Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1980, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1980, Blaðsíða 7
Björn Borg meö hárbandið fræga. Þessi víkingur þykir minna á þá kappa norrœna, sem frá segir í bókum og eigi þóttu einhamir. A bandariska meistaramótinu: Hár tekur Björn á móti boltanum meö sinni trssgu bakhönd, þar sam hann hefur báöar hendur á spaöanum. Einn langsóttur á franska meistaramótinu. Enginn lætur strekkja strengina eins og Björn og i siöustu Wimbledon-keppni greiddi hann svo þung högg, aö spaöínn þverbrotnaöi. Einbeitingin f lagi á kanadiska meist- aramótinu. En aöferðin var algerlega heimatil- búin og seinna varð hún martröö þeirra þjálfara, sem reyndu að hafa áhrif á gang málsins. Aö slá boltann meö kröftugu framspinni var eitthvaö sem enginn alvöru tennisleikari haföi reynt síðan um 1930 og þaöan af síður leizt mönnum á það að taka bakhand- arslag meö báöum. En eitthvað hefur þaö nú breyzt og þeir sem koma næstir Birni nú, Jimmy Connors, Chris Evert og Tracy Austin, hafa allir tekiö upp aöferö hans. Áhuginn var brennandi. Tíu ára gamall fékk hann aö leika á tennisvöll- unum og dag hvern fór hann á fætur klukkan hálf sjö og steðjaði beint á næsta völl. Þar var verið aö fram aö háttatíma; sífellt beðið eftir færum til aö skjótast inná einhvern völlinn. Hann minnist þess, aö stundum keypti fólk aögang í klukkutíma, en lék aöeins 55 mínútur. „Þá var ég kominn og notaöi þessar 5 mínútur,“ segir Björn, „allir héldu aö ég væri bandvitlaus." Strákrenglan, sem í fyrstu gat hitt tvívegis eöa þrívegis í röö yfir netiö, tók framförum og gat brátt hitt boltann 20 sinnum í röö. Hann fór aö spila og hann fór aö vinna. Foreldrarnir geng- ust upp í þessum eldlega áhuga; þau fengu inngöngu í innanhúss tenn- isklúbb í Stokkhólmi til þess aö stráksi gæti leikiö allan veturinn. Þar máttu þau bföa eftir honum á laugardags- kvöldum — og endalaust var sú kaffidrykkja, segja þau — en á meðan hamaöist Björn í aö æfa og leika, jafnvel þótt allir væru farnir: „Bara einn til viöbótar, mamma.“ En þegar Björn fór aö keppa á unglingamótum, kom strax í Ijós hvaö hann var efnilegur. En aðferðin þótti skrýtin. Þjálfari eftir þjálfara reyndi aö fá hann til aö breyta til og Björn hlustaöi kurteislega á þaö, sem þeir sögðu, en hélt sínu striki. Ein undan- tekning var hinn kunni þjálfari og tennisleikari Lennart Bergelin, sem fékk Björn til meðferðar 15 ára gamlan. Hann sá, aö Birni var eina leiðin aö slá á svo óvenjulegan hátt og hann reyndi ekki aö breyta því. Aftur á móti hætti Björn aö slá forhönd meö báöum eftir því sem honum óx styrkur. En hann hélt sínu striki með bakhönd- ina og segir um það: „Ég sagði þeim alltaf aö ég mundi breyta þessu, en meö sjálfum mér vissi ég, aö þaö mundi ég ekki gera. Sannleikurinn er sá, aö ég er mjög þrjósk manngerö." Aö öðlast slíka getu er mikiil og strangur skóli — í hvaöa íþrótt sem er. Og Björn varö eins og aðrir að ganga í gegnum sína erfiöleika. Erfiöast var að temja skapið. Þegar hann var ellefu ára, var sú tamning skammt á veg komin; hann bölvaði þá eins og naut í flagi, formælti starfsmönnum og grýtti tennisspaðanum þegar svo bar undir. Svo langt gekk þetta, aö klúbburinn, þar sem hann var félagi, setti hann í fimm mánaöa bann og móöir Björns fylgdi því eftir meö því aö læsa tennisspaöann inni í skáp til jafnlengd- ar. Þannig tók Björn út sitt straff og áhrifin uröu þau, aö eftir þaö hefur hann ekki sagt eitt styggðaryröi, hvaö sem á gengur í hita leiksins. Frá 14 ára aldri má segja aö líf Björns hafi verið samfelld keppnis- ferðalög. Hann þótti gæddur góöum námsgáfum í skóla, en fann til þess þegar farið var aö biöja hann svo bráðungan um eiginhandaráritanir, að hann virtist aldrei geta skrifaö nafniö sitt eins. Svo hann einsetti sér aö bæta úr því og skrifaði nafnið sitt í stórum stíl, unz hann gat áritaö svo sem hæföi tennisstjörnu. Tvítugur kynntist Björn ungri stúlku frá Rúmeníu, Mariana Simionescu, sem var og er tennisleikari eins og hann. Þaö varö ást viö fyrstu sýn og þau hafa veriö óaðskiljanleg síðan. Jafnframt tókst Birni aö bæta það sem verið haföi veikasti hlekkurinn í leik hans: „Serveringuna", — þegar tenn- isleikarinn slær upphafshögg sitt. Þá er aö sjálfsögöu reynt aö gefa and- stæðingnum sem erfiðast fyrir, en staöa Björns hafði verið þannig, aö hann fékk ekki nægan kraft í höggiö og boltinn fór of hátt. Hann haföi jafnan notaö úlnliöasveiflu meira en hoilt var taliö, og Bergelin þjálfari læknaöi þetta meö því aö breyta stööunni og ekki síður meö því að láta sérsmíöa mjög þungan tennisspaöa handa Birni, svo hann kom úlnliöa- sveiflunni síður viö. Þetta haföi þau áhrif, að „serveringar" Björns tóku mjög á sig aöra mynd og hann telur aö það hafi verið þeirra vegna, aö hann vann sína fyrstu Wimbledon-keppni tvítugur aö aldri. Um þessi tímamót segir Björn: „ Þaö geröist í sömu vikunni, aö viö Marianna fórum aö búa saman og ég náöi tökum á nýju „serveringunni“. Ég var talsvert ánægöur meö lífiö þá.“ Til marks um velgengni Björns síöan má geta þess, aö hann hefur síöan 1976 tekið þátt í 60 meiri háttar keppnum og 37 sinnum hefur hann haft sigur. Það eina sem honum hefur ekki ennþá heppnast aö vinna er Opna bandaríska meistaramótið. Jimmy Connors vann hann naumlega 1976, en ári síöar háöu axlarmeiösli honum. Aftur sigraði Connors 1978 og Rosco Tanner maröi sigur í fyrra. Þessvegna er bandaríska mótiö aöal keppikefliö sem stendur: „Þaö er keppni, sem mig langar alveg óskaplega, óskaplega mikiö til aö vinna,“ segir Björn. Ekki þarf að efa, aö viljann skortir hann ekki, — og snúningsboltarnir eru skæöasta vopn hans. Snúninginn framkallar Björn meö því aö velta spaöanum á boltann og sneiða hann, Framhald á bls. 15 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.