Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1981, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1981, Blaðsíða 16
Að tjaldabaki =rh. af bls. 14. >eldur lifandi fiskur úr saltvatnsþróm. Hér x sjórinn vanur að æða á land í háflæði og íorðvestan stormi. En búið er að reisa skýli rfir fisksöluborðin. Við vestri hafnargarðinn liggur stórt cranaskip, og úti á Búey hillir undir 4—5 íæða yfirbyggingu borpalls. Á eystri hafn- irgarðinum er verið aö losa flutningaskip. Jjóbúðirnar fram með Voginum eru farnar ið tína tölunni. Þær snúa hvössum burst- jm að sjónum og minna á sköröóttan :anngarö. Sumar hafa veriö dubbaðar upp og gegna ýmsum hlutverkum, m.a. sem /eitingastaöir og diskótek, eins og t.d. =tauöu sjóbúöirnar á austurbakkanum. Þar ;r hátt undir loft og gólfið stráð sandi. <úfaöur diskur af rækjum er innifalinn í aögangseyrinum. Kóngsgarðsbrekkan hefur sýnilega verið oreikkuö á kostnaö gamalla húsa í Neðri- Strandgötu sem áttu sér merka sögu, arðýtan látiö greipar sópa. Andspænis torginu eru háhýsi. En Fiskhöllin, þar sem oreyttar húsmæöur stóöu í löngum biöröö- s jm á hernámsárunum, er enn viö lýði. Fram að aldamótum var hverfið við vestri oafnargarðinn eins konar Westend borgar- nnar. Hér bjuggu ríkir kaupmenn, útgerð- armenn og skipstjórar sem ræktuöu garða í stöllum upp eftir brekkunni, þar sem hét Qrímsakur áður. Þá var Neöri-Strandgata aðalverzlunargatan og þar gekk fólk sér til skemmtunar. Skömmu fyrir aldamótin, þegar brisl- ingsveiðar hófust eftir aö síldin brást, fóru menn að breyta heldrimannabústöðunum í verksmiðjur, og nýjar verksmiðjur risu á garölóðunum. Þurfti ekki nema mannsald- ur til að hverfið skipti um svip. Seinna varð þarna of þröngt um verksmiðjurnar, og voru þær þá fluttar yfir í austurhluta borgarinnar. En Bjellandsverksmiðjan: Stavanger Preserving Co. stendur enn og er í eyöi. Já, heppnin hefur fylgt Stafangri í tímanna rás, þrátt fyrir kreppuástand annaö veifiö. Eitt hefur tekið við af ööru borginni til framdráttar: fyrst síldin, síðan brislingurinn og aö lokum olían. Merki um hernámiö sjást ekki lengur, svo sem Þjóöverjabraggarnir í úthverfum borgar- innar, a.m.k. engin ytri merki þótt margur eigi um sárt aö binda á einn eða annan hátt. Draumurinn um Suöuriandsbrautina , rættist fyrr en ætlað var, en draumurinn um alþjóðaflugvöll á Sóla rættlst ekki. Þar er aðeins um innanlandsflug að ræða fyrir utan þyrluþjónustu viö borpallana á Norð ursjónum og herflugstöð. Sams kona þyrluþjónustu gegnir flugvöllurinn á Fórus, sem er aftur kominn í gagnið. Konan togar í hundinn og hraðar ferð sinni eftir vestri hafnarbakkanum. Bliku hefur dregiö á loft svo búast má við regnskúr. Hér hefur hafnargarðurinn verið breikkaðúr til muna með því að rífa gömul hús og sjóbúðir, og hér leggst Ameríkufar- ið Sagafjord aö. Stavangerfjord er fyrir löngu úr sögunni. Skammt frá gömlu tollstöðinni, fölrauðu húsi með ítölsku sniði sem fengið hefur að halda velli, liggja hrörlegar tröppur upp aö húsunum á Ströndinni. Þær eru brattar, en stutt á milli þrepanna og handrið til aö styöja sig viö. þangaö leggur konan leið sína. Grímsakurinn, svæðið upp af vestri hafnarbakkanum sem gengur undir nafn- inu Ströndin, var að mestu beitiland og engjar fram á 19. öld þegar smáíbúða- húsunum þar tók aö fjölga: heimili sjó- manna og handiönaðarmanna, er flutzt höfðu úr nálægum sveitum með aukinni velmegun borgarinnar. Húsin voru yfirleitt úr timbri og vegna húsnæðiseklu, sem fór sívaxandi, var gripiö til viðbygginga. Þann- ig varð Stafangur-kvisturinn til, ásamt útbyggingum og skúrum af ótrúlegustu gerð. Hér hefur ekki verið stuözt við mælitæki: húsin eru hornskökk og snúa ýmist burst eða hlið aö götunni. í þessum borgarhluta er engum vand- ASTRIKUR 06 GULLSIGÐIN Eftir Gosdnny og Uderzo. Birt i samráði við Fjölvaútgáfuna ÞU ERT RltNINGl OG GfíST EK/C! KOMIÐ fí UNDfíN ULFUNUM. Þfí HíTÐ! É6 UNNIÐ VEUMÁUÐ. T INNJ SKÓCtNi iima uAju/írr/VCJL h(,/FTT! vkfíÐU OKKUR LBIÐINfí SEGDU MER RfcN IN&I, ER NOKKUR Jó'jUNSTEINA Dys I SKCG/NUM ? *jh, ÞfíÐ ER E/N RÉTT HJÁ STÓRU E/K/NNI / M/OJUM SKÓG/NUM... SLEPPI' PM HANOTTfKBMUl EKKt TU MÁLA / ^ ÞAÐ &ETUR VER1Ð.A& EG SÉ R/ENING/, 5NE& ER ENG/NN BJ'fíN! ' A E& fíP Nfí T NE/,ALVE& AFTUR í HfíNN 7 I OÞfíRFI, V/Ð F/NN Á UM ÞETTA SJfíLF- /R> , VIV SJfíUM EKKI GLÓRU 06 VERÐUM ^HUNDBLAUT/R! m r jfí, STEINRIKUR, E& ER RfíMMVIUTUR.EN HÉR ER ÞÓ EITTHVAÐ AFDREP... , kvæðum bundið að hverfa 150—200 ár aftur í tímann. Göturnar eru krókóttar og þröngar, lagöar brústeinum. Gamaldags Ijósker úr smíðajárni gera sitt til aö fyrna umhverfið. Húsin eru hvítmáluö og blóm í gluggum á bak viö gljáfægöar rúöur og blúndutjöld. Við innganginn gefur aö líta skrúöjurtír í kössum og hengipottum, og á útidyrunum nafnplötur úr skínandi mess- ing. Allt er sem áöur — að undanskildum sjónvarpsloftnetunum. Þó rekst maður á verksmiðjurústir hér og þar, sem á eftir aö ryðja burt. Félagiö „Gamle Stavanger“, stofnað 1947, hefur barizt fyrir endurnýjun og varðveizlu gamla bæjarins. Hvað viövíkur Ströndinni var friöunin samþykkt í borgar- stjórn meö eins atkvæðis meirihluta. Og þá var hafizt handa. Veittar eru leiöbeiningar og fjárstuöningur til viöhalds húsunum. Sé um breytingar að ræða fæst ókeypis aöstoð fagmanna. Illa farnar útbyggingar og skúrar víkja fyrir blómareitum í umsjá garöyrkjustjóra borgarinnar. Gömlu sjó- mannahúsin eru komin til vegs og virð- ingar, og innan við litlu rúöurnar býr fólk sem ekki gæti hugsaö sér aö skipta um verustaö. Inn í eitt þessara húsa hverfur konan meö hundinn. Það stendur í mjórri þver- götu og sker sig úr vegna þess að rúðurnar eru óhreinar og engin blóm í gluggum. Gardínudruslur dregnar fyrir. Hún hefur tekið upp fööurnafn sitt aftur. í eirgrænt nafnskiltiö á útidyrahurðinni er greypt: Irma Jacobsen. Fyrir 45 árum stóö hún ung stúlka við stofugluggann á þessu sama húsi og skyggndist niður á Voginn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.