Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1980, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1980, Blaðsíða 6
verulega fiskiróöur meö fööur sínum; þá dró hann 13 fiska og þótti miöur aö hitta á ólánstölu, ekki haföi strákurinn nein hlífðarföt. Geröist hann því blaut- ur og kaldur, faöir hans tróö honum þá fram í barka bátsins og breiddi viir hann druslur en jafnvel löngu eftir aö hann kom í land skalf hann eins og hundur af sundi dreginn. Eftir sinn fyrsta kaldsama fiskiróður vaknaði hjá Gísla þráin eftir aö fara sem oftast á sjó og héldu honum þar engin bönd. Innan við fermingu byrjaöi hann aö fara meö byssu og varö strax góö skytta. Hann haföi lengi þá reglu aö skrifa hjá sér allan veiðiskap; var þaö oröiö mikiö safn, mikiö er þó óskrifaö af því sem náöst hefir. Yfir 300 seli hefir hann skrifað hjá sér, suma gat hann ekki innbyrt og varö aö draga þá til lands, — gangspil haföi hann til aö draga þá stærstu upp úr fjöru. Fimmtán ára gamall fór Gísli fyrst á þilskip sem stundaði handfæraveiöar fyrir Noröurlandi og Vestfjöröum. Þetta var lífsreynsla fyrir unglinginn en góöur skóli, því aö þessi skip lentu oft í aftaka veðrum. Ekkert stýrishús var og þurftu stjórnendur aö standa við stýri án skýlis hvernig sem veður var, en stundum var helst stór og sterkur maöur látinn standa veðurmegin viö stjórnanda, bæði til hjálpar ef á þurfti aö halda og til aö hlífa honum viö mestu ágjöfinni. Ósjaldan þurfti aö binda þessa menn svo aö þeim skolaöi ekki út. Hektor hét eitt skip sem Gísli var á. Var þaö eitt vor, aö það skip ásamt fleirum, hröktust undan veöri og ís inn á Noröurfjörö á Ströndum. Fóru skipverjar þar í land og slógu upp balli íbúöarhúsiö í Málmey, sem Jón Árnason frá Kambi í Deildardal byggöi 1925. Húsiö brann 1951. Á myndinni er ferðafólk af Höföaströnd. Björn í Bæ Lávarðurinn í Fellshreppi Af Gísla Konráös- syni, sem bjó í Málm- ey í 22 ár og hefur marga hildi háö í ára- tuga veiöimennsku Gísli Konráösson Gísli heitir hann Konráösson, fædd- ur aö Tjörnum í Fellshreppi 11. sept- ember áriö 1892 og er því nú á 88 árinu. Afi hans, Kristinn á Tjörnum, var bróöir Konráös hreppstjóra í Bæ; voru bræöur þessir báöir sagðir forystu- menn sinna sveita. Eins og nafngiftin bendir til hjá mér er furðulega mikil reisn og myndarbragur yfir þessum aldna skörungi, og er hann í huga mér ímynd enskra lávarða sem taldir voru fyrirmynd aö manndómi og glæsibrag. Það sem skrifaö veröur hér um Gísla er aö mestu eftir frásögn hans haft. Hann er uppalinn á Tjörnum í fjölmennum systkina- og frændliöa- hópi, þar sem sjósókn og aflabrögö voru í raun og veru tekin fram yfir landbúnaö, var þó búskapur talinn snyrtilegur þar, en Anna Pétursdóttir kona Konráös var búforkur hinn mesti. Hún haföi umsjá og uppeldi 7 barna er upp komust en 11 börn eignuöust þau hjón. A heimilinu voru fleiri fjölskyldur og því alltaf margmenni bæöi viö sjósókn og landbúnaö. Konráö faöir Gísla var annálaöur mikill sjómaöur og stjórnari, með ágætum veöurglöggur og fiskisæll. Gísli var elstur sinna systkina sem upp komust, var sjómennska honum í blóð borin og átti allan hans hug frá barnæsku. Hann var einnig vel lagtæk- ur á smíðar eins og síöar veröur aö vikið. Átta ára fór hann í sinn fyrsta Útsýni frá Málmey til Þóröarhöföa. Myndin er tekin eftir húsbrunann, sem þar varö 1951. Málmey séö úr lofti. Þóröarhöföi og Höföaströnd í baksýn. í bæjardyrum. Þar var fátt um dömur en margir karlmenn. Þegar dansað haföi veriö um hríö kom maöur hlaupandi og sagöi allt vera aö fyllast af ís; fóru þá margir um borö í skip sín, en þeir áköfustu héldu áfram dansi, komust þeir ekki um borö fyrr en aö tveim sólarhringum liönum og þá á ísi, en allur flotinn varö aö liggja þarna í hálfan mánuö, eöa þar til aö sunnanátt kom og ísinn lónaði frá. í hákarlalegu hleyptu þeir eitt sinn á skipinu Siglfirö- ingi í stórhríö og stjórsjó vestur á Arnarfjörð; var þá allt í grænum sjó en þeir sem ofan dekks voru, höföu á sér bönd því aö annars áttu þeir á hættu aö skolast út. Aðbúnaður allur á þessum skipum var ekki saman ber- andi viö þaö sem nú er, en skipshöfn var vosbúö og kulda vön, unglingarnir hörönuðu og urðu aö dugandi mönn- um. Þeir sem ekki þoldu álagiö fóru eöa voru settir í land, mátti þar glöggt sjá þaö sem oft gerist meöal dýra aö dugnaöur og haröfylgi skiptu oft sköp- um, sagöi Gísli. Eftirtektarvert, sagöi hann, var hve athyglisgáfa og glöggskyggni margra skipstjóra var mikil; þeir sáu jafnvel á lit sjávar hvort ís var í nánd eða hvort stórviðri var aö bresta á. Fiski- og hákarlamið gjörþekktu þeir og eins um dýpi á miðunum. Til Grindavíkur fór Gísli á vertíö, en grun hefi ég um aö á Noröurlandi hafi hann kunnaö betur viö sig. Gísla hefir verið fleira gefiö en sjómennska; hann er ágætlega vel lagtækur bæöi á tré og járn, hann geröi viö og jafnvel smíöaði báta. Sjö sumur var hann í brúarvinnu hjá Jónasi Snæbjörnssyni brúarsmið; vann hann þar sem fullgildur smiöur viö smíöi á 16 brúm og viögeröir á mörgum. í þessari vinnu munaöi eitt sinn litlu aö hann yröi fyrir fjörtjóni er hann datt af háum uppslætti og lenti á járnboltum og nöglum. Þá varö hann aö leggjast á sjúkrahús vegna meiðsla sinna. í annað skipti kveöst hann hafa næstum þreifað á dauðanum, þegar hann datt í sjóinn niöur á milli skips og bryggju á Siglufiröi, en þaö sást til hans og hann var kræktur upp eins og seppi, segir hann. Ekki gleymir Gísli aö segja frá glannaskap sínum, þegar fyrir kom aö hann hlóö bát sinn svo mikið aö sjór flaut á lista. Þaö telur hann guös varöveislu, aö hann náöi alltaf landi heilu og höldnu. Þáttaskil uröu í lífi Gísla er hann flutti í Málmey á Skagafirði og geröist ráðsmaöur hjá Frans Jónatanssyni og Jóhönnu Gunnarsdóttur. í raun og veru var hann bóndi þar, því aö mjög oft var Franz viö útgerö er hann stundaöi á Bæjarklettum og síöar var hann á Siglufirði. í Málmey var Gísli í 22 ár og lenti vitanlega oft í misjöfnu veöri á sjó. Lending þar var slæm eöa stórgrýtt fjara og mjög brimaði fljótt. Eitt sinn er hann var á leið úr landi, en meö honum voru tveir unglingar og húsmóöirin Jóhanna, sem var alkunn- ur skörungur til sjós og lands. Brimaö haföi snögglega svo aö hálf ófært var aö lenda. Gísli lét Jóhönnu sitja á afturþóftu en hann og unglingarnir voru undir árum. Þeir biöu eftir lagi, en þó var kvika þaö mikil aö báturinn næstum stakkst á enda þeyttist síöan upp í fjöru og brotnaði nokkuö, en Jóhanna sentist út í sjó. Lániö var meö, svo aö hann sá pils hennar í bárufaldi, náöi í þaö og gat dregið hana til lands, en ekki bilaöi kjarkur hennar viö þetta áfall. Þegar Gísli fluttist í land og smíöaði sér húsiö Sólvang í Fellshreppi tók hann gömlu húsmóöur sína meö sér og sá um hana til æviloka hennar, en hún andaðist 1964, 86 ára gömul. Gísli Framhald á bls. 14.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.