Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1980, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1980, Síða 11
REGN í smásögu eftir Jökul Hvaö veröur um öll tímaritsheftin, sem á fjörur okkar rekur á langri ævi? Ekki hljóta þau strax sömu örlög og blessuö dagblööin, sem viö köstum okkur yfir í spennu dagsins meö mikilli áfergju, berjum snöggvast augum og ætlum svo aö brjóta til mergjar í kvöld, — en eru svo oftast komin í öskutunn- una á morgun, oft án þess að okkur hafi nokkurntíma gefist tóm til aö vinna að betur en viö geröum í fyrstu atrennu. Tímaritin. Viö leggjum þau til hliðar, og þau eru svo sett í kassa, fyrst inn í fataskáp, síöan borin upp á háaloft eöa niöur í kjallara. Þegar viö svo flytjum eftir nokkra áratugi í nýja íbúö, oftast þrengri, eða jafnvel í kirkjugaröinn, lenda kassarnir hjá fornbókasala eöa á öskuhaúgunum. Þaö hefur sjaldnast veriö lagt í aö kosta á tímaritin band. Þaö vill nú svo vel til, aö undirritaöur hefur verið áhugasamur áskrifandi margra tímarita um dagana og enn- fremur fornbókasali í tvo áratugi. — Ó, hversu mörg hundruð ágætra tímarita- hefta hef ég ekki handfjatlað: Skírnir, Andvari, löunn, Eimreiö, Tímarit MoM. Og Helgafell. Og því miöur er reynsla mín sú, aö upp úr fæstum þeirra hefur veriö skorið, stundum ekki einu sinni veriö svipt af þeim umbúöunum. Þrátt fyrir þessa sáru reynslu hef ég mikla trú á tímaritum og þykist vita, að sérhvert hefti hafi borist nógu mörgum lesfúsum gáfuunglingum og hugsandi grúskurum, til þess að réttlæta útgáfu þeirra. En hversvegna er ég aö segja frá þessu nú? Á þessum dögum berst mér einmitt upp í hendur ólesið tímaritshefti, sem ég haföi lagt til hliðar fyrir aldarfjóröungi. Enda þótt aö það heföi veriö mér gleymt í öll þessi ár, og heföi kannski gert mér enn meira gagn, ef ég heföi lesið þaö fyrr, þykir mér ágætt, að það skuli þó ekki alveg hafa farið framhjá mér. Ég ætla ekki að nefna ritiö. Ritstjórarnir hétu og heita Gunnar G.Schram, Matthías Jóhannessen og Þorsteinn Ó.Thorarensen, allt þjóð- kunnir menn og hafandi margt til síns ágætis, en auövitaö grárri og eldri nú en fyrir 25 árum. Á líkum aldri og þessir ritstjórar var Jökull Jakobsson. Og í þessu tímarits- hefti er saga, sem hann kallaöi Skip koma aldrei aftur. Dálítiö Davíös Stef- ánssonarlegt heiti. Og þetta er ásta- saga í hans kynslóðaranda. Líklega er þessi saga nú í einhverju smásagna- safni Jökuls. En ég viröi hana fyrir mér, eins og hún er þarna. í mínum augum var Jökull Jakobsson alltaf ungur höfundur. Ég las fyrstu bók hans Tæmdur bikar, skömmu eftir aö hún kom út. Ég var fulloröinn maður og farinn aö kalla mig rithöfund, þegar hinn kunni gáfumaöur, séra Jakob Jónsson kom meö sína rauöhærðu stráka — og dætur — frá Ameríku. Og Jökull fór aö dæmi Laxness, gaf út sína fyrstu skáldsögu á menntaskólaárum sínum, sautján ára, Ijóngáfaöur, óstýri- látur lífsnautnapiltur. Þaö var engin tilviljun aö bikar var í myndinni. Skáld- sagan var líka um ástir og átök í lífi ungs eftirstríðsmanns. Síöan komu smásagnasöfn, ferðabækur, en fyrst og fremst var Jökull á manndómsárum sínum blaöamaöur, útvarpsmaöur og stórglæsilegur leikritahöfundur. Milli okkar Jökuls var aldrei náinn kunnings- skapur, aöeins yelviidarhugur úr hæfi- legri fjarlægö. Ég mun hafa séö flest eöa öll leikrit hans, fann nokkrar veilur, eins og oft vill verða, en miklir og glæsilegir höfundakostir Jökuls nutu sín oftast vel, þótt mér fyndist stundum, aö leikdómarar heföu mátt veita honum meira aöhald og skynsamlegri gagnrýni en raun var á. Ég leyfi mér aö fullyröa aö Jökull Jakobsson hafi meö miklum sóma gegnt forustuhlutverki sem leikritaskáld okkar samtíðar á íslandi. Verk hans veröa leikin áfram um ókomin ár, þau bestu vonandi. Öll eru þau góö heimild um andlegt líf okkar tíma. Síöasta stóra leikritiö um skóara- soninn, sem sýnt var aö höfundi látnum, var þó því miður hvorki fugl né fiskur, og ekki veröugt eftirmæli um þennan ágæta höfund. Þetta er, eins og allir sjá, augna- bliksspjall, og auövitaö ér engin tilraun gerö til neinskonar úttektar á höfundar- verki Jökuls. En ég vil þó ekki láta ógetið þess, sem mér er kannski minnisstæðast úr starfi hans, en það eru útvarps og sjónvarpsleikritin, þar sem leikarar eins og Þorsteinn Ö. Stephensen, Hulda Valtýsdóttir og Brynjólfur Jóhannesson léku nokkur sín stærstu hlutverk. Ég nefni Hart í bak, Silfurbrúökaup og Draum Rósalindu, Dans fötluöu stúlkunnar og skósmiös- ins. Þá má heldur ekki gleyma því, hve góöur útvarpsmaður Jökull var. Hér eru að lokum nokkrar línur úr sögunni. Punktarnir merkja úrfellingar: Eg er farfugi. Ég kem og fer. Þú grætur, ef ég fer. Þó muntu gráta meira, ef ég verö kyrr hjá þór alltaf. Þó þú hafir mig hjá þér, þó þú strjúkir höndum um hár mitt, er hugur minn fjarri.. . Skipið blés í fjarska . . . Þaö er betra aö þú farir. Þá eignast ég þig allan. Ef þú ert kyrr, verö ég að láta mér nægja að eiga þig hálfan . . . Regnið gerir mig þyrstan, sagöi pilturinn. Ég heyri það falla allt í kringum mig, en þaö svalar ekki . . . Vínflaska í skápnum viö rúmið, sagöi hún... Hún lagði hendur um háls honum og hann kyssti hana... Þú kyssir mig ööruvísi en áöur, sagði hún . . . Þaö er bara einn koss og hann ertu búin aö fá. Þeir kossar, sem síðar koma eru bara eftirhermur. . . Jökull lýkur sögunni svona: En regniö buldi á þakinu, þungt og stöðugt og jafnt. Honum datt í hug, að þannig hlyti aö heyrast, þegar moldinni er rutt ofan á líkkistulok. Stefán Snævarr SKÁLDSKAPUR, ÍSSKÁPUR Ef þú leggur hlustir viö frystibox í ísskáp heyriröu í hafi heyriröu í flugvél Þaö er ísskápsflugvél þaö er ísskápshaf. Eyjalín frá Hafnarfiröi VINUR Nú átt þú engan — engan að nema mig. Hér er þögn — svo undarlega hljótt í þessu húsi. Fyrir aöeins nokkrum vikum voru herbergin í þessu húsi full af óslökkvandi þorsta og brennandi losta, fólksins, sem kom þar. Nú allt er svo hljótt — undarleg kyrrö. Nei — sál þín kveinar, kveinar ísífellu, og þarna sit ég brosi meö lokuöum vörum og horfi á þig þjást. Úr Ijóöabókinni Sjálfsalinn sem kemur út bráölega. AUGU ÞÍN Sé ég haustský á himni, dimmbrún, grá og köld. þannig eru augu þín nú full af kulda haustsins. Bláu voraugun þin, full af sólskini sumarsins. Þó eru aöeins fáein ár síöan saga okkar hófst. Þessi saga tregans. Var þaö ég? — Varst þaö þú? Nei sökin er falin í okkur báöum, og þetta vitum viö nú. Sigurjón Guðjónsson HAUSTLJÓÐ Nú svífa fuglar suöur yfir höf, og sveiflur taka vindsins frakkalöf, en blöðin falla ótt af grein á grein, og gjálfrar bára á sleipri fjöruhlein. Loftsins óöur, ilmur, dó í gær, og upp á loftið teygjast vatnsins klær. En hvítar blæjur falda fjallsins tind og frostiö snertir krumlu tjörn og lind. í eyrum heyri ég annarlegan brag, og innst í mannsins hjarta er skipt um lag. Gleði vikin, tregi tekur viö. Tafliö lífs og dauöa fært á sviö. Jón úr Vör.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.