Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1980, Blaðsíða 2
Um nokkurt tímabil var ég félagi í
Kvæðamannafélaginu Iðunni í Reykjavík.
Eins og öllum er kunnugt eru margir
góðir hagyrðingar í því félagi. Þar fara
þeir meö stökur sínar og kveða, þeir sem
það geta. Þar er margt mjög góðra
kvæðamanna. Stemmur kunna þeir svo
tugum eða hundruöum skiptir og hafa
varðveitt frá gleymsku og glötun. Veröur
seint ofmetið það þjóðþrifastarf, er félag-
ið hefur unnið á þessu sviði.
Ég hefi frá barnæsku unnað Ijóðum, en
kvæðamaöur er ég enginn. Á heimili því,
sem ég ólst upp á, voru hagyröingar.
Voru ferskeytlur geröar svo að segja
daglega. Má því segja, að ég hafi drukkiö
þetta í mig með móðurmjólkinni. Gömul
kona er ég var hjá, er ég var á fjórða
árinu, sagði mér: „Þú lærðir hvaða vísu
sem þú heyröir svo að segja samstundis.
En auövitað skildir þú ekki neitt af efni
þeirra. En þú virtist strax hafa góða
tilfinningu fyrir ríminu."
Þegar ég kom í Kvæðamannafélagið
Iðunni og sat fundi þess, fannst mér
stundum að það sem þar fór fram, minnti
mig á löngu liðna æskudaga, þegar fólkið
kastaði fram hendingum og hver reyndi
sem betur gat að botna og verða sem
fljótastur. Þetta hefur kannski ekki verið
stórbrotinn skáldskapur, en þó er ég viss
um að þessi þjóðaríþrótt hefur haft
nokkurt gildi. Fólk þjálfaðist í meðferö
málsins, varð oröhagara, málsnjallara.
Það æfðist í að setja fram skoðanir sínar,
oft á mjög snjallan hátt, í fáum orðum.
Við kunnum aragrúa af stökum, sumar
margra alda gamlar, er lýsa atvikum svo
einstaklega Ijóslifandi. Þaö er eins og viö
sjáum fyrir okkur einstaklinginn, sem
kvað, og skynjum tilefnið. Mér dettur í
hug vísan alkunna:
Ljósiö kemur langt og mjótt,
logar á fífustöngum.
Halla kerllng fetar fljótt
framan eftir göngum.
/Etli atómkveöskapur nútímans verði
langlífari? Ég held aö félagsskapur eins
og Kvæðamannafélagið löunn sé mjög
þarfur. Eitt er víst, ég átti þar marga
glaöa stund í hópi góöra félaga og hafa
þeir margir oröið mér minnisstæðir. Einn
var þaö þó, sem vakti sérstaka athygli
mína, það var hagyrðingurinn landskunni,
Andrés Valberg. Bar margt til. í fyrsta lagi
er hann hraðkvæðasti maður sem ég hef
kynnzt. Efast ég um, að nokkur hafi verið
þar jafnoki hans síðan Símon Dalaskáld
hvarf af þessu tilverustigi. Má í raun og
veru segja, að hann geti talað við menn í
Ijóðum. Hann er svo undrafljótur aö ríma,
aö þaö þýðir í raun og veru ekki að segja
neinum frá því. Menn trúa því ekki, ef þeir
hafa ekki heyrt til hans. Ég var einu sinni
staddur með honum uþpi í Hvalfirði.
Veðri var þannig háttað, að segja mátti
aö væri ofsarok. Hvítfextar öldur þutu
eftir firðinum. „Það er ansi hvasst," sagöi
ég við Andrés og benti út á fjörðinn.
„Bíddu," sagöi hann og gekk lítiö eitt
afsíöis. Hann kom eftir svona tvær
mínútur og sagöi: „Hérna er vísa," og
rann þessi staka þá upp úr honum á
svipstundu:
Vindur feykir Ægisöldum,
úfin freyöir röstin grá.
Hvalfjörður með hvítum földum;
— klettinn vangar bylgjan há.
Þannig gæti ég nefnt mörg dæmi. En
þaö er fleira sérkennilegt viö manninn.
Flutnlngur hans á stökunum er einnig
sérstaaður. Mér finnst hann fæddur
leikari. Hann hefur einhvern undraveröan
hæflleika til aö fá alla áheyrendur meö
sér. Hann virðist hlaðinn sérstæöri lífs-
orku, og skopskyn hefur hann í bezta
lagi. Hann er ætíö glaöur og reifur.
Enn er þó eins ógetiö í fari þessa
sérstæða manns, þaö er söfnunarhneigö
hans og áhugi hans á aö skoða sem flest,
Pabbi las fyrir mig Hellismannasögu er ég var sjö
ára. Þá heyrði ég þetta: „Varaöu þig Valnastakkur.“
Hvaö er valnastakkur? Ég fékk aö vita hvaö þaö var.
Eftir þaö fór ég aö safna kindavölum og hef gert alla
ævi. í valnastakk mínum eru nálægt 2000 kindavölur.
Ég hef brugöiö mér í þennan búning viö ýmis tækifæri
og var í honum samfleytt á hverju kvöldi um langan
tíma, viö aö skemmta útlendingum á Hótel Loftleiöum.
„Nú hef ég
sveigtiimá
mjórri
hliðargötu
kynna sér hina margvíslegustu hluti. Ég
hygg að næstum megi segja, að hann sé
fæddur náttúruskoöari. Hann hefur safn-
að óhemju miklu af steinum, plöntum,
skordýrum og ótal mörgu öðru náttúru-
fræöilegs efnis. Hann hefur haldið opin-
berar sýningar á safni sínu. Vex það með
ári hverju, því Andrés er óþreytandi
eljumaöur.
Við Andrés höfum þekkzt um nokkurt
árabil. Fyrir skömmu bað ég hann að
segja mér brot af lífshlaupi sínu og
margháttuöum störfum og hugðarefnum.
Varð hann fúslega viö beiðni minni.
Svo sem venja er, innti ég hann fyrst
um ætt hans og uppruna. Hefst nú
frásögn Andrésar: „Ég er fæddur á
Syðri-Mælifellsá hinn 15. október 1919.
Foreldrar mínir voru þau Hallgrímur
Valberg frá Reykjavöllum og Indíana
Sveinsdóttir frá Mælifellsá. Ég er skag-
firzkur í báðar ættir. Alinn upp við algeng
sveitastörf — fyrri alda, liggur mér við að
segja. Þetta haust, sem ég fæddist, var
hart í ári — frostaveturinn mikli nýafstað-
inn, ótíð og grasleysi. Bærinn sem pabbi
byggði var ekki fullfrágenginn og var
óupphitaöur. Fyrstu þrjár klukkustundirn-
ar í lífi mínu var ég í gæruskinni meöan
verið var að bjarga móðurinni frá því að
henni blæddi út.
Eftir þrjú ár fluttust foreldrar mínir frá
Mælifellsá að Kálfárdal í Gönguskörðum
— og var það langur lestargangur. Þar
bjuggu foreldrar mínir til 1930. Snemma
urðu til hjá mér stökur. Fyrsta vísan, sem
ég gerði einn, varö til, er ég var rúmlega
sex ára. Þá var ég í farskóla að Gili í
Borgarsveit hjá þeim heiöurshjónum Ei-
ríki Björnssyni og Margréti Reginbalds-
dóttur. Vísan er um húsfreyjuna — og er
þannig:
Margrét mín á Gili er góð,
gæöakona í flestu.
Um hana ég yrki Ijóö
öll af tagi beztu.
Síöar á lífsleiðinni hef ég stundum
furðað mig á ríminu, það er að segja, að
vísan skyldi vera rótt rímuö. Þá var ég að
mestu ólæs og óskrifandi, og haföi ekki
fengiö tilsögn í neinum andlegum fræð-
um.
Frá Kálfárdal fluttumst viö til Sauð-
árkróks. Viö eignuðumst þar lítiö hús,
sem kostaði fjögur þúsund krónur. Á
Sauðárkróki kynntist ég afa mínum,
Sveini Gunnarssyni. Hann verzlaði þar.
Hann verkaði á mig sem glaösinna,
hressilegur karl, og fannst mér hann
skemmtilegur. Oftast mun ég þó hafa
komiö til hans til að kynnast stórum
brjóstsykursdunki, sem stóð á gólfinu.
Fyrstu þrjú árin, sem ég átti heima á
Sauðárkróki, var ég að sumrinu í Syöra-
Vallholti hjá afabróður mínum, Sigurði
Gunnarssyni, og syni hans, Vilhjálmi. Ekki
má gleyma Herdísi Ólafsdóttur, er bjó
meö Siguröi. Ég tel hana vera einn
bjartasta sólargeislann, sem ég hef
eignast í lífinu. — Blessuð gamla konan.
Ég mun ætíð minnast hennar meö
hlýju. Hún var þó nokkuö hagmælt, og
hlustaði á vísur mínar, sem margar urðu
til um þessar mundir.
Þó að við bræöurnir hefðum borið viö
aö kveða, bæði í Kálfárdal og á Sauö-
árkróki, komst óg fyrst í alvöru í snertingu
viö söng og kveöskap í Vallholti. Mun þar
hafa veriö lagður grunnurinn undir
kveðskap minn til þessa dags. Ég
dvaldist svo á Sauöárkróki til ársins
1946. Fékkst þar við margvísleg störf —
bæði á sjó og landi. Ég var útgerðarmaö-
ur þar, ásamt bróður mínum, Margeiri.
Áttum viö á tímabili þrjá báta. En sjóveiki
olli því, aö ég hætti sjómennskunni. Þá
reisti ég loðdýrabú, sem óg rak meö
góöum hagnaði. Samhllöa vann ég alla
algenga verkamannavinnu. Einnig stund-
aði ég bifreiöaakstur. Ók ég Ford K12 er
var eitt og hálft tonn aö þyngd, árgerö
1931. Á þessu má sjá aö ég var ekki
iöjulaus og hef fengizt viö margt um
©