Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1980, Blaðsíða 13
eiginlega ætlast til þess þó þaö heföi
aldrei komiö fram. Þaö haföi enginn
veriö nefndur í því sambandi en þaö
voru náttúrulega ekki margir sem
komu til greina. Þaö var því ekki
óeölilegt þó Bjarni heföi gert sér
nokkrar vonir — auövitað haföi hann
ekki nefnt þaö viö neinn en hann gat
ekki neitað aö honum hafði flogiö þaö
í hug. Það heföi ekki verið ósanngjarnt
— hann haföi unniö þarna hjá fyrir-
tækinu í átján ár, allan þennan tima
haföi það varla komið fyrir að hann
kæmi of seint og störf sín haföi hann
alltaf stundaö af kostgæfni. Og var þá
nema eðlilegt að hann geröi sér
nokkrar vonir um að vera hækkaður í
tign.
En, nei! Það haföi veriö gengiö
framhjá þeim öllum og þessi Jónas
veriö ráöinn, þessi bölvaöur afglapi
sem ekkert gat og ekkert kunni. Bjarni
heföi fyllilega sætt sig viö þó þeir
heföu gengiö framhjá honum og valiö
einhvern hinna, til dæmis Óla eöa
Kobba — en aö ganga framhjá þeim
öllum og ráöa þennan Jónas, — þaö
gat Bjarni einfaldlega ekki gúteraö.
í fyrstu haföi hann verið að vona að
Jónasi yröi sagt upp — yfirverkstjór-
inn hlaut aö sjá að maöurinn réöi
ekkert viö þetta starf. Öllu haföi
hrakaö á örskömmum tíma, — já, þaö
hafði fariö dagversnandi og Bjarni
vissi reyndar aö framleiöslan haföi
minnkaö. En honum kom þaö víst ekki
viö. Og þaö var fleira sem honum kom
ekki lengur viö. í fyrsta skipti haföi
hann séö menn hangsa þarna hjá
fyrirtækinu, — þetta voru strákageml-
ingar og þeir voru ekki lengi að skella
því á Bjarna þegar hann fann aö því
viö þá, — aö honum kæmi þaö ekki
viö.
Þeim heföi ekki haldist þaö uppi
meöan Þorkell var og hét. En þessi
Jónas, — hann hafði átt leið þarna um
og heyrt þegar Bjarni var aö munn-
höggvast viö strákana. Og hvaö haföi
hann sagt? Hann haföi sett upp þetta
drýldna háðsglott sitt — út í annað
munnvikið eins og refkeila, og lætt út
úr sér:
„En þú átt nú líka til aö fá þér pásu
við og viö þegar þú heldur að ég sjái
ekki til, Bjarni minn.“
Strákarnir höföu gripiö þetta á lofti,
skellihlegið og tekið undir meö verk-
stjóranum. Þeir höföu sagt aö Bjarni
geröi aldrei handtak nema þegar
staöið væri yfir honum en reyndi svo
aö koma sér í mjúkinn hjá yfirmönnun-
um meö því aö hlaupa í þá ef einhver
tæki sér smá pásu. Þeim var vorkunn,
greyjunum, — þeir voru ekki annaö en
hvolpar.
En hvaö átti Bjarni aö segja? Þaö
vissu þaö allir þarna að hann lagöi
ekki í vana sinn aö svíkjast um, þó
hann aldrei nema fengi sér í nefiö
þegar augnablikshlé varö á vinnunni.
Og var það svo ekki hann sem nær
undantekningarlaust var fyrstur úr mat
og kaffi, — þeir áttu nú til aö vera
dálítið þaulsætnir hinir en þaö hafði
hann aldrei stundað.
Bjarni sagöi ekki neitt, — gat
ekkert sagt og kæröi sig ekki um aö
segja neitt. Hann haföi gengið þegj-
andi burt og heyrt í þeim hláturrokurn-
ar aö baki sér.
Um kvöldið, rétt þegar átti aö fara
aö hætta vinnu, haföi loks soöiö
uppúr. Þeir höföu verið aö losa
sementsfarm af vörubíl og þurft aö
láta þaö ganga hratt til aö geta gengiö
frá sementinu fyrir kvöldiö. Bjarna
haföi tekist eitthvað óhönduglega þeg-
ar hann sletti síöasta sementspokan-
um upp á færibandiö, pokinn reis upp
á rönd og datt út af því þegar hann var
kominn í allmikla hæö, — niður á
gólfiö þar sem hann sprakk og sem-
entið gusaöist úr honum út um allt.
Bjarni haföi náö sér í skóflu og var
aö hreinsa þaö upp þegar Jónas kom
askvaöandi og byrjaði aö jamla og
nudda.
Þá haföi Bjarni loksins misst þolin-
mæöina. Hann haföi fleygt skóflunni í
gólfiö og hellt sér yfir nýja verkstjór-
ann. Hann hafði rutt úr sér óbóta-
skömmum og dembt yfir hann öllum
þeim fúkyrðum sem í hugann komu.
Sárindi sem safnast höföu fyrir á
mörgum vikum og mánuöum brutust
nú fram í ofsafengnum reiöilestri sem
aldrei ætlaöi aö taka enda.
Jónas stóö agndofa fyrir framan
hann og þaö leyndi sér ekki að nú var
hann hræddur. Loksins þegar Bjarni
þagnaði, andstuttur og rauöur upp í
hársrætur af heift, sagöi hann smjaör-
andi röddu:
„Ég er kannski fullaðfinnslusamur
en þaö eru nú flestir verkstjórar, — ég
reyni bara aö stjórna hérna eftir bestu
getu. — Viö erum nú einu sinni
vinnufélagar og verðum aö láta okkur
koma saman, Bjarni minn.“
Nokkur augnablik langaöi Bjarna
mest til að hjóla í hann en snérist svo á
hæli og strunsaði út. Hann lét skófluna
liggja þar sem hún var í sementshrúg-
unni á gólfinu, — aldrei haföi hann
skiliö þannig við að loknum vinnudegi
áöur.
Og þarna strunsaöi hann út götuna
á leiöinni heim. Hann var ekki reiður
lengur. Hann var þreyttur og alveg
útkeyrður. En þaö var ekki þessi
heilbrigöa þreyta sem hann haföi svo
oft fundið til eftir erfiöan vinnudag, —
deilurnar viö nýja verkstjórann höföu
rænt hann allri vinnugleði.
Þaö yrði varla skemmtilegt aö
mæta aftur aö morgni. Hvernig haföi
hann hagað sér? Honum haföi svo
sem dottið í hug aö segja upp vinnunni
en einhvernveginn ekki komiö sér aö
því, — þaö var ekkert réttlæti í því ef
hann segöu upp og Jónas valsaöi
þarna áfram. En annar hvor þeirra yröi
aö víkja, hann eða nýi verkstjórinn.
Næsti dagur í vinnunni varö heldur
ekki meö öllu tíöindalaus þó á annan
hátt yröi en Bjarni haföi gert sér í
hugarlund. Jónas tók brosandi á móti
honum þegar hann mætti og sagöist
hafa ákveðiö aö setja hann í aö stjórna
rörasteypivélinni, — hvorki meira né
minna en besta starfið í rörsteypunni!
Bjarni vissi ekki hvaðan á hann stóö
veðrið — hann varö alveg hvumsa viö.
Þaö var ekkert minnst á þaö sem
gerst haföi daginn áöur. Aö vísu sá
Bjarni aö karlarnir voru aö gefa
hvorum öörum olnbogaskot og líta til
hans, en enginn sagöi neitt. Bjarni lét
sem hann tæki ekki eftir neinu og
hamaöist viö vinnuna. Ef til vill voru nú
þessi vandræöi loks úr sögunni og
Jónas myndi framvegis sjá hann í friði,
— hann var líklega einn af þeim sem
þurfti aö taka almennilega í gegn svo
hann héldi sig á mottunni.
Að vísu fann hann að aðstaða hans
hjá fyrirtækinu var oröin allt önnur en
meöan Þorkell haföi verið. Þaö var
eins og vinnufélagarnir litu hann öör-
um augum. Hann var ekki lengur
spuröur álits um hvernig haga skyldi
hlutunum og þaö var auðfundið aö þeir
voru öfundsjúkir yfir aö hann haföi
veriö settur á rörasteypivélina. En
þessa vegsemd haföi hann hlotiö fyrir
eigin veröleika og hann var vel aö
starfinu kominn eftir átján ár hjá
fyrirtækinu. Þegar allt kom til alls var
hann nokkurn veginn ánægöur.
En þessi sæla stóö ekki lengi. Þaö
liðu ekki nema nokkrir dagar þar til
Jónas var aftur byrjaöur aö jagast í
Bjarna. Þaö var sama hversu lítið bar
útaf, — jafnvel þó ekki yröi nema
smátöf, óðara var Jónas kominn
askvaðandi meö alls konar aöfinnslur.
Hann sagðist hafa sett Bjarna í þetta
verk vegna þess aö hann hefði treyst
honum til aö vinna þaö sómasamlega,
— hvaö átti svona sleifarlag eiginlega
aö þýða — hann yröi aö leggja sig
fram og reyna aö hafa hugann við þaö
sem hann væri að gera .. .
Bjarni fuðraði upp, en hann stillti sig
og lét ekki á neinu bera. Þaö var
heldur ekki einleikið hversu klaufskur
hann var stundum og handtökin óör-
ugg. Hann fann að Jónas gaf honum
sífellt gætur tilbúinn aö koma á
harðahlaupum og steypa sér yfir hann
þegar minnsta tilefni gafst til. Og hinir
karlarnir, — þeir höföu ekki neina
samúö með honum eftir aö hann var
settur á rörsteypivélina, þeir höföu
bara gaman af því þegar Jónas var að
taka hann í gegn. Bjarni fann að þetta
gat ekki gengiö svona til lengdar.
Og þaö geröi þaö heldur ekki —
einn daginn var þaö búiö. Hann skyldi
ekki sjálfur hvernig þaö haföi gerzt.
Þeir höföu veriö aö steypa rör og haft
hraðann á, því þaö bráölá á stórri
rörasendingu út á land. Bjarni hamað-
ist viö rörsteypivélina til að láta ekki
standa á sér en gætti sín ekki sem
skyldi. Hann geröi sig seken um hreint
ótrúlega klaufsku, — hleypti fram
rennslinu úr blöndunarvélinni en
gleymdi aö opna fyrir, þannig aö
lögunin komist inn í mótiö. Miklu heföi
mátt bjarga með því aö drepa strax á
mótornum, en Bjarni sló niöur neyöar-
hemilinn í fáti og gleymdi aö kúpla
sundur í fuminu sem á honum var.
Afleiöingarnar létu ekki á sér standa,
— þaö heyröust klíngjandi brothljóö
innan úr vélinni þegar hún stoppaöi
meö heiftarlegum rykk svo allt lék á
reiöiskjálfi. Nokkrum augnablikum síö-
ar brann mótorinn yfir, eldglæringarn-
ar stóðu út úr honum og þaö gaus upp
kolsvartur reykjarmökkur. Loksins
sprungu öryggin. Það varð skuggsýnt
inni og þeim súrnaöi fyrir augum í
reykjarsvælunni.
Jónas hafði ekki sagt eitt einasta
orö, — þaö uröu líka nógir til aö
atyrða Bjarna. Sjálfur yfirverkstjórinn
húöskammaöi hann meöan veriö var
aö kanna eyðilegginguna, — og Bjarni
vissi aö hann haföi gert sig sekan um
ófyrirgefanlega glópsku.
En allt var þetta þessum Jónasi aö
kenna, það hafði aldrei veriö stundleg-
ur friöur fyrir honum — hann haföi
legiö á honum eins og mara, og
hreinlega étiö hann í sig meö kjaftin-
um. Og nú haföi Jónas fengið ósk sína
uppfyllta, — Bjarni var endanlega
búinn aö vera þarna hjá fyrirtækinu —
fyrir honum lá ekki annaö en aö segja
upp.
En hann geröi það ekki.
Rörasteypivélin reyndist stór-
skemmd og mótorinn ónýtur. Viðgerö-
in tók heila viku og starfsemi fyrirtæk-
isins lá aö mestu niðri á meöan. Þegar
framleiðslan komst loksins í gang
aftur var þaö Kobbi sem tók viö
stjórninni á rörasteypivélinni, — eng-
inn nefndi Bjarna í því sambandi.
Hann haföi eiginlega ekkert fast
starfssviö þarna lengur. Jónas skikk-
aöi hann í alls kyns snúninga, — hann
var látinn hlaupa meö flabbsana, berja
steypu af mótunum eöa liðka færi-
böndin — en þess á milli snattaði
hann á lyftaranum.
En Bjarna stóö á sama, — hann
haföi ekki neinu aö tapa lengur.
Auövitaö heföi hann átt aö vera búinn
aö segja upp fyrir löngu, — en honum
fannst aö hann gæti ómögulega látiö
Jónas sleppa svo billega. Þetta
drýldna ómenni skyldi aö honum
heilum og lifandi einhverntíman fá á
baukinn, og það meö rentu.
Nú átti hann víst aö fara í sementiö
úr því að ekkert annað kallaöi aö, —
en þaö lá nú víst ekki þau ósköpin á.
Bjarni stöövaöi lyftarann og fékk sér í
nefiö sallarólegur. Það var víst ekki
seinna vænna aö hann færi aö hangsa
í vinnunni eins og hinir. Og þarna kom
þá Jónas, — þetta sperta mannkerti
sem haföi skemmt sér viö aö eyöi-
leggja hann, og skyldi hann þá ekki
mega koma.
„Hvern fjandann ertu að sluksa,
maður,“ kallaöi Jónas og horföi
hneykslaöur á Bjarna þar sem hann
sat í makindum uppi á lyftaranum,
„helduröu aö þú fáir kaup fyrir aö sitja
á rassgatinu — snáfaöu strax og
staflaðu stóru rörunum upp í rekkann
við austurvegginn. Ég segi þér svo til
þegar komið er nóg í stæðuna, — já,
svona komdu þér af staö, strax!“
Bjarni setti lyftarann í gang og ók
aö suöurveggnum. Honum sýndist aö
varla yröi hægt aö koma miklu fleiri
rörum af stóru gerðinni í rekkann ef
ekki ætti aö vera hætta á allt hryndi.
Þorkell haföi aldrei viljaö aö þeir settu
mikið í þennan rekka, — sagði að þaö
gæti hlotist af því stórslys ef stoö-
grindin færi.
En þessi Jónas, — þessi aulabárður
sem ekkert verksvit haföi — þarna
stóö hann viö rekkann og þóttist vera
að gera viö slípivélina, — ætlaöi aö
vera til staöar svo hann gæti sagt
Bjarna fyrir verkum — hvenær hæfi-
lega mikiö væri komiö af rörum í
rekkann — segja honum þaö ná-
kvæmlega, — eins og hann væri óviti.
Bjarni keyrði aö endanum á fyrsta
rörinu og tók þaö upp meö lyftaranum.
Þetta voru stór og þykk fráveiturör um
þaö bil eitt tonn á þyngd hvert.
Sérstakur búnaöur var framan á
lyftaranum til aö taka þau þannig aö
hægt var aö renna þeim endilöngum
inn í rekkann þar sem þau voru
geymd.
Þegar Bjarni var búinn aö bæta viö
fimmtán rörum sá hann aö rekkinn
þoldi ekki öllu meira. Jónas, — þessi
mannskita, haföi alveg gleymt sér viö
verk sitt. Hann grúföi sig yfir slíþivélina
og var greinilega alveg búinn aö
gleyma Bjarna og því sem hann var aö
gera. Hann þóttist þá líka getað gert
viö þessa bölvaöur afglapi sem ekkert
gat og ekkert kunni.
Bjarni bætti fjórum rörum í stæöuna
í viöbót. Hann sá aö það kom hreyfing
á rekkann — stoögrindin var komin aö
því aö bresta. En haföi Jónas ekki sagt
honum aö halda áfram unz hann segði
til, — Bjarni haföi ekki heyrt betur. Eitt
rör enn, Bjarni þyrfti aö beita ýtrustu
lagni til aö koma því upp, — stæöan
var orðin svo há að lyftarinn geröi
varla meira en rétt drulla því nógu
hátt.
Hann keyrði hratt aö og hækkaöi
röriö á síðustu stundu þannig aö
endinn á því slengdist uppfyrir en lét
þaö svo skella ofaná hin. Þaö kom
hreyfing á rekkann, — skyndilega
brast stoögrindin og stæöan hrundi
eins og spilaborg. Hávaðinn var ógur-
legur þegar rörin ultu hvert um annaö
og slengdust niöur í steingólfiö, — þar
sem þau lágu loks kyrr í einni kös, sum
mölbrotin — yfir staðnum þar sem
Jónas haföi veriö aö vinna viö slípivél-
ina.
Bjarni sá hvernig mennirnir þustu
aö og byrjuöu aö róta í rörahrúgunni
þar sem Jónas var. Hugur hans var
tómur og dálítiö sljór. Þetta yröi ekki
aftur tekiö — það var búiö og gert.
Annar hvor þeirra hlaut þaö aö veröa
— hann eöa nýi verkstjórinn.