Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1980, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1980, Side 15
Enginn stenzt honum snúning Framhald af bls. 7 um leiö og hann er hittur. Viö það fær boltinn geysihraðan snúning framáviö. Sá snúningur margfaldar loftþrýsting ofan á boltanum og þaö þvingar hann niöur. Björn getur því gefið boltanum fullt högg og veit um leiö að hann spinnur sig í gólfiö hjá andstæðingnum áður en hann flýgur of langt. Meö þessu móti getur Björn einnig slegiö boltann hátt og snúningurinn keyrir hann niöur eins og blý. í klassískum tennisleik er ferill boltans flatur — þannig slá kappar eins og Connors og McEnroy. En þá má lítiö útaf bera; sé boltinn sieginn of lágt, hittir hann netiö, en aðeins lítillega of hátt sleginn bolti siglir beina leiö útaf. Ekki svo aö skilja, aö Björn Borg hafi fundið upp aö slá tennisbolta meö snúningi. Stórmeistarinn Laver, sem beztur var uppúr 1960, iökaöi þaö töluvert og kennslubækur um tennis fjalla venju- lega um þessa vandasömu sveiflu. Þeir sem gaumgæfa tennis, telja þó víst aö síöan franskir aöalsmenn hófu aö leika tennis á miööldum, hafi enginn náö eins áreiöanlegum tökum á snúnings- bolta sem Björn Borg. Og þaö er mergurinn málsins: Að geta látið þaö takast aftur og aftur og aftur, hvort sem er á æfingu eöa í keppni. Til þess þarf gífurlega nákvæmni, þegar þess er gætt aö einnar gráöu hallabreyting á spaðanum, leiðir af sér 6 feta mun á því, hvar boltinn kemur í gólfið. Drengurinn, sem bölsótaöist svo að hann var rekinn úr hinu eöla heldri- mannasporti í æsku, er nú frægur fyrir ískalda sjálfstjórn. Svo mjög heldur hann tilfinningum sínum í skefjum, aö yfirleitt sést ekki á honum, hvort honum líkar betur eöa verr. Til þess var tekið fyrir skömmu, aö hann missti bolta í sýningarleik og varö þaö á aö bölva á sænsku. Þaö út af fyrir sig vakti slíka hrifningu, aö áhorfendur stóöu upp og klöppuðu. Og einn meiri háttar tenniskappi úr samtímanum, llye Nastase, hefur þetta aö segja: „í búningsklefanum er hann þögull sem gröfin, kannski í heilan klukkutíma. Þaö ætti aö senda hann á aöra plánetu. Viö leikum tennis. Hann leikur eitthvað annaö.“ Tennis útheimtir gott þrek, aö minnsta kosti eins og það er leikið í keppnum atvinnumanna. Þá dugar ekki aö guggna á úthaldinu. Líkams- þreki Björns er viö brugðið og haft til marks, aö í hvíld er hjartsláttur hans aöeins 38 slög á mínútu, eöa um þaö bil helmingi hægari en normal hjart- sláttur. Hæfni lungnanna til súrefnis- upptöku er meö þeim hætti, sem aðeins finnst hjá langhlaupurum og sundköppum. Þreyta sést aldrei á honum og McEnroy, sem hefur sigraö Björn í tvö skipti af fimm, sem þeir hafa mætzt, segir aö hann sé í betra formi en nokkur annar og auk þess líkt og byggöur fyrir tennis. Hann slakar sjaldan á æfingum; venjulega æfir hann í fjóra klukkutíma á degi hverjum og þá meö sama hraöa og tíðkast í keppni. Jafnvel tennisspaöar Björns eru öðruvísi en gerist almennt. Til þess aö hafa eitthvaö til viömiöunar má geta þess aö atvinnumenn láta heröa strengina í spaöanum um þaö bil 10% meira en algengast er. Björn lætur aftur á móti heröa þá allt uppí 30% meíra en gerist hjá hinum atvinnu- mönnunum og þá er komiö á yztu mörk þess sem þeir þola. „Stundum vakna ég viö þaö á nóttinni," segir Björn, „aö strengirnir gefa sig og bresta hver af öðrum: bang, bang, bang.“ Kappinn sér viö því með því aö hafa ekki færri en 30 spaða meðferðis, þegar hann tekur á honum stóra sínum og aöeins tveimur mönnum í veröld- inni, öörum í Stokkhólmi, hinum í New Vork er trúaö fyrir því vandaverki að strengja spaöa Björns. Björn Borg er stórauöugur maður, megamilli. En hann lifir ekki sam- kvæmt því. Þau Marianna og Björn leigja sér tveggja herbergja íbúö í Monte Carlo, þar sem þau búa. Þau giftu sig í síöasta mánuöi og búa áfram í Monte Carlo, þar sem skattaástæöur gera Birni ómögulegt aö búa í heimalandi sínu; 85% tekna hans mundu fara beina leiö í sænska ríkiskassann. Þeim þykir tilbreyting í aö vera í eigin íbúö — í níu mánuöi á ári hverju er nefnilega búiö á hótelum. Birni líkar vel aö hafa hægt um sig og berast ekki á. Varla er hægt að borða úti á opinberum veitingastað ööruvísi en standa jafnframt í stanzlausum eiginhandaráritunum. Svo þau láta yfirleitt færa sér morgunverö á her- bergið, séu þau einhversstaðar á hóteli. Björn fer síöan út til æfinga, kemur heim í hádeginu eins og hver annar maöur úr vinnunni, pantar matinn á herbergið. Sé ekki keppni þann daginn, er aftur fariö út til æfinga, kvöldmaturinn pantaöur á herbergið og Björn vill helzt vera heima á kvöldin — og sofa í níu tíma. Þetta er meö öörum oröum ekkert glanslíf miöaö viö auðinn, sem allt þetta gefur af sér. Þegar keppni er í nánd — og meðan á henni stendur — smakkar Björn ekki áfengi. Þess á milli fær hann sér einstaka sinnum bjór, eöa glas af víni meö mat. Bezt af öllu þykir honum að vera í sumarbústaðn- um heima í Svíþjóð; taka bátinn og vera einn meö sjálfum sér úti á sjó. Mörgum kemur spánskt fyrir sjónir, aö hægt skuli hafa svo himinháar tekjur af því aö leika tennis. Þessar tekjur eru tvískiptar; annarsvegar þaö sem kemur til skipta í keppnum og hinsvegar sýningarleikir og auglýs- ingasamningar. Til dæmis um þær upphæöir má geta þess aö Fila, ítalskt fyrirtæki, sem framleiðir tennisfatnaö, greiðir Birni árlega sem svarar 250 milljónir ísl. króna fyrir aö nota og auglýsa framleiöslu Fila. Björn er einnig á samningi viö Donnay í Belgíu, fyrirtæki, sem framleiöir tennisspaða. Hann notar Donnay tennisspaða og fyrir þá auglýsingu veröur fyrirtækiö aö greiöa Birni sem svarar 300 milljónir ísl. króna á ári. Ekki rennur þaö óskipt í vasa tenniskappans; hann er á samningi hjá Mark McCormack, sem gerir út fjölda af atvinnumönnum í margskonar íþróttum og útvegar þeim samninga — en tekur sinn skerf fyrir. Miðað viö aldur, hefur Björn náö langt, en vantar mikiö uppá aö ná golfleikar- anum Arnold Palmer, sem aö vísu er orðinn fimmtugur, en hefur á ferli sínum náö aö sanka saman 60 milljón- um bandaríkjadala, eða um þaö bil 30 milljörðum ísl. króna. Mörgum finnst ólíklegt aö þaö geti borgaö sig fyrir eina tennisspaöaverksmiöju aö snara út 300 milljónum vegna Björns Borg. En forráðamenn verksmiöjunnar eru sannfæröir um réttmæti þess og benda á, aö síöan Björn fór aö auglýsa framleiðslu þeirra, hefur salan fjórfald- ast. Meðal þess sem Björn Borg hefur fjárfest í er gull og demantar. Auk þess á hann hús á frönsku Ríveríunni, hluta af eyju í sænska skerjagarðinum, hlutabréf allskonar, íbúöir og skrif- stofubyggingar í Bandaríkjunum og tennisbúö í Monte Carlo, sem foreldrar hans sjá um. Hann er einnig á höttunum eftir húsi í Florida, — þar getur hann hugsaö sér aö setjast aö, þegar keppnisferli hans lýkur. Aö mestu byggt á Time Magazine. Gísli Sigurðsson tók saman. Uppruni Titos Framhald af bls. 13 konungsætt, sem geröi sér far um aö bæta úr skorti á sögulegri hefö meö stífum og ströngum hirösiðum. Auk þess var efnahagsástandið ömurlegt. Meira en helmingur allra verkamanna var atvinnulaus. Josip Broz varö kommúnisti. Flokk- urinn var öflugur. Viö sveitarstjórnar- kosningarnar 1920 fékk hann meira en þriöjung greiddra atkvæöa í Zagreb. Hinn nýi maður vildi láta eitthvaö til sín taka. Hiö fyrsta eftirtektarverða, sem hann geröi, var aö bera rauðan fána viö jaröarför gamals félaga. Lögreglan leit á þaö sem ögrun og uppsteit og tók Broz höndum. En dómarinn lét hann lausan, svo að hann gæti haldið áfram að vinna öll möguleg störf, sem hann gengdi í myllu nokkurri. Eftir sveitastjórnarkosningarnar bannaöi júgóslavneska stjórnin öll samtök kommúnista. Flokkurinn varð aö starfa neöanjaröar, en fé til barátt- unnar ólöglegu barst frá Komintern í Moskvu, alþjóöasambandi kommún- ista. í fimm ár kom Tito hvergi fram opinberlega sem áróöursmaöur. Á þeim tíma ól Palageja honum fjögur börn, en aöeins eitt þeirra lifði, dreng- urinn Zarko. Sumrið 1926 vann Broz á skipa- smíöastöö í Krajevica, en um veturinn í járnsmiöju í Belgrad. Þar stofnaöi hann fyrstu verkamannaráðln. Þá var hann oft tekinn höndum sem félagi í óleyfi- legum samtökum og dæmdur í æ lengri fangelsisvist og 1928 til fimm ára. Fangelsistíminn var einskonar háskólavist í tugthúsinu kynntist hann gáfaöasta manni júgóslavneska kommúnista- flokksins mjög náiö, Mosche Pijade, hámenntuöum málamanni af Gyðinga- ættum, en hann var eins og flestir leiötogar kommúnista þá af efnuðu fólki kominn. Pijade var tveimur árum eldri en Broz og dæmdur til 20 ára fangelsisvistar. Hann hafði stundað nám í heimspeki í Vín og París og varö himinlifandi aö fá aö kynnast alvöru- verkamanni, sem hafði alla þá kosti til aö bera sem verkalýösstéttinni voru ætlaðir samkvæmt hugmyndafræöínni. Seinna sagöi Tito aö fangelsistíminn heföi verið sinn háskóli. Um þetta leyti, í janúar 1929, leysti Alexander Júgóslavíukonungur upp þingið og tók upp stjórnarhætti, sem minntu ískyggilega á hin konunglegu einveldi 18. aldar. Og þaö var um þetta sama leyti, sem Palageja yfirgaf mann sinn, en greini- legt var oröiö þá fyrir löngu, aö sú fjölskylda var fyrir honum fyrst og fremst lögleg fjarvistarsönnun í tvö- földu lífi. Hún fór til Sovétríkjanna og tók drenginn meö sér. Broz var látinn laus úr fangelsi í marz 1934. Hann keypti sér fyrst alls föt eftir máli, skó og skyrtur. Nú var hann laus og liöugur, þar sem hann átti enga fjölskyldu. Hann litaöi hár sitt rautt, lét sér vaxa yfirskegg, fékk sér gleraugu meö rúöugleri og hvarf aftur undir jöröina. Hann tók sér mörg nöfn, og skipti um þau eftir þörfum: Tomanek og Batbitsch, Spiridon, Rudi og Walter sem og Tito. Hann gekk í félag fjallgöngumanna til aö sneiða hjá hvimleiöum tollvörðum á ferðum sínum til Austurríkis. í Vínarborg fékk hann fyrirmæli frá Moskvu fyrir milligöngu ballett-námsmeyjar. Aðalritari komm- únstaflokks Júgóslavíu var þá Milan Gorkitsch, sem haföi aflaö sér hag- stæöra upplýsinga um Tito. Sýndarréttarhöld og dauöadómar Nú hófst frami Titos í flokknum. Hann haföi mörg tungumál á valdi sínu og gat lesið bæöi Marx og Lenin á frummálunum. Hann haföi tileinkað sér þolgæöi á löngum fangelsisárum og gat því meö góöum rétti talizt hörku- góöur liðsmaður. Hann tók þátt í fundum miöstjórnar flokksins, sem haldnir voru í Vínarborg veturinn 1934—35, og hélt til Moskvu í febrúar 1935 til aö hljóta þar lokaprófun. Honum var faliö að starfa viö Balkan-skrifstofu Wilhelms Piecks og bjó í hinu fræga hóteli, Lux, ásamt ýmsu stórmenni kommúnismans undir nafninu „Walter". Þar gekk enginn undir skírnarnafni sínu, og allir uröu aö læra að skipta stööugt um nafn. En þrátt fyrir þaö varö honum brátt Ijóst, aö hann bjó með Ulbricht og Togliatti, Maurice Thorez og Klement Gottwald. Þetta var engan veginn þægilegur tími. Hver sýniréttarhöldin fylgdu öör- um, og öll enduöu þau með dauöa- dómum. Minniháttar fólk hvarf einfald- lega, og þaö var ekki hyggilegt aö spyrjast fyrir um þaö. Þaö þurfti ekki mikla ásökun um hugsanlega óhlýðni gagnvart flokknum og foringjum hans til að vera látinn „hverfa", en þaö táknaði að vera þurrkaður út meö öllu, eins og viðkomandi heföi aldrei verið til andlega né líkamlega. Þessar hreins- anir bitnuöu einnig á hinum 200 Júgóslövum, sem þá bjuggu í Moskvu, og þeir uröu margir fórnarlömb þeirra. Þeir áttu þaö til aö ræða um kenning- ar, sem þeir áttu aö telja óhrekjan- legar. Tito spurðist ekki fyrir um örlög þeirra og hélt lífi. Hann vissi, aö þaö voru mörg eyrun í hótel Lúx, og því tók hann öllum þeim kenningum, sem þá voru í gildi, sem sjálfsögöum hlut. Á sjöunda heimsþingi Komintern í ágúst 1935 hitti Tito í fyrsta sinn Stalín, þegar hann heilsaði, faömaði og kyssti fulltrúana og hlýddi á hollustuyfirlýs- ingar þeirra í fylgd Jeskovs, yfirmanns leynilögreglunnar, og Sakovskis, meistara hinna virku yfirheyrslna, sem hina fleygu setningu sagöi: „Ég hefði alveg getaö fengiö Karl Marx til að játa.“ í október 1936 var hann sendur heim aftur meö þeim fyrirmælum að endurreisa kommúnistaflokk Júgósla- víu úr leifum hans, sem fóru huldu höföi. Þá nefndi hann sig ýmist verk- fræöing eöa verksmiðjuforstjóra, því að það var ekki einungis aö hann gæti meö því þjónaö lund sinni, hvaö glæsilegan klæöaburö snerti, heldur gat hann þannig betur blekkt yfirvöld- in. Hann hlýddi öllum fyrirskipunum frá Moskvu í dulargervi vel efnaðs ferða- manns í viöskiptaerindum. Sumarið 1937 fékk Milan Gorkitsch fyrirmæli um aö koma til Moskvu. Hann mætti þar 17. ágúst, og síöan hefur ekkert til hans spurst. Allt í einu var Tito fremstur í flokki. Allir þeir, sem þar höföu verið honum framar, voru meö tölu horfnir. Sann- færöir kommúnistar á bezta aldri og viö ágætustu heilsu. Nú stóð hann einn í fylkingarbrjósti, hraustur og kraftmik- ill maöur 45 ára gamall, og mennirnir í Moskvu treystu honum fullkomlega. — SvÁ — úr „Stern“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.