Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1980, Blaðsíða 9
▲
MORG-
UNN
(1958)
Um árstíma haföi
ég vinnustofu í
húsakynnum Jóns
Loftssonar viö
Selsvör en þar var
þá Gagnfræöa-
skóli verknáms. Til
mín kom þá
stundum ung
stúlka og sat fyrir.
Upp úr þelm
myndum geröi ég
nokkur málverk í
stíl, er gæti minnt
á kúbisma, og er
þetta ein þeirra.
Ég vann ósjaldan
fram undir morg-
un á fögrum
sumarnóttum, og
eru þaö síkvikul
litbrigðin í hafi og
hauðri, svo sem
þau komu mér
fyrir sjónir, sem
ég leitaöist viö aö
fanga í þessa
mynd.
SOMAKONAN
(1950-51)
Teikningu þessa gerði ég fyrsta vetur minn í Kaupmanna-
höfn og er hún af matmóður minni og húsráðanda, Steinunni
Ólafsdóttur Jónsson. Hún mun hafa veriö fyrsta útlærða
hjúkrunarkona holdsveikra á íslandi og starfaöi meö
Sæmundi Bjarnfreössyni lækni. Steinunn fluttist til Kaup-
mannahafnar áriö 1909, aö ég held, og giftist Þóröi Ó.
Jónssyni, tollveröi er hún kynntist ytra. Heimili þeirra var
athvarf íslendinga í Kaupmannahöfn í hálfa öld, og þangaö
sóttu listamenn mikiö. Laxness, Þórbergur, Stefán frá
Hvítadal, Kristmann, Davíö frá Fagraskógi, Finnur og
Ríkharöur Jónssynir, Ásgeir Bjarnþórsson o.fl. o.fl. — Hjá
þessari konu leiö vísast öllum vel, enda var hún stórbrotinn
persónuleiki og mannþekkjari meö gnótt af hjartahlýju, er
hún miölaöi óspart. Þá má þaö koma fram hér, aö hún
heimsótti sjúka íslendinga á Ríkisspítalann svo til daglega,
svo lengi sem fæturnir báru hana, aöstoöaöi þá og taldi í þá
kjark. Meöal þeirra var m.a. ólæs sveitapiltur dauövona af
tæringu og firrtur allri lífslöngun. Hún kenndi honum aö lesa
og tók þaö undraskamman tíma, nýr heimur opnaöist hinum
helsjúka pilti, er fylltist nú lífslöngun, reis upp af sjúkrabeöi
og sökkti sér niöur í íslenzkt mál. Siguröur Kristófer
Pótursson hét hinn ungi maður, og hann lét ekki staðar
numiö, fyrr en hann haföi ritaö bókina „Hrynjandi íslenzkrar
tungu“. Þá lézt hann, líkast til sáttur viö guð og menn. Ég fann
þessa teikningu í fórum mínum fyrir nokkrum árum og setti liti
í hana í samræmi viö útlit Steinunnar og áhrif hennar á mig,
síöast þegar ég sá hana.
Þau hjónin Steinunn og Þóröur liggja í Garnisonkirkjugarö-
inum á Austurbrú í Kaupmannahöfn, sem er í nágrenni þar
sem fyrrum voru Stokkhúsiö og Þrælareiturinn, sem tengjast
margri íslenzkri harmsögu frá liönum öldum. Ég heimsæki
leiöið í nær hvert skipti, er ég kem til Hafnar og á þar hijóða
stund. Einhvern veginn er jafnan léttara yfir mér, er ég hverf á
braut, mér finnst ég betri maöur og tengjast nánar íslenzkri
sögu.
ANDÓFSMAÐURINN
(1979-80)
Þetta er ein af nýjustu myndum mínum, gerö á
síöasta ári, er Vladimir Bukovskí haföi hér viðdvöl, en
einnig á þessu ári, því aö mér þótti eitthvaö vanta í
hana. Myndin skýrir sig sjálf. Á tímum ofurmanna,
geimfara og eftirlíkninga þeirra í smækkaðri mynd er
börn okkar leika sér að, blómstrar einnig ofbeldið og
þjáningin um allan heim. Myndin er skírskotun til þessa,
en ekki endilega til afmarkaðs fyrirbæris.