Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1981, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1981, Blaðsíða 4
Aí þessari loftmynd sést, að það er ekkert smáræðis landflæmi, sem fer undir flugvöllinn. Þegar ný viðhorf hafa skapast vegna samgöngukostnað- ar innan borgarinnar, sem orðinn er einn þungbærasti útgjaldaliður hverr- ar f jölskyldu. er spurning hvort stætt sé á að nýta þetta land ekki betur. Borg er ekki bara húsin og göturnar, sem þau standa viö. Borg er lifandi, hún hefur sái. Húsin og göturnar eru bara líkami borgarinnar, en fólkið, sem býr í borginni, líf þess og athafnir, draumar þess, gleöi og sorg, þetta allt gefur borginni líf. Um leiö og fólkiö hverfur á braut, hættir borgin aö vera til, og eftir standa aöeins húsin og göturnar. Sér- hver borg hefur hjarta, miöborgin er hjarta hennar, þangað fer fólk til að hittast, versla, skemmta sér, og þar er mest öll þjónusta og stjórnsýsla borgar- innar. Flestar eöa nær allar borgir hafa vaxiö út frá litlum kjarna, og þessi kjarni veröur síöar að miöborginni. Litlar borgir hafa litla miðborg, en þegar borgin vex, þarf borgin að geta vaxið líka. Ef miðborgin getur ekki vaxið, verður borgin eins og risi með dvergs- hjarta, sem er of lítiö til að viðhalda þrótti hennar, og borgin verður máttfar- Bjarki Jóhannesson verkfræðingur og arkitekt Viljum við miðbœ eða flugvöll in og líflaus. Oftast verður að leysa málið með því að rífa gömul hús og byggja önnur stærri og hentugri í staðinn. Oft verður þetta þó of dýrt, og er þá stundum gripið til þess ráðs að byggja nýja miöborg. Mörg dæmi sýna þó, aö það er erfitt, og miöborg, sem hefur þróast í margar aldir verður ekki flutt með einu pennastriki. Miðborg Reykjavíkur Reykjavík hefur fylgt þessu alda- gamla lögmáli um vöxt borga, og fyrsti vísir hennar var í Kvosinni, sem síðar varö miðborg Reykjavíkur. Borgin óx svo til austurs og vesturs, en um 1930 var öll borgin enn innan Hringbrautar og Snorrabrautar. Um 1960 hafði borgin vaxið alveg austur að Elliðafám, og auk þess voru fylgibæir hennar í örum vexti. 1980 er svo borgin komin alla leið austur aö Rauöavatni, og byggöin er aö veröa nokkuð samfelld suður í Hafnar- fjörð. En lítum þá á miðborgina og vöxt hennar. Um 1960 sáu menn, að miðborgin gat ekki vaxið mikið meira á sama stað, nema gripið yrði til róttækra aðgerða. Til vesturs sáu menn þyrpingu af gömlum húsum, sem þeim sýndist ekki mikils virði, Grjótaþorp. Þótti nú upplagt að rífa þessi hús og byggja þar í staðinn þyrpingu af háhýsum og gera Suðurgöt- una að hraðbraut, sem gengi undir húsin niður að höfninni og tengdist þar miklu hraðbrautarmannvirki, sem gengi á brú frá Skúlagötunni og vestur aö Granda. í leiðinni átti svo aö rífa alla húsaröðina noröan Grettisgötu, gera hana greiöfæra og framlengja niður Amtmannsstíg og Kirkjustræti fram hjá Austurvelli og allt vestur á Suöurgötu- hraöbrautina nýju. Ekki þótti þetta þó nóg að gert, því nú skyldi einnig byggja eitt stykki nýjan miðbæ á horni Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar, sem smám saman skyldi taka við hlutverki gamla miöbæjarins. Þetta voru stórtækar áætlanir, en núna, 20 árum síöar, skulum viö líta aftur á stööuna. Það kom fljótt í Ijós, að þetta var milljarðaævintýri, sem einung- is stórþjóöir gátu látiö sig dreyma um. Grjótaþorpiö var aldrei rifið, háhýsin voru aldrei byggð, brýrnar fyrir hrað- brautirnar voru aldrei reistar, Grettis- gatan var aldrei breikkuð, og aöeins eitt hús er risið í nýja miðbænum, sem líklega verður aldrei neitt meira en meöalstór þjónustukjarni. í staöinn hef- ur gamli miðbærinn sprengt utan af sér skelina og flætt á óskipulegan hátt austur meö Suöurlandsbraut og Ár- múla, þar sem nú getur aö líta skringi- legt samsafn af verslunum, skrifstofum og iönaöarhúsnæöi. Nú mætti ætla, aö þegar menn gáfust upp á stórveldis- draumunum, hafi veriö gripiö til ein- hverra annarra ráöa til aö bjarga miðborginni, en svo er þó ekki. Engin önnur leiö hefur verið fundin til að tryggja vöxt miðbæjarins eða stýra landnotkun þar, til að tryggja aö þar sé pláss fyrir starfsemi, sem gefur miö- Með flutningi flugvallarins mætti meðal ann- ars fá aukið rými fyrir miðbæinn og Háskólann, en auk þess mætti reisa 10—15 þús- und manna íbúð- arhverfí á þvi landi sem flugv- öllurinn nær yfir Teikning sem gefur hugmynd um stærð flugvallarsvæðisins á nesinu annars vegar og borgarinnar hins vegar. Teikníng, sem gefur hugmynd um nesið albyggt að öðru leyti en þvi, að Öskjuhlíðarsvæðið hefur verið skilið eftir. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.