Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1980, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1980, Blaðsíða 6
Frá því Björn Borg tók fyrst upp tennisspaöa, barn aö aldri, hefur líf hans snúizt um tennis og meö stór- kostlegum hæfileikum og óbilandi viljakrafti hefur hann orðið svo sterkur í þessu sporti, aö enginn stenzt honum snúning. Út af fyrir sig er þaö athyglisvert, að tiltölulega lítil þjóö eins og Svíar skuli geta státað af tveimur íþróttamönnum, sem ekki eiga sina líka í hinum grimmúöuga heimi atvinnumennsk- unnar. Annar er Ingmar Stenmark, skíöakappinn frábæri og hinn, sem nánar veröur sagt frá hér er Björn Borg, bezti tennisleikari heimsins um þessar mundir og þó aöeins 24 ára gamall. Sé litiö á kappana tvo, þá er Stenmark venjulegri; hann er meðal- maður á vöxt og sker sig ekki úr aö neinu leyti. Þaö sama veröur naumast sagt um Björn Borg. Hann er hár og grannur, miömjór, en ákaflega herða- breiöur. Hálsinn er langur og sterkleg- ur, augun dökk og einkennilega stutt á milli þeirra. Ljóst hár hans fellur niöur á heröar og hárbandiö, sem er ein- skonar einkennismerki hans, undir- strikar hvaö útlit hans er í einu og öllu samkvæmt þeirri mynd, sem viö ger- um okkur yfirleitt um hina fornu Frá því Björn Borg tók fyrst upp tennisspaöa, barn aö aldri, hefur líf hans snúizt um tennis. Meö stórkostlegum hæfileikum og óbil- andi viljakrafti, hefur hann orðið svo sterkur í þessari íþrótt, a eng- inn í samtímanum hef- ur viö honum og því er jafnvel slegiö föstu, aö hann sé mesti tennis- leikari sem nokkurn- tíma hefur mundaö spaöa. Á tennisspaöan- um, sem Björn Borg reiöir hér til höggs, stendur Donnay, og fram- leiðandinn, sem er belgískur, greiðir kappanum sem svarar 300 milljón- um ísl. króna á ári fyrir aó nota hann. Innfellda myndin: Mariana lagfœrir hálstauiö á brúö- gumanum, en brúökaup þeirra fór fram nú fyrir skömmu. Björn Borg ásamt konu sinni, Mariana, og foreldrum sínum, sem sjá um tennisbúðina í Monte Carlo. Víkinga. Þessi kappi hefur ásamt Stenmark, Ingemar Johanson boxara, Abbaflokknum og Ingemar Bergman, borið hróöur Svía vítt um lönd. Og Björn er samskonar fyrirbæri í tennis- leik eins og Muhamed Ali hefur veriö í hnefaleikum og Jack Nicklaus í golfi. Þeir eru menn sem verða sígild viðmiöun, þegar mannlegt atgjörvi er annarsvegar. Hiö endanlega markmiö allra meiri háttar tenniskappa er aö vinna sigur í hinni árlegu Wimbledon-keppni, sem fram fer i Englandi og er hálfsmánaöar slagur. Kannski á Björn Borg eftir aö vinna sín beztu afrek, en þrátt fyrir tiltölulega ungan aldur er hann kominn svo hátt á stall, aö hann hefur nú þegar unniö Wimbledon fimm sinnum í röö. Þaö hefur engum lukkast og sá kappinn sem næstur kemur, hefur unnið þrisvar í röö. Ástralíumaöurinn Rod Laver, hefur unniö samtals fjórum sinnum, en ekki í röð. Taliö er aö vinni Björn í sjötta sinn í röö, setji hann met, sem standa muni um daga margra kynslóða. Þótt ótrúlegt megi viröast, er ferill Björns oröinn nærri áratugs langur. Aöeins 15 ára gamall lék hann fyrir land sitt í hinni árlegu Davis Cup keppni. Seytján ára vann hann sigur í opna franska meistaramótinu í tennis; þann titil hefur hann raunar unniö alls fimm sinnum. Hann var þar meö yngstur allra til aö vinna eitt þeirra stórmóta, sem mynda „alslemmuna" svonefndu í tennis, en það er sú franska, Wimbledon, bandaríska og ástralska meistamótið. Tvítugur aö aldri vann hann Wimble- don-titilinn í fyrsta sinn; sá yngsti, sem þaö haföi gert. Og nú, liölega 24 ára, er hann í einu oröi sagt einskonar tennisvél. Styrkur hans, segja hinir sérfróöu, er í fyrsta lagi gífurlegur hraöi, í ööru lagi færni hans aö slá boltann meö geysilegum framsnúningi og í þriöja lagi nefna þeir járnvilja hans. Keppnisskapiö er eins og bezt veröur á kosið og frá unga aldri hefur hann einbeitt sér aö einu markmiöi: Að vinna allar hugsanlegar keppnir í tennisleik. Þetta hefur hann gert meö þvílíkum árangri, aö tekjur hans í ár eru taldar munu veröa 5 milljónir Bandaríkjadala, eöa 2640 milljónir ísl. króna. Björn Borg heföi trúlega getað oröiö framúrskarandi í mörgum greinum íþrótta. En ástæðan fyrir því aö hann heillaöist svo mjög af tennisleik var sú, að faöir hans, Rune Borg, afgreiöslu- maöur í fatabúð í Södertelje, var liötækur áhugamaöur í tennis á árun- um uppúr 1960. Þegar Björn var 9 ára, fékk hann að fara meö fööur sínum og horfa á hann leika tii úrslita í tennis- keppni — og Rune Borg vann. Um þennan atburö segir Björn: „Á stóru boröi haföi verið komið fyrir allskonar verölaunagripum, þar á meðal var óskaplega fallegur tennisspaöi. Ég óskaöi af heilum hug aö pabbi ynni; þá fengi hann kannski spaðann og léti mig hafa hann.“ „Þaö var um fleiri verölaun að ræða,“ segir Rune, „og mér kom í hug aö stríöa stráknum aðeins og gerði mig líklegan til að velja veiöistöng. Þá varö Björn svo dapur í andlitinu, aö þaö var því líkast sem hann mundi fara aö gráta. Svo ég lét veiðistöngina aftur á borðið og valdi tennisspaöann." Strax daginn eftir lagöi Björn upp með tennisspaðann ásamt tveimur nágrannastrákum. Tennisvellir voru þar skammt frá. Og það var ást viö fyrsta högg, eöa eins og Björn segir „Frá því ég sló fyrsta boltann, elskaði ég þessa íþrótt. Þá var ég of ungur til aö þess aö geta fengið aö leika í tennisklúbbi í nágrenninu, svo ég æföi mig á því aö slá tennisbolta í bílskúrs- dyrnar heima. Ég þóttist í dagdraum- um mínum vera að keppa í Davis Cup fyrir Svíþjóð — þaö var fyrsti draumur- inn. Ég háöi ímyndaöa kappleiki viö Ástralíu og Ameríku. Svo fór mig aö dreyma um Wimbledon.“ Tennisspaöinn var handa fullorð- num og alltof þungur fyrir 9 ára strák. Þess vegna hélt Björn honum meö báöum höndum — bæöi í forhönd og bakhönd — og þannig haföi hann haldið á íshockeykylfu. Engan haföi hann þjálfarann, en hann haföi lítils- háttar iðkað borðtennis, sem byggir á úlnliðahreyfingu — og nú sló hann tennisboltann á sama hátt. Þannig geröist þaö, aö Björn náöi þessu fræga framspinni á boltann, sem andstæöingum reynist erfitt aö ráöa viö. En aðferöin var á móti kokkábók- unum; allt sem hann geröi var taliö rangt, nema eitt: Leikgleöin var strax fyrir hendi. Og jafnvel þá gat hann ekki hugsaö sér aö tapa. Enginn stenzt honum snúning

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.