Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1980, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1980, Blaðsíða 12
Hann er faðir Júgóslavíu í núverandi mynd og óumdeildur leiötogi, sem ögraöi Kremlverjum og komst upp meö þaö. Leo Sievers lýsir hér uppruna Titos og leiö hans á tind valdanna, sem ekki var alltaf blómum stráö og ekki heldur alltaf geösleg. Bíóiö er búiö. Fólkiö þrammar í snjónum áleiöis til Café Moskva viö Terazijétorg í Belgrad. Þar sitja menn á bak viö blöö eöa spjalia saman. Bíógestirnir bætast í hópinn. „Hvaö er aö frétta? Hvernig líður Tito? Er nokkuö aö frétta frá Afganistan?" Samhengiö er óþægilegt, ónota- iegra fyrir þetta land en nokkurt annaö í veröldinni um þessar mundir. Því aö hinn 87 ára gamli þjóðhöföingi er trygging fyrir sjálfstæöi landsins. Fólk spyr í angist, hvort fráfall Titos muni freista Rússa til aö seilast til íhlutunar um málefni Júgóslavíu. Sovéskir her- menn í Kabúl kalla fram í huga manna ógnvekjandi myndir af rússneskum skriödrekum í Belgrad. Júgóslavía án Titos? Gætu aörir en hann haldið saman hinum sundurleitu þjóöum, sem sigurvegarar fyrri heims- styrjaldar skeyttu saman í eitt ríki, en hann geröi nærri því aö einni þjóð, aö minnsta kosti aö pólitísku afli, sem er veigamikiö í Evrópu? Evrópa án Titos? Mun jafnvægið í Evrópu raskast, jafnerfitt og hefur veriö aö halda því? Meö öryggistilfinn- ingu línudansarans hefur hann leitt land sitt í hlutverki þriöja aflsins. Landiö hefur 22 milljónir íbúa, sjö þjóðerni, þrenns konar trúarbrögö, fimm tungumál, flókiö þjóöfélagskerfi, neikvæöan viöskiptajöfnuö og vaxandi veröbólgu, en þetta land hefur hinn aldni skæruliði gert aö fyrirmynd hlutlausra ríkja og sjálfan sig aö táknmynd Þriöja heimsins. Heimurinn án Titos? Heimur risa- veldanna í lok sem meö tæknibyltingu hefur aukið mátt hernaöar ómælanlega og smækkaö landfræöilegar fjarlægöir niöur í smámuni. Mun þessi heimur aö lokum skiptast í tvær stórar heildir? Hægt er aö nefna Tito í sömu andránni og Churchill, Stalín og de Gaulle, þó aö ekki sé hægt aö líkja saman fortíö hans og neinna hinna né heldur landi hans og heimsveldinu Sovétríkjunum og fyrri heimsveldunum Frakklandi og Stóra Bretlandi, hvaö þá Bandaríkjunum. Að dansa — yfir lík ef nauðsyn krefur Þaö sem hann gerði, gerði hann vel og vandlega: hann var lipur þjónn, duglegur járnsmiöur, slyngur áróöurs- maöur, fífldjarfur skæruliöi, skipulags- frömuöur og fundvís á nýjar leiöir í senn, stjórnmálskörungur meö glæsi- brag þeirra, sem gjarnan dansa, þar sem aðrir ganga, og ef nauðsyn krefur, þá einnig yfir lík. Flestir samferöamenn hans hafa farið á undan honum, samherjar, keppinautar og hugsanlegir eftirmenn. Þaö liggur í hlutarins eöli, að menn verði einmanna hátt á níræðisaldri. Á þeim aldri varöveitast aöeins hin gömlu kynni, ef þeim hefur veriö sinnt aö marki alla tíö. En maöur með feril Titos er ekki líklegur til þess. Á slíkri lífsleiö veröa ekki aöeins jvinirnir að víkja, heldur oft vinirnir líka. Þróunarbrautin frá sveitadreng til stjórnvitrings á heimsmæiikvaröa hófst á 19. öld og náöi yfir tíma reglu, upplausnar, fjögurra stríða, tveggja byitinga, skæruliöabaráttu, nýskipunar og nýs upphafs. Tito var sonur Franjo Bros, bónda, og fæddist 7. maí 1892 í hvítkölkuöu steinhúsi meö rauöu tígulsteinaþaki í þorpinu Kumrovec í Króatíu um 60 km fyrir noraön Zagreb. Af þeirri jörö, sem veriö haföi í ættinni frá því á 17. öld, voru þá aðeins eftir fjórir hektarar, því aö hitt haföi verið selt á þrengingartím- um. Þaö var því of lítiö landrými eftir, til þess aö hægt væri aö framfleyta fjölskyldunni meö sæmilegu móti, og oft var ekki nóg aö boröa. í kaþólsku kirkjunni í þorpinu var sveinbarniö skírt í höfuðið á heilögum Jósef, en dulnefniö Tito fékk hann ekki fyrr en hálfri öld síöar. Faöir hans var Króati, en móöir hans Slóveni. Hún átti 13 systkini og ól manni sínum 15 börn. Króatía tilheyröi konungsríkinu Ung- verjalandi, en Slóvenía austurrísku krúnunni og haföi veriö hluti ríkisins frá tímum Karls mikla. Tito ólst upp í Kumrovec, þar sem bændurnir töluöu króatísku, en yfirvöldin ungversku. Móöurforeldrar Josips töluöu slóv- ensku og þýzku, en hann heimsótti þá oft. Josip Broz er sem sagt ættaður frá hinu sama víöáttumikla menningar- samfélagi Dónár-ríkisins og Gustav Husak og Janos Kadar, Adolf Hitler og fjölskylda núverandi páfa. Andstæður og deilur þessa samfélags mótuöu hann, vöktu áhuga hans og löngun til menntunar, tilfinningu fyrir hinu fram- kvæmanlega, kenndu honum aö sýna hörku, en jafnframt aö laga sig að aöstæðum — og umfram allt aö komast af, lifa. í rauninni hefur hann Glæsimenniö Tito áriö 1942, þegar hann var foringi skæruliða í skógum Júgóslavíu. alla tíö verið Miö-Evrópumaöur með rætur í Balkanskaga. Josip lifði endalok gamla heimsins í æsku hans leit heimurinn þannig út: í Vín, höfuöborg ríkisins, sat Franz Joseph, keisari, þar lék valsakóngurinn á fiölu og þar skrifaöi Arthur Schnitzler bækur sínar sér til hugarléttis. En þessi heimur var aö syngja sitt síöasta og stefndi til glötunar. Tveimur árum fyrir fæöingu Josips framdi Rudolf, krón- prins, sjálfsmorö í Meyerling, sex árum síöar drap ítalskur stjórnleysingi keis- aradrottninguna, hina fögru og lof- sungnu Sissi, og þegar Josip var 22 ára, skaut Serbi austurrísku krónprins- hjónin til bana í Sarajevo. Josip Broz liföi upplausn þessa heims, endalok hans í öngþveiti. Hann læröi aö biðjast fyrir, sæta upp hey, sitja hesta, lesa og reikna. Hann var búinn meö skólann tólf ára, hjálpaöi síðan til viö búskapinn og fékk svo vinnu viö útiveitíngastaö, þar sem hann þvoöi glös og bar fram bjór viö undirleik grátklökkrar Sígunahljóm- sveitar. Sumariö 1906 geröist hann lærling- ur í járnsmiðju. Þar var hann í þrjú ár, svaf í hesthúsi nálægt verkstæöinu, læröi og vann í 12 tíma á dag, en á kvöldin nam hann fræöi Marx og Engels af þýzkum iönsveini, sem Schmidt hét. Þegar hann gekk í félag málmiönarverkamanna, varö hann sjálfkrafa flokksbundinn í flokki sósí- aldemókrata í Króatíu. Um þetta leyti innlimaöi Austurríki- Ungverjaland löndin Bosníu og Herze- govinu í ríkiö, en þau eru.fyrir sunnan Króatíu og aðallega byggö Múhameös- trúarmönnum. Öldum saman tilheyröu þau Tyrkjaveldi, sem nú var aö splundrast. í Balkanstríðinu 1912 og 1913 reyndu arftakar þess ríkis aö hrifsa sem mest landsvæöi til sín af því, sem eftir var af Tyrkjaveldi í Evrópu. Hér var um aö ræöa Serbíu og Grikkland, Rúmeníu og Búlgaríu, Alb- aníu og Montenegro (Svartfjallaland). Josip Broz tók engan þátt í þeim ruglingslegu átökum, sem áttu sér staö á þeim svæðum, sem Júgóslavía varö síöar til úr. Hann fór á flakk, vann í Vínarborg, Pilsen Munchen, Mannheim og í Ruhrhéraðinu. Þegar hann var 21 árs, 1913, sneri hann heim aftur og gegndi herskyldu sinni. Þegar fyrri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.