Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1981, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1981, Blaðsíða 2
Gréta Sigfúsdóttir: Kafli úr nýrri og óprentaðri skáldsögu, sem kemur að öllum líkindum út næsta haust og er skeytt framanvið skáldsögurnar Bak við birgöa glugga og Fyrir opnum tjöldum. Olíuborgin Stafangur sumariö 1980: steikjandi hiti, sól og veðurblíöa. Dásam- legt sumar þrátt fyrir demburegn viö og viö. í Kirkjugötu, aöalverzlunargötu borgar- innar, er ys og þys. Tilbúinn fatnaöur hangir á rám úti fyrir búðardyrunum og skófatnaði er komið fyrir í kössum. Fremst er hellulagt svæöi, en þegar innar dregur er gatan lögð brústeinum og lítiö breytt: sömu gömlu húsin og búðirnar þótt andlitslyfting í funkis-stíl sjáist hér og þar. Meira að segja herrafataverzlun Gyöingsins Rabino- witz, sem handtekinn var á stríðsárunum, stendur í fullum blóma. En segja má aö borgin hafi tekið stakkaskiptum á árunum eftir stríð. Gömlu húsin norðvestan og austan við dómkírkj- una, þar á meðal fangelsið, Stavanger Sparekasse og slökkvistöðin, hafa veriö rifin. í þeirra stað gnæfa háhýsi úr steypu, stáli og gleri yfir hina öldnu kirkju, sem fölnar eins og viðkvæmt blóm í skugga hrikalegs gróðurs. Við fyrstu sýn fljúga manni ósjálfrátt í hug spellvirki. En ef horft er frá einum bekkjanna í Ólafskleif niður eftir Hákonar VII. götu, nýju breiðgötunni sem skírð var til heiöurs Hákoni sjöunda, er eins og augu manns opnist á ný. Þaðan nýtur skipulagið sín svo vel að enginn vafi leikur á að farið hefur verið um miðborgina listrænum höndum, aö tekizt hefur meö ágætum að samræma gamalt og nýtt. í Ólafskleif, suðvestur af dómkirkjunni, _ stóð einu sinni ruglingsleg þyrping smá- íbúðahúsa, engu líkara en þeim hefði verið dengt þarna niöur af handahófi. En kring- um 1950, þegar loksins var hafizt handa um að skipuleggja miðborgina, htírfu þau eitt af öðru og í staðinn reis bókasafn, sundhöll St. Ólafs-stórhýsið og pósthús. Samkvæmt hinni upprunalegu skipulags- áætlun átti að reisa ráöhús og borqarskrif- stofu efst í kleifinni, en nú fór að brydda á ósamkomuiagi. Þarna lágu tröppur frá Efri-Kleifargötu, kallaöar Stóru-Tröppu- göng, niður aö Kirkjugarðsstræti (eins og suðurendi Hákonar VII. götu hét þá) og svæðinu í brekkuhallanum, sem var fá- tækrakirkjugaröur fram til ársins 1870. Lengi vel var óráðið um þennan hluta kleifarinnar, því skipulagsnefndinni bar á milli hvernig leysa ætti verkefnið. Að lokum varö ofan á að leggja breiðtröppur upp að bókasafninu og efstu húsunum. Þeim skyldi hlíft, og voru þau standsett í því skyni að varöveita húsagerð frá liðinni tíð. Tröppurnar eru þrísettar, aöskildar með handriðum úr steypujárni og stöllum undir bekki og ruslaker. Hér er nýtízku Ijósa- búnaður, og fyrir miðju og til hliöanna aflíðandi grasfletir þar sem ræktuð eru blóm og runnar: fura og páskaliljur, rósir og georgíur — sitthvað miöaö við hverja árstíð. En mest um vert er útsýnið yfir slagæð borgarinnar. Hvað skyldi vera á seyöi niðri á Hákonargötu? Áróðursspjaldi er brugðið á loft og hárprúö ungmenni dreifa bækling- um. Jú, í dag er 27. júní, alþjóölegur baráttudagur kynvillinga, sem norsku sam- tökin eru aö vekja athygli á. í mannfjöldan- um er kona að viöra hundinn sinn: stórvaxinn hund af grand danois-kyni sem hún leiðir í bandi. Hún er auðþekkt álengdar af hundinum og göngulaginu. Hún kemur neöan frá torginu og beygir út á gangbrautina framan viö nýja pósthúsið, hverfur síðan á bak við St. Olafs-stórhýsiö í byrjun Járnbrautarvegarins. Stundum velur hún aðra leiö og birtist þá í mynni jarðgangna sem liggja tvískipt frá torginu, annars vegar undir Kóngs- garösbakkann, hins vegar undir Hákonar VII. götu yfir í Kiellandsgarðinn. Á þessari lóð stóð gamla pósthúsið á árunum 1910—74, reisulegt 3ja hæöa steinhús í sérkennilegum stíl. Það olli fjaðrafoki á sínum tíma þegar Kiellandshúsiö var rifiö. Og nú hefur gamla pósthúsiö orðiö að víkja fyrir afmörkuðum reit þar sem hús skálds- ins stóð. Þar er líka markaö fyrir garöinum og komið fyrir bekkjum. Þegar sól er á lofti situr konan þarna drjúga stund og sleppir hundinum lausum. Hún er alltaf í sömu kápunni og meö sama hattinn, hvernig sem viörar, en þegar heitt er hneppir hún kápunni frá sér. Þunnur sumarkjóllinn, sem vöölast um gildar mjaðmirnar og belgdan kviðinn, dregst upp fyrir hnén svo sér í hvapholda lærin. Andlitið er hrukkótt, kámugt af óhreinind- um og munnurinn innfallinn. Augun sljó og fjarræn. Hún situr gleiöfætt meö hendur í skauti og japlar tannlausum gómunum, eins og hún sé að tala viö sjálfa sig, milli þess sem hún rekur upp skrækan hlátur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.