefnin aö, og oft voru þau illa hreinsuð. Þá voru blöndunarhlutföll lengi vel á reiki og algengt aö steypan væri alltof veik. í byggingarreglugerö Reykjavíkur 1903 var styrkleikahlutfalliö í veggsteypu til- greint 1:5:10, en síöar var kveðið á um 1:3:5. Smám saman tókst aö bæta úr helztu göllunum, svo að kostir stein- steyptra húsa fram yfir aörar húsagerðir uröu auðsærri. Fram undir 1920 var steinsteypa hrærö meö handafli á palli og síðan dregin upp í vegg í fötum. Var hún lögö í mótin í 20—30 sm þykkum lögum og slegin vandlega saman meö hnalli. Á þann hátt varö steypan þétt og sterk og þessi aöferð hefur líklega bjargað ýmsum elztu húsanna, þó aö steypan í þeim hafi verið veik. Síðar fór þaö í vöxt aö hafa meira vatnsmagn í steypunni, svo aö auöveldara væri aö koma henni í mótin, en viö þaö komu fram vatnsaugu á yfirborði veggjanna. Tækniframfarir í steinsteypunotkun hafa ekki verið mjög stórstígar á síðari árum, og ennþá finnast verulegir steypu- gallar í nýjum húsum. Önnur byggingar- efni, sem leyst gætu steinsteypuna af hólmi, hafa ekki komið fram, og er steinsteypan ennþá það efni, sem hentar bezt við íslenzkar aöstæður. Hægt er aö auka gæöi steinsteypunnar með því aö vinna hana í sem ákjósanlegustum aö- stæöum, t.d. innan dyra, þar sem hafa má stööugt hitastig og fullkomna titrun á mótunum. Verksmiöjuframleidd hús hafa reyndar átt hér erfitt uppdráttar, enda er innanlandsmarkaöur svo lítill aö fábreytni eininganna setja útlisti húsanna miklar skorður. Ýmsir hafa samt trú á því aö í verksmiðjuframleiddum húseiningum liggi framtíö byggingariönaðarins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.