Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1981, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1981, Blaðsíða 8
■ m heillar mig og, Um SIGURLAUGU RÓSINKRANZ Sigurlaug hefur valiö sér starfsvettvang erlendis og kemur aöeins annaö veifiö heim til íslands. söngkonu sem býr ásamt börnum sínum í Stokkhólmi, heldur konserta í Svíþjóð og víðar og hefur tekizt að lifa af list sinni. Meöal þess, sem Sígurlaug er meö á döfinni er hljómplata, þar sem hún syngur m.a. Ijóö eftir fööur sinn, sem hún hefur þýtt á sssnsku. Sigurlaug í konsertkjólnum (sjá einnig á forsíðu) sem Gróa Guðnadóttir kjóla- meistari hannaöi og Sigrún Jónsdóttír batiklistakona skreytti. Meö kjólnum ber Sigurlaug íslenzkt stokkabelti. Fyrirsögnin ætti aö vera vel viö hæfi, þvi hún var á sínum tíma ort um Sigurlaugu Rósinkranz — aö vísu ekki á gömlum heimaslóöum hennar norður í Skagafiröi, heldur úti í Þýzkalandi. En í heild er vísan svona: Hennar röddin há og þýö heillar mig og fleiri. Svo er hún bæði björt og fríö og ber sem gull af eiri. Sigurlaug haföi gott upplag og löngun til að syngja á unga aldri og lagði stund á söngnám hjá ágætum kennurum, þegar hún haföi aldur til. Hún kom skyndilega fram í dagsljósið og varö fræg á íslandi, þegar hún fékk eftirsótt hlutverk greifafrúarinnar í Brúökaupi Fígarós í Þjóðleikhúsinu. Ekki voru allir á eitt sáttir um þá ráöstöfun og virtist í því sambandi skipta verulegu máli, aö söngkonan var þá eiginkona Þjóöleik- hússtjórans. En vegna þess umtals, sem af þessu spratt, vissu allir hver Sigur- laug Rósinkranz var; þetta fylgir fámenninu og er kannski hvorttveggja í senn, kostur og galli. Um skeiö hefur verið hljótt um Sigurlaugu Rósinkranz, en flestir vita aö líkindum, aö hún hefur búiö í Svíþjóö og haldið áfram að syngja, bæöi þar og víöar. Aftur á móti hefur hún ekki látiö til sín taka í sönglistarlífi hér aö ööru leyti en því, aö hún hefur nokkrum sinnum haldiö konserta, þegar hún hefur veriö á ferðinni, bæöi noröanlands og í Hafnar- firöi, — nokkur lög söng hún í útvarpiö á síðastliönu sumri og raunar hefur hún oftar komiö fram í útvarpinu. Kannski er þaö heldur ekki svo mjög eftirsóknarvert aö sækjast eftir frama á íslenzku söngsviði. Sönglistarheimurinn hér er víst oft eins og stormur í vatnsglasi; talsvert margir kallaöir, en fáir útvaldir, þegar til þess kemur aö skipa í hlutverk, þá sjaldan óperuupp- færslur eiga sér staö. Og vísast er þaö vanþakklátt verk aö ráöstafa hlutverk- um. En óhætt er aö segja, aö síöan Brúökaup Fígarós var flutt, hefur Sigur- laug ekki skyggt á neinn, sem sækist eftir frama hér heima. Hún hefur aftur á móti kosið sér starfsvettvang erlendis og fengið bæöi góöar viðtökur og lofsamlega gagnrýni, — án þess aö athygli hafi veriö vakin á því hérlendis svo sem vert væri. Sigur- laug hefur þó haldiö áfram aö vera góöur íslendingur og kynnir stundum íslenzk sönglög á konsertum. Eftir því sem hún sjálf segir, sækist hún rétt mátulega eftir hinum skæru sviösljósum frægöarinnar. En hún hefur meö tíman- um áunniö sér traust sambönd í Sví- þjóö, Vestur-Þýzkalandi og ítalíu — og hún lifir af list sinni. Þau Sigurlaug og Guölaugur Rósin- kranz fluttust til Svíþjóðar eftir aö Guölaugur lét af embætti Þjóöleikhús- stjóra. Þau voru búin aö búa þar um fimm ára skeiö, þegar Guðlaugur lézt og Svíþjóöardvöl Sigurlaugar er oröin nær níu ár. Börn þeirra tvö, Guölaug, sem er 9 ára og Ragnar, 8 ára, eru bæöi í grunnskólanámi, en aö auki í tónlist- arskóla og þykja framúrskarandi efnilég á því sviði. Þau leika bæði í hljómsveit skólans; Ragnar á fiölu, en Guölaug á píanó og þau uröu meðal fimm nem- enda skólans, sem valdir voru til aö koma fram í sænska sjónvarpinu síðar í vetur. Síöan í haust hafa þau veriö á vikulegum æfingum vegna þessa. Auk þeirra er til heimilis hjá Sigurlaugu eldri dóttir hennar, Anna Marta, sem hefur aö undanförnu stundaö nám viö Tónlistar- háskólann í Stokkhólmi og veröur væntanlega músíkprófessor áöur en langt um líöur. Þau búa þar sem heitir Tyresö; þaö er úthverfi frá Stokkhólmi. í sumar leiö var Sigurlaug á feröinni UR GAGNRÝNI í BORLANGE TIDENDE UM SÖNG SIGURLAUGAR RÓSINKRANZ Þaö var afar ánægjulegt aö kynnast íslonsku óper- usöpransöngkonunni Sig- urlaugu Rósinkranz, sem var á tónleikum Börlánge- sinfóníuhljómsveitarinnar á laugardaginn. Aheyrendur fögnuðu henni svo ákaft að hún varð að endurtaka megin- hluta síöasta verksins, sem var konsertaría eftir Moz- art. Sigurlaug Rósinkranz hefur dramatíska leikræna kóloratur sópranrödd, sem er afar fögur. Hæð raddar hennar virðist óendanleg. Án minnstu þvingunar söng hún hið háa E í annarri konsertaríu eftir Mozart“. Millitónsvið hennar er lika afar fallegt. Hljóms- veitarstjórinn Stig Eklund hafði gert mjög blæfagrar útsetningar fyrir hljóms- veitina við íslensku verkin, sem Sigurlaug söng líka jjetta kvöld, og kom einnig vel fram þar bæöi túlkun. skap og tilfinningar söng- konunnar. Hún var töfrandi frjálsleg og eðlileg. Mjúkir tónar hennar fylltu kons- ertsalinn. Fögnuðu áheyrendur henni með dynjandi lófakl- appi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.