Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1980, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1980, Blaðsíða 8
MODEL (1951) Mynd þessi er gerö í Kaupmannahöfn veturinn 1951 og er af ungri fyrirsætu í listaháskólanum. Þetta er sennilega ein af örfáum myndum, sem ég geröi í Kaupmannahöfn, þar sem koma fram dönsk áhrif í litameðferð, en ég var t.d. ekki ginnkeyptur fyrir því aö nota mikið af grænum litum í myndir mínar, sennilega til aö storka Dönunum. Þegar prófessorinn minn Kræsten Iversen sagöi viö mig: „mer grönt“, var ég vanur aö segja: „ja, og ogsá mer rödt“! Dönsku áhrifin koma hér jafnt fram í pensil- sem litameðferð. Þessi fyrirsæta var í senn einþykk og mjög skapmikil, og reyndi ég aö láta þessi einkenni koma fram í mynd minni. Eg geröi margar fleiri myndir af henni, en þær eru því miöur flestar ef ekki allar glataðar. — Þetta atriöi, aö ég fór aö ánetjast dönskum áhrifum, gerði þaö að verkum, aö ég hvarf frá Kaupmannahöfn til Oslóar áriö eftir^ ysr þáð míkiö til fyrir áeggjan Jóns Stefánssonar. !i5tmSÍSPá, sem mælti meö mér viö skólatrcösr sinn rrá Parísarárunum hjá Henri Matisse, Jean Heiberg, er þá var prófessor og rektor listaháskólans í Osló. Yfirlits- ming SSára I tilefni sýningarinnar velur BRA GIASGEIRSSON 9 myndir eftir sig til birtingar og bregöur Ijósi á tilurð þeirra og tíma með nokkrum orðum SJÁLFSMYND (1948) Á skólaárum mínum í Handíðaskólanum, svo sem Myndlista- og handíðaskóli íslands var rétt og slétt nefndur á þeim árum, gerði ég mikiö af sjálfsmyndum í heimahúsum. Sennilega voru það áhrif frá sjálfsmyndum Van Goghs, Rembrandts o.fl. sem ég kynntist úr listaverkabókum, en þó frekar, að ég hafði einhvers staðar lesiö þau ummæli málara, að leiðin til að kynnast sjálfum sér og sínum innri manni, lægi í gegnum sjálfsmyndir. Ég sat því iðulega fyrir framan spegil með rissblýið á lofti og rýndi á sjálfan mig. Eitt er alveg víst og það er, að ég tók miklum framförum í teikningunni við þessa iðju mína. Mynd þessi er kannski fyrsta sjálfsmyndin sem ég gerði og reif ekki í tætlur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.