Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1980, Blaðsíða 2
Daginn sem þrumuveörið mikla
gekk yfir Vínarborg skoðaði ég Fíg-
aróhúsið. Það hellirigndi og Stefáns-
dómkirkja var haröleg og köld.
Skammt frá henni er þröng gata og
við götuna er óhrjáleg húsaröð. í einu
húsanna bjó Mozart árin sem Brúð-
kaup Fígarós varð til og hinir dýrlegu
kvartettar tileinkaðir Haydn.
Bústaður Mozarts er á þriðju hæð.
Fyrst er fariö um saggasaman gang
og upp þreyttan stiga. En íbúö
meistarans er stærri en ég bjóst við
og hlýtur aö hafa þótt sæmileg
vistarvera aö þeirra tíma hætti. Þarna
voru nokkrir húsmunir fjölskyldunnar,
fjöldi mynda af fólki og atburðum í lífi
Mozarts og auðvitað sýnishorn af
handritum hans. Safnið er þó fremur
formlegt og kuldalegt eins og flest
söfn af svipuöu tæi. í þessum húsa-
kynnum hittust Mozart og Beethoven
og sáust aldrei aftur að því er flestir
telja. Ég lét hugann reika til þeirra
manna og málefna er sköpuðu húsinu
sögu. Þá bar fyrir mig sýn. Ég sá
Mozart. í nokkur andartök leit ég
skýra mynd hand líða um vinnustof-
una. Yfirbragö hans var ákaflega
hugsandi og alvarlegt. Myndin hvarf
jafn skyndilega og hún birtist, og ég
varð furðu lostinn. Þó svipuð atvik
hendi mig stundum komu áhrif þess-
ararýmr mér á óvý ~ ^ mM(
&
róti á þeim hugmyndum er ég hafði
gert mér um þennan mann og tónlist
hans. Ég var vanur að sjá Mozart sem
áhyggjulausan og glaðværan snilling
er samdi meira blátt áfram tónlist en
nokkur hinna miklu meistara. En yfir
þessum manni hvíldi þungur ein-
manaleiki og djúp heimshryggð. Þaö
var eins og hann væri dæmdur til
þeirra örlaga að vera af engum
skilinn, vera sjáandi en ekki séður.
Mannkyniö fær seint þakkað þá
birtingu eðlileika og jafnvægis er ríkir
í list Mozarts. Maður fær á tilfinning-
una að þar syngi hamingjusamur
maður er hlotið hafði sjaldgæfa
blessun. En þaö er aðeins hálf sagan.
í bréfum Mozarts og öðrum upplýs-
ingum sem til eru um ævi hans má
nokkuð greina skapgerð hans og
viðhorf. Sumir kynnu að undrast hve
þar er allt hversdagslegt, jafnvel
frumstætt og barnalegt. Þaö er fátt í
þessum bréfum sem bendir til þess
að höfundur þeirra sé einhver feg-
ursti snillingur mannkynsins. Og þaö
er einmitt kjarni málsins. Mozart var
dæmigeröur hversdagsmaður. Hann
kannaði ekki ókunna stigu. Hann bylti
engu við. En hann felldi saman. Alls
engum hefur sem honum tekist aö
fella tilfinnlngar sínar i*'- —„ega að
vnja og viti. Þegar viö heyrum tóna
hans er það sviþað og heyra andar-
drátt náttúrunnar í kyrrö. Þaö er eðli
náttúrunnar aö starfa hljóðlega. Hún
fer hamförum aöeins þegar upplausn
ríkir. Lognskír sumarmorgun er þó
hlaðinn jafn streymandi orku og
geisandi vetrarnótt. Hversdagslegt
ástand náttúrunnar er látleysi sem
veit ekki af sér. Maðurinn er hluti
þessarar heildar. Honum er líka
sjálfsagt að starfa án strits. Blátt
áfram líf er hamingja. Og Mozart var
svo eðlilegur hversdagsmaöur í svo
öruggu jafnvægi lífsaflanna að fyrir
honum var líkami og sál, gleði og
sorg, sæla og þjáning ekki aðskilið
heldur órjúfandi eining þess sem við
köllum líf, ekki einhvers afbrigðilegs
snillingslífs heldur hins átakalausa lífs
venjulegs manns er starfar í sátt við
lög náttúrunnar.
Þó var eitt, og aöeins eitt, með
frávikum í fari Mozarts er greindi
hann nokkuö frá ööru fólki, það var
snilligáfa hans í tónlist. Og það var
þessi náðargjöf sem geröi hann
einhvern mesta einfara listasögunn-
ar. Mozart hlýtur aö hafa séð eða
heyrt þá mannlegu örlagavalda sem
öörum eru huldir. Annars hefðu
óperur hans ekki iafnast x
„,,anespeare í sálskyggni. Þessi
hæfileiki Mozarts þroskaöist til hinsta
dags. En hann var ekki greinandi
Frh. á bls. 16
Sveinbjörg Alexanders ballett-
dansari hefur getið sér góðan
orðstír á sviði danslistarinnar. Hún
hefur dvalist erlendis síðastliðin 16
ár, fyrst við Stuttgart-ballettinn hjá
John Cranko en síðan við óperuna
í Köln með Trans-Forum ballett-
flokknum. Sá flokkur telur 28
manns og er hann í miklu áliti í
listaheiminum. Hann hefur ferðast
um víða veröld og er afar eftirsóttur
og hefur m.a. haldið sýningar á
listahátíðum víöa um lönd. Tans-
Forum ballettflokkurinn er eini
modern-dans flokkurinn í Þýska-
landi og sá eini sem þjálfar eftir
Martha Graham-kerfinu.
Tans-Forum flokknum hefur ver-
ið boðiö í tveggja vikna sýningar-
ferð til London næsta vor og einnig
hefur honum verið boðið til Sví-
þjóðar, Frakklands og Ísrael á
næsta ári.
í febrúar síöastliðnum kom
SVeinbjörg til íslands og setti á svið
„Danskokkteil" með íslenska dans-
flokknum sem hún samdi sjálf en
fyrir tveim árum vann hún einnig
með flokknum og setti þá á svið
„Symþhonische Etuden" eftir
Schumann en koreógrafían var eftir
Jochen Ullrich.
Sveinbjörg hefur farið með flest
aðalhlutverk hjá Tans-Forum
flokknum á síðustu árum, t.d. í
ballettinum „Rómeó og Júlía“ og í
„Syndunum 7.“ Á þessu ári var hún
í hlutverki Evitu Peron í ballettinum
„Grosse Gesang" eftir Pablo Ner-
uda og í hlutverki Nönu í ballettin-
um „A la Jaques" sem frumsýndur
var 7. júní síðastl. í Köln.
í ballettinum „A la Jaques" er
tónlistin eftir Offenbach en koreó-
grafía eftir Jochen Ullrich og Jörg
Burd.
Á þessu ári er 100 ára afmæli
Offanbachs og mikið um að vera
víðs vegar í Þýskalandi í tilefni
þess. M.a. verður sérstök Offen-
bach-vika í Köln í byrjun október
en Tans-Forum flokkurinn opnar
þá viku með sýningu á „A la
Jaques“ og halda þær sýningar
áfram allan næsta vetur.
Einnig mætti geta þess að Svein-
björg fór meö aðalhlutverkiö í
stykkinu „Relache" eftir Erik Satie
með kóreógrafíu eftir Jochen Ull-
rich en það stykki var frumsýnt á
hollensku listahátíðinni í fyrravor
og sjónvarþaö um Evrópu.
Eins og kunnugt er, var Svein-
björgu boðið að dansa á Listahátíð
hér í júní síðastl. Tók hún boöinu
að fengnu samþykki yfirmanna
sinna. Svo fór þó að ekki varð af
þeirri heimsókn vegna þess aö of
mikil hætta þótti á því að hún næði
ekki sýningu á „A la Jaques" sem
ákveðin haföi veriö í Köln 19. júní
og ógerningur var að fá aðra
dansmær í hlutverkið. Heföi hún
ekki náð til Kölnar í tæka tíð heföi
hún þurft að borga sýninguna eins
og venja er í slíkum tilvikum eða
15.000 mörk. (ca. 5 millj. ísl. króna).
Á næsta ári hefur Sveinbjörgu
veriö boðiö aö koma fram á
hátíðasýningu í Feneyjum ásamt
mörgum heimsþekktum lista-
mönnum og SGmúiöiðÍs að koma
fram í hinum vönduöu þáttum
bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar
ABC sem fjalla eiga um Mozart og
verk hans. H.V.